HVAÐ GENGUR MANNINUM EIGINLEGA TIL?????

Þessar ásakanir eru eitthvað það alvarlegasta, sem nokkkurn tíma hefur komið fram og að mínu mati einhverjar þær fáránlegustu sem um getur.  Eins og allir vita þá er ekki sjálfgefið að öryggisbíllinn sé kallaður út ef óhapp verður á brautinni, það er metið í hvert skipti og fer það eftir eðli og umfangi óhappsins.  Eins og flestir vita þá er mikil áhætta í því fólgin að aka formúlubíl og verða ökumenn að halda fullri einbeytingu allan tímann sem keppni stendur yfir annars er lífi þeirra og heilsu hætta búin.  Það er MJÖG alvarlegt ef ökumaður kemur fram og segir að ökumenn geri sér leik að því að stofna eigin öryggi, annarra ökumanna og starfsmanna á brautinni í hætu með því að lenda í "óhappi" af ÁSETNINGI.  Vonandi að rannsókn á þessu leiði sannleikann í þessu máli fram en hver sem niðurstaðan verður þá er það alveg ljóst að þessi ökumaður Á AÐ MISSA RÉTTINDIN TIL ÞESS AÐ AKA Í ÖLLUM MÓTARÖÐUM AKSTURSÍÞRÓTTA, því hver sem niðurstaða rannsóknarinnar verður, þá er þáttur þessa manns með þeim hætti að hann hlýtur að teljast STÓRHÆTTULEGUR og ætti ekki einu sinni að hafa leyfi til að snerta á þríhjóli.
mbl.is Renault höfðar sakamál á hendur Piquet-feðgunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er komið í ljós að þetta var ásettningur... Þannig að hann missir EKKI réttindin, heldur eru topparnir hættir.. Og að öllum líkindum verður Renault vikið úr keppni

Gulla (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 12:50

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað ætti maðurinn að missa réttindin, ef kemur í ljós að hann gerði þetta af ásetningi.  Ef ég hefði visvítandi strandað skipi þegar ég var stýrimaður hefði ég að sjálfsögðu misst réttindin.

Jóhann Elíasson, 16.9.2009 kl. 14:49

3 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

EN hafið tekið eftir því að á meðan þessi frétt hefur farið um heiminn síðan fyrir hádegi, að hvorki Moggin né vísir.is minnast einu orði á þetta?

Steinþór Ásgeirsson, 16.9.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband