24.9.2009 | 18:04
STÝRIVEXTIR
Það er málið að Seðlabankinn HÆTTI þessum blekkingum og láti fólk bara vita af því hvað stýrivextirnir ERU í rauninni. Stýrivextirnir eru ekkert annað en einhver tala á blaði, þeir segja bara til um það að ef viðskiptabankarnir fá lán hjá Seðlabankanum þá eru stýrivextirnir sú vaxtaprósenta sem viðskiptabankarnir þurfa að greiða í vexti af viðkomandi láni. Svo hafa viðskiptabankarnir fundið það hjá sér að "yfirdráttarvextir" fylgdu stýrivaxtastiginu en það er nefnilega málið að viðskiptabankarnir hafa EKKI tekið lán hjá Seðlabankanum til þess að lána almenningi og fyrirtækjum yfirdráttarlán og svo eru öll önnur lán háð stýrivaxtastiginu, hvernig má það vera þegar um er að ræða að lánin eru einnig gengistryggð?. Í sjálfu sér má segja að stýrivextir hafi ENGIN áhrif á verðbólgu eða gengi í svona litlu hagkerfi eins og við búum við, enda hefur það sýnt sig að þetta brölt með stýrivextina undanfarin misseri og ár hefur ekki haft NEIN áhrif. Því myndi það ekki skaða okkur neitt að setja stýrivextina niður í 5% og koma þá atvinnulífinu af stað á ný.
Ögrun við stöðugleikasáttmálann" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 382
- Sl. sólarhring: 410
- Sl. viku: 2531
- Frá upphafi: 1837515
Annað
- Innlit í dag: 229
- Innlit sl. viku: 1441
- Gestir í dag: 199
- IP-tölur í dag: 198
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hárrétt hjá þér,bara að fíflin í Seðlabankanum væru svona skynsöm.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 20:45
Seðlabankinn hefur lengi beinlínis fóðrað verðbólguna með þessum hlægilegu stýrivöxtum. Þeir halda uppi öðrum vöxtum, sérstaklega yfirdráttar- og dráttarvöxtum. Vextir eru mjög svo raunverulegur kostnaður í fyrirtækjum og fer auðvitað beint út í verðlagið. Jafnframt dregur vaxtaokrið úr getu skuldsetts almennings til að eyða peningum í vöru og þjónustu og þannig hleður þessi vitfirrta peningamafía undir atvinnuleysi og gerir hvað hún getur til að draga úr hagvexti. Þetta er greinilega kerfi haldið sjúklegri sjálfseyðingarhvöt og hefur á síðustu misserum unnið markvisst að því að auðvelda félögum sínum í viðskiptabönkunum að stela landinu og flytja það út og hún mun á endanum setja hér allt á hausinn og gera pimpum sínum kleift að hirða allt draslið fyrir smáaura.
Baldur Fjölnisson, 24.9.2009 kl. 20:58
Gætum ekki verið meira sammála um þetta Jóhann/annars var Starfsfræði ekki mitt uppáhaldsfag!! en á venjulegau mannamáli getum við verið sammála um þetta og vel það/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 24.9.2009 kl. 21:13
Kórrétt en landstjóri AGS vill það ekki og enginn hefur bein i nefinu til að henda honum út
Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.9.2009 kl. 22:32
Það er mikið til í þessu hjá þér Jóhann. Stýrivöxtum Seðlabanka er EKKI ætlað að vera jafna fyrir útlánavexti bankanna, þar sem skammtímalán bankanna frá Seðlabanka, eru einungis örlítið hlutfalla af útlánum þeirra.
Hins vegar lánaði Seðlabankinn viðskiptabönkunum svokölluð neyðarlán í aðdraganda bankahrunsins. Fjármagn til slíkra lánveitinga þurfti Seðlabankinn að taka að láni erlendis frá, þar sem langvarandi viðskiptahalli var löngu búinn að éta upp gjaldeyrisforða okkar.
Ég hef því á tilfinningunni að Seðlabankinn hafi tekið nokkuð mikið af erlendum lánum, á þetta háum vöxtum, til að endurlána bönkunum í aðdraganda fjármálakreppunnar. Seðlabankinn varð náttúrlega að endurlána bönkunum þetta fé með aðeins hærri vöxtum en hann þurfti sjálfur að greiða. Þess vegna er ekki hægt að lækka stýrivexti.
Ég býst við að þú hafir tekið eftir því, að sífellt er talað um að þessi mál leysist þegar AGS er búinn að afgreiða lánin til okkar. Mín tilfinning er sú, að þegar þessi lán verða afgreidd, geti Seðlabankinn greitt upp þessi óhagstæðu lán, og endurlánað bönkunum aftur með 6 - 8% vöxtum, lánsféð frá AGS. Þegar sú staða verður komin upp, munu stýrirvextir lækka, þar sem Seðlabankinn verður þá ekki lengur með útistandandi lán á hærri vöxtum en þar verða tilgreind.
Ég tek fram að fyrir þessu hef ég engar skotheldar sannanir, heldur einungis tilfinningu mína, byggða á röksemdum fyrri reynslu úr bankaumhverfinu.
Með kveðju, G.J.
Guðbjörn Jónsson, 24.9.2009 kl. 22:35
Það hefur nú ekkert þýtt að hlusta á spinnið frá fjármálamafíunni og leppum hennar í pólitík og ruslveitum og verður áfram vonlaust.
Landið er vita gjaldþrota og búið að stela því og flytja það út.
Nýju bankaskrípin eru tæknilega gjaldþrota því þeim var hróflað upp á eignum úr gömlu bankahræjunum en skuldirnar skildar eftir. Hins vegar kemur að því að dæmið verður gert upp og þá rúlla þessar nýju spilaborgir skiljanlega beint á hausinn. Þess vegna fyrst og fremst hefur framboð fábjána sem skila erlendum gjaldeyri í þessa fallít hít farið síþverrandi og sovéskt gervigengi krónunnar ekki haldið. Erlendir eigendur ráðamanna hjá AGS eru síðan að lána Simbabwe enda er glæpadrifna vændisræðið þar skömminni til skárra en hér ef eitthvað er.
Baldur Fjölnisson, 24.9.2009 kl. 23:19
Ég hef mikið velt þessu fyrir mér eins og þú Jóhann og komist að sömu niðurstöðu. Þó útiloka ég ekki að Guðbjörn hafi þarna hitt naglann á höfuðið enda með gleggri mönnum.
Árni Gunnarsson, 24.9.2009 kl. 23:24
Stýrivextir bera nafn "með rentu". Þeir stýra vöxtum í almenna bankakerfinu.
Margir hagfræðingar hafa bent á að ef við göngum í ESB, þá höfum við ekki lengur þetta tæki til að bregðast við sveiflum í okkar litla hagkerfi. En svo geta menn deilt um það hvort þetta tæki sé ekki fyrir Íslendinga eins og skæri í höndum óvita.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2009 kl. 01:29
Ég á dálítið erfitt með að staðsetja mig varðandi þetta vegna vankunnáttu en ég getnú samt verið sammála flestu hér að ofan. Málið er bara að þetta hagkerfi okkar er svo lítið að erfitt er að gera samanburð við önnur ríki og það sem er öllu verra er að við erum svo fá sem eigum að standa undir þessu hagkerfi og það leiðir síðan af sér spillingu og einkavinavæðingu.
Hulda Haraldsdóttir, 25.9.2009 kl. 02:30
Það er alveg rétt hjá þér Gunnar að stýrivextirnir bera nafn með "rentu" en um réttmæti þess er mikið deilt og ekki síst meðal hagfræðinga ekki eru allir á sama máli um það hversu ÁHRIFARÍKT "tæki" stýrivextirnir eru. Eins og áður segir þá hef ég ekki séð NEINN árangur af beitingu stýrivaxtanna undanfarin ár og misseri og get ekki séð að nokkur eftirsjá yrði af þessu tæki en hins vegar skal það tekið skýrt fram að ég er eindreginn andstæðingur ESB aðildar en samt sem áður tel ég að við ættum að losa okkur við krónuna, það að halda út sjálfstæðum gjaldmiðli í svona litlu hagkerfi, er bara of kostnaðarsamt og peningamálastefnan þarf að vera svo stöðug og sterk til að svoleiðis gangi upp. Þetta gat gengið hér áður fyrr en eftir að viðskiptaumhverfið varð svona alþjóðlegt eiga litlir gjaldmiðlar mjög erfitt uppdráttar og það stærri gjaldmiðlar en krónan.
Jóhann Elíasson, 25.9.2009 kl. 07:15
Guðbjörn Jónsson gæti haft rétt fyrir sér varðandi lánin. En það mun ekki breyta stefnu Seðlabankans. Seðlabankinn vinnur eftir flotgengisstefnu með verðbólguviðmiði og er að fara nákvæmlega eftir bókinni. Hafa stýrivexti hærri en verðbólgu til að draga úr lánastarfsemi og hvetja til sparnaðar til þess að minnka verðbólguþrýsting. Góð og gild stefna í eðlilegu árferði og í stærri hagsvæðum.
Stærsta vandamálið er að peningastefna Seðlabankans virkar illa á eins smáu hagsvæði og við búum við. Reyndar eru minnihluti landa heims sem notast við þessa stefnu. Ekki einusinni Kína og Bandaríkin.
Í eðlilegu hagkerfi geta stýrivextir verið sterkt stjórntæki, en hér höfum við verðtryggingu stórs hluta útlána og höft á fjármagnsflutningum sem draga allar tennurnar úr stýrivöxtunum.
Axel Þór Kolbeinsson, 25.9.2009 kl. 08:59
Á þeim árum sem lánastofnanir, stór- og meðalstór fyrirtæki gátu fengið lánafyrirgreiðslu beint frá erlendum lánveitendum, með milligöngu banka hér, höfðu stýrivaxtabreytingar Seðlabanka eingöngu áhrif á smærri fyrirtæki og einstaklinga.
Nú er hins vegar ekki opinn aðgangur að erlendu lánsfé, sem aftur þýðir að stýrivextirnir virka jafnt á alla lántakendur. Og lánsfjármagn í réttu hlutfalli við afgang gjaldeyristekna.
Það er hins vegar rétt hjá Gunnari að almennir vextir lánastofnana hafa verið látnir fylgja stýrivöxtum, þó engin lagaskilyrði séu fyrir slíku. Vextir lánastofnananna eru bein ákvörðun stjórnenda þeirra sjálfra, þ.e. að halda vöxtunum svona háum. Óskiljanlegt að ekki hafi beinst harðari og meiri gagnrýni að stjórnendum bankanna sjálfra, vegna hárra útlánavaxta, því sú ákvörðun er ALLS EKKI tekin af Seðlabankanum.
Í lögunum segir að lánastofnanir eigi að tilkynna Seðlabanka um vaxtaákvörðun sína og Seðlabankinn að birta vaxtatöflu bankanna, með öðrum peningamála-upplýsingum, s.s. dráttarvöxtum og stýrivöxtum. Seðlabankinn hefur hins vegar látlaust verið skammaður fyrir háa útlánavexti lánastofnana, þó hann hafi engin lagaleg stjórntæki til að hafa afskipti af ákvörðun þeirra um útlánavexti.
Það er svo fjöldamargt sem gert er í stjórnun þessa þjóðfélags okkar, sem ekki á sér lagalegan grundvöll. Það eitt út af fyrir sig, að hætta hinum opinber lögbrotum í stjórnsýslunni, væri umtalsverður árangur til hagsbóta fyrir atvinnulífið og heimilin.
Hvort það tekst á öðrum tug aldarinnar verður að koma í ljós, en sé miðað við almenna laga- og fjármálavitund hins virka hóps þjóðarinnar, er ég hóflega bjartsýnn á slíkt.
Guðbjörn Jónsson, 25.9.2009 kl. 11:17
Segi bara ÙFF!
Takk fyrir færsluna Jòhann
Einar Örn Einarsson, 25.9.2009 kl. 17:49
Það er AGS sem stjórnar þessu. Út með þá.
Sigurður Þórðarson, 25.9.2009 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.