ER FÓLKI LOKSINS ORÐIÐ LJÓST AÐ NÆRVERA AGS ER ENGU AÐ SKILA????

Ríkisstjórnin þarf ekki aðstoð AGS til þess að KLÚÐRA efnahagsuppbyggingunni, þeir hafa staðið GEGN því að stýrivextir verði lækkaðir og þar með að atvinnulífið gæti þrifist almennilega, eins og allir vita þá verður atvinnulífið að búa við hagstæð skilyrði svo fjárhagur heimilanna geti komist á rétt ról.  Eins og ég hef oft bloggað um þá eru stýrivextirnir ofnotaðir sem efnahagsstjórnunartæki og gildi þeirra er stórlega OFMETIÐ, þeir virka kannski í STÓRUM hagkerfum en í svona litlu hagkerfi eins og á Íslandi hafa þeir ENGIN áhrif á verðbólgu eða neitt annað.  Það gengur einfaldlega ekki hjá þessum "fræðingum" með gráðurnar frá flottum háskólum í Bandaríkjunum að heimfæra það sem þeir hafa "lært" yfir á okkar litla hagkerfi, við þekkjum flest afleiðingarnar.  En það kemur á óvart að 42% landsmanna skuli enn vera á þeirri skoðun að nærvera AGS geri eitthvað fyrir þjóðina.
mbl.is Meirihluti vill segja upp samningi við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Við þurfum að endurskoða okkar áætlun við AGS eins og margir hafa sagt um langan tíma og loks er að renna upp fyrir Sjálfstæðisflokknum.  Við þurfum lægri vexti, lengri tíma til að ná niður ríkishalla en umfram allt þurfum við lán AGS sem eru þrautalán til nær gjaldþrota ríkja sem hvergi fá inni annars staðar.  OR þarf að greiða um 11ma af láni í mars 2010 og Landsvirkjun er ekki þar langt á eftir.  Hvar á að finna peninga til að endurfjármagna þetta?

Þetta er flókið mál og verður ekki afgreitt með einhverju af eða á hugsunarhætti.   

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.10.2009 kl. 10:48

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Allt lánið frá AGS á, samkvæmt áætlun, að renna í gjaldeyrisvarasjóð, svo ekki er það áætlað til endurfjármögnunar fyrir OR og Landsvirkjun, það hlýtur að vera búið að gera "aðrar" ráðstafanir vegna þeirra.  Þeir þekkja vel þetta "eitthvað annað" hjá VG.

Jóhann Elíasson, 17.10.2009 kl. 11:29

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Allt hangir þetta saman.  Endurfjármögnun hjá OR og Landsvirkjun fæst ekki nema að AGS gefi erlendum lánastofnunum grænt ljós.  Útlendingar treysta AGS en ekki íslenskum ráðamönnum.  Svo einfalt er það.

Öll lánafyrirgreiðsla til OR er stopp í bili?  

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.10.2009 kl. 11:37

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki hef ég heyrt um að AGS njóti gífurlegs trausts en það þarf ekki að vera mikið til að toppa Íslenska ráðamenn.  Hefur þú trú á að OR fái frekar lán ef AGS verður hér áfram?

Jóhann Elíasson, 17.10.2009 kl. 12:00

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Nei, OR getur ekki tekið meiri lán nema að erlendir aðilar tryggi orkukaupa á móti í erlendum gjaldeyri. Og þar er vandinn, ef ríkið ætlar að taka meir í skatt af orkuverðinu fer minna í hlut OR.  Orkuverð ræðst af heimsmarkaðsverði en ekki skattapólitík á Íslandi. 

Eitt eru ný lán, annað er endurfjármögnun á þeim 200ma sem OR skuldar nú þegar!  Það verður auðveldara og ódýrara að endurfjármagna þetta með hjálp AGS.

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.10.2009 kl. 12:14

6 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Þakka þér Jóhann að vekja máls á þessu. Eins og þú hefur nú séð á mínum bloggfærslum þá hef ég verið mjög harður andstæðingur þess að eiga nokkur samskipti við AGS, því eru það ánægjutíðindi fyrir mig ef augu annarra eru að opnast fyrir því , en samt hryggir það líka hversu margir eru þó ennþá fylgjandi því. En batnandi fólki er best að lifa ekki satt ??

Hulda Haraldsdóttir, 17.10.2009 kl. 13:53

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ekki mikið um þetta að segja jói annað en ég er þér svo hjartanlega sammála

Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.10.2009 kl. 17:22

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er nú loksins farinn að vinna með Íslandi við uppbyggingu efnahagskerfisins og ætla að segja samningnum upp núna væri heimska og rugl.

Jakob Falur Kristinsson, 17.10.2009 kl. 17:40

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jakob, þetta verður þú að rökstyðja aðeins í það minnsta þurfa menn að vita hvað þú leggur til grundvallar þessum ummælum.

Jóhann Elíasson, 17.10.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband