"ÖÐRUVÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ"

Aldrei reiknaði ég með því að eiga eftir að upplifa það að sjá Ferrari bíl síðastan á ráslínu eins og ég upplifði að sjá í móti helgarinnar og þarna var niðurlægingin alveg í hámarki allan tímann sem kappaksturinn stóð yfir, hann sneri bílnum minnst tvisvar, hann keyrði of hratt á þjónustusvæðin, hann var eins og algjör auli og hleypti Renault bíl framúr sér á þjónustusvæðinu, hann keyrði yfir hvítu línuna á fráreininni af þjónustusvæðinu, hann............ og endaði svo á því að verða í 17 sæti í kappakstrinum sjálfum.  Ég get ekki annað en tekið undir með David Coulthard, sagði í kommenti á BBC one, en hann sagði: "Vonandi kemur Massa sem fyrst til baka".
mbl.is Badoer sektaður fjórum sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þetta hefur verið algjör martröð hjá þér, Jóhann! Ég myndi segja, að þarna geldur Ferrari þess að vera ekki með neitt þróunarprógramm fyrir unga - þess vegna ítalska - ökuþóra eins of mörg hinna liðanna. Þau planta þeim í lægri formúlur og láta þá vaxa upp í þeim. Dæmi um slíka ökuþóra eru Hamilton, Vettel, Alguersuari, Grosjean, Buemi, svo nokkrir nýlegir séu nefndir.

Og nokkrir eru t.d. nú að keppa í GP2 sem verið er að ala upp fyrir formúluna og ég velti því fyrir mér af hverju Ferrari leitaði ekki þangað eftir einhverjum sem væru á lausu eða fá mætti að láni.

Þeir voru náttúrulega komnir í þröng þegar Schumacher hætti við og var þá sjálfgert að leita til Badoer eða hins reynsluökumannsins, Marc Gene.

Ágúst Ásgeirsson, 24.8.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já satt segirðu Ágúst, þetta var algjör martröð og ég vona að henni ljúki sem fyrst.  Þetta er alveg hárrétt hjá þér því miður hafa Ferrari og fleiri lið í formúlunni sótt góða og efnilega ökumenn til annarra liða, sem hafa eitt miklum fjármunum og öðru sem til þarf til að gera þessa menn mjög góða en vegna skorts á fjármagni hafa þessi lið ekki haft bolmagn til að halda þessum mönnum hjá sér.  Mér finnst þetta alveg ótrúlegt þeir hjá Ferrari gátu nú alveg sagt sér það sjálfir að Marc Gene væri mun betri kostur en Badoer, á ekki Badoer þann vafasama heiður að vera EINI formúlu 1 ökumaðurinn sem EKKI hefur fengið EITT EINASTAstig á sínum keppnisferli?  Ég get ekki séð að það breytist mikið.

Jóhann Elíasson, 24.8.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband