EN NELSON PIQUET YNGRI???????

Að mínu mati hefur þetta mál alls ekki verið klárð.  Aðeins Renault liðinu hefur verið refsað og starfsmönnum þess, sem hlut áttu að máli, en það er hvergi minnst á að eigi að refsa Nelson Piquet yngri? Eins og allir vita þá er ekki sjálfgefið að öryggisbíllinn sé kallaður út ef óhapp verður á brautinni, það er metið í hvert skipti og fer það eftir eðli og umfangi óhappsins.  Eins og flestir vita þá er mikil áhætta í því fólgin að aka formúlubíl og verða ökumenn að halda fullri einbeytingu allan tímann sem keppni stendur yfir annars er lífi þeirra og heilsu hætta búin.  Það er MJÖG alvarlegt ef ökumaður kemur fram og segir að ökumenn geri sér leik að því að stofna eigin öryggi, annarra ökumanna og starfsmanna á brautinni í hætu með því að lenda í "óhappi" af ÁSETNINGI.  Þessi ökumaður Á AÐ MISSA RÉTTINDIN TIL ÞESS AÐ AKA Í ÖLLUM MÓTARÖÐUM AKSTURSÍÞRÓTTA, því hver sem niðurstaða rannsóknarinnar verður, þá er þáttur þessa manns með þeim hætti að hann hlýtur að teljast STÓRHÆTTULEGUR og ætti ekki einu sinni að hafa leyfi til að snerta á þríhjóli.
mbl.is Skilorðsbundið keppnisbann Renault
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áþur en þú missir þig af æsingi þá vil ég benda þér á þessa frétt sem birtist á mbl.is fyrir nokkrum dögum: http://mbl.is/mm/sport/formula/2009/09/11/fia_heitir_piquet_fridhelgi/?ref=morenews
Piquet var semsagt heitið friðhelgi fyrir að veita upplýsingar um málið til FIA.

Alexis (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 15:24

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Engin hætta að ég missi mig í æsingi en mér finnst þetta AFSKAPLEGA UNDARLEG málsmeðferð hjá FIA.  Hver er eiginlega tilgangurinn?

Jóhann Elíasson, 21.9.2009 kl. 16:05

3 identicon

Skil eiginlega ekki hvert þú ert að fara, Piquet var kúgaður til þess að klessa á.  Segjum að þú vinnir í topp vinnu rosaleg mánaðarlaun en yfirmaðurinn segir einn daginn, þú verður að gera þennan vafa sama en ef þú gerir það ekki verður þú rekinn samstundis og hann muni tryggja að þú fáir ekki vinnu annarstaðar.

Held að flestir myndu taka að sér verkið 

annars þá er piquet einn á báti þegar hann klessti á. F1 bílar eru mjög tryggir í dag þannig að það eru litlar líkur á því að menn beri líkamlegan skaða af þessu höggi. Örryggis bíllinn kemur út  meðan það er verið að hreinsa brautina og það fengu allir ökumenn um leið að vita af slysinu þannig mestalagi einn hring þurftu þeir að passa sig að keyra ekki á flakið, sem hefði að öllum líkindum ekki skaðað neinn neima bíl númer 2 þannig því miður tel ég að þú sért að gera þér upp svakalega ógn. 

kv.ragnar

Ragnar (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 18:41

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ragnar, óskaplega er nú siðferði þitt á lágu plani ef þú telur þetta athæfi bara "allt í lagi" eins og þú gefur í skyn í þessar athugasemd þinni.

Jóhann Elíasson, 21.9.2009 kl. 19:37

5 Smámynd: Einar Steinsson

Sammála Jóhanni, siðferði Piquet er greinilega ekki upp á marga fiska þó að hann hafi svo sem örugglega ekki verið í öfundsverðri stöðu.

Einar Steinsson, 21.9.2009 kl. 20:54

6 identicon

Auðvitað er þetta hættulegur leikur. En F'IA var búið að setja fordæmi þegar sjúmmi reyndi að keyra hill út úr kappakstrinum um árið. Eina refsingin var að hann misti stiginn.

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband