Hverskonar "talnaleikfimi" er þetta eiginlega sem maðurinn er að reyna að setja fram??? Ef við gefum okkur að skuldin vegna Ices(L)ave sé 750 milljarðar (sem er mjög varlega áætlað, nær væri að gera ráð fyrir 1.000-1.100 milljörðum) þá vill hann meina að heildarskuldir hins opinbera séu um 6.818 milljörðum? Hvar í ósköpunum hann fær þessar tölur er mér og fleirum hulin ráðgáta því samkvæmt yfirliti frá Seðlabankanum voru erlendar skuldir ríflega 14.000 milljarðar um síðustu áramót og ekki þykir mér líklegt að þær hafi lækkað? Þarna sýnir hann enn á ný hversu "frjálslega" hann kýs að umgangast sannleikann. Enn vinnur hann hörðum höndum að því að gera landið að nýlendu Breta og Hollendinga. Skyldi hann fá vel borgað fyrir svikin????
Vægi Icesave úr öllu samhengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- KRÓATAR UNNU ÞENNAN LEIK "VEGNA UMDEILDRAR DÓMGÆSLU".....
- LOKSINS KEMUR EINHVER MEÐ "RAUNHÆFA" LAUSN Á ÞESSU MÁLI.......
- ÞAÐ VIRÐIST VERA EINA RÁÐIÐ, SEM SAMFYLKINGIN HEFUR TIL AÐ AU...
- ÞETTA LÍKAR MÉR..........
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 43
- Sl. sólarhring: 377
- Sl. viku: 1466
- Frá upphafi: 1856299
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 923
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Sæællll,
var líka að velta þessu fyrir mér, veit sem viðskiptafræðingur að auðvelt er að blekkja með tölum, en halló Steingrímur J. ég hef nú haft trú á þér til þessa, en er mbl.is að hafa rangt eftir þér eða ertu farinn að tala eins og bankastjórarnir gerðu, segja bara það sem þér sýnist og vona að 90%+ trúi þessu, hvað er að gersast hérna. Hvar er fjórða valdið þ.e. fjölmiðlar eru þeir líka úti að túni. Afhverju er eingin alvöru fréttamennska hér. ER engin sem skilur eða sér heildarmyndina (tek fram að ég hef ekki hugm. um hvað snýr orðið fram eða aftur í þessu máli). Óska eftir að fréttamenn (ef það er réttnefni) hætti að slá svona fréttum fram án þess að fylgja þessum fréttum betur eftir. Hel. Fo. Fo.
Einar Guðm. (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 21:22
Ég ætla ekki að gera neinar athugasemdir við útreikninga þína eða þá gagnrýni á Steingrím. Hinsvegar langar mig að gagnrýna tvær síðustu setningarnar:
"Enn vinnur hann hörðum höndum að því að gera landið að nýlendu Breta og Hollendinga. Skyldi hann fá vel borgað fyrir svikin?"
Sko. Ég man satt best að segja ekki hvort ég hafi bent á þetta áður á þessu bloggi, en ég hlýt eiginlega að hafa gert það, jafnvel nokkrum sinnum.
Sökudólgurinn í málin er hvernig alþjóðabankastarfssemi virkar. Bankageirinn er mjög gamall og mikill bransi sem í mörghundruð ár hefur starfað samkvæmt ýmsum reglum, mjög misjafnlega sanngjörnum og á köflum algerlega úti á túni, frá siðferðislegu sjónarmiði. Sjónarmiðin sem hafa fengið að ráða eru þau praktísku, "er þetta gott fyrir efnahaginn?" - ekki hvort reglurnar séu endilega að verðlauna fólk eftir störfum.
Í þessu umhverfi hefur þróast ákveðin "almenn skynsemi" í alþjóðabankastarfssemi. Einn hluti þessarar "almennu skynsemi" er að lönd beri ábyrgð á sínum bönkum. Punktur. Bankakerfið fer ekkert að breyta því bara sisvona... þjóðir fara í stríð við hvorar aðrar af svona ástæðum. Pældu aðeins í þeirri staðreynd að enginn stendur með okkur hvað varðar að borga ekki Icesave, jafnvel ekki nánir vinir eins og Noregur, Danmörk, Svíþjóð og Finnland. Hvers vegna heldurðu að ENGINN, EKKI NEINN sé til í að hjálpa okkur ef við borgum ekki Icesave? Það er vegna þess að þessi lönd vita hvað gerast, Ísland fer í þvílíka steik sem nútíma Íslendingar eiga erfitt með að gera sér í hugarlund, vegna þess að gjörvallur bankageirinn, eða "dýrið" eins og sumir kalla það, hættir að fjárfesta og hættir að lána nokkru sem viðkemur Íslandi.
Það þýðir matar- og lyfjaskort með líkum mjög nálægt 100%. Það væri í fyrsta skipti í sögunni, og mikið óskiljanlegt kraftavekr, ef hér yrði ekki matar- og lyfjaskortur í kjölfar þess að ALLIR hættu að lána og fjárfesta á Íslandi. Og ALLIR hætta að lána og fjárfesta á Íslandi ef við borgum ekki Icesave, einnig með líkum ansi nálægt 100%. Athugaðu að allir eru til í að lána okkur... þegar Icesave er komið í höfn! Það er algert lykilatriði fyrir alla aðra, jafnvel okkur sjálf.
Að neita að borga Icesave er að lýsa yfir stríði við alþjóðabankakerfið.
Ég bý eins og er í Kanada, þannig að ég ætla ekki að svara spurningunni, en er það virkilega það sem þú ert reiðubúinn til að gera?
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 21:36
Steingrímur er kominn í einhvern trans fyrir nokkrum árum var það Kárahnjúkatransinn en þá kenndi hann virkjuninni um allt vont. Núna er hann komin í Icesavetrans þar sem hann telur fólki trú um að við það eitt að samþykkja að ríkið greiði hundruðamilljarða reikning sem engin leið er að þjóðin ráði við að greiða, að þá muni allt verða gott.
Sigurjón Þórðarson, 28.12.2009 kl. 21:46
Sigurjón: Nú sýnist mér við ekki hafa verið að fylgjast með sömu fjölmiðlum. Ég horfi svolítið á RÚV og þar hef ég séð og heyrt hann ítreka all oft að þetta verði mjög erfitt, alveg sama hvað.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 21:54
Helgi Hrafn svo það sé ljóst þá er sökudólgurinn á þessum Icesave óhroða eigendur Einkabankanna en ekki við hinn almenni skattgreiðandi. Jóhann ég er svo sammála þér núna. Það er ekkert að marka lengur eitt eða neitt sem kemur frá Fjármálaráðherra vor, sorglegt finnst mér, en á sama tíma þá er ekki hægt að þetta gangi svona lengur.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.12.2009 kl. 22:38
Helgi, ekki túi ég að þú sért tilbúinn að "gleypa" hræðsluáróðurinn í Steingrími Joð alveg hráan. Það að neita að greiða Ices(L)ave er síður en svo að ýsa yfir stríði við alþjóðabankakerfið, ef þú hefur verið að fylgjast með, sem ég vona að þú gerir og haldir ekki bara fram einhverju sem þú ert "mataður" á, þá hefur þú örugglega heyrt það úr ýmsum áttum að það liggi verulegur vafi á greiðsluskyldu þjóðarinnar í þessu máli og þessari skoðun eykst stöðugt fylgi ÞAÐ ER AÐ SJÁLFSÖGÐU EINHVER ÁSTÆÐA FYRIR ÞVÍ AÐ BRETAR OG HOLLENDINGAR VILJA EKKI AÐ DÓMSTÓLAR SKERI ÚR UM ÞETTA ÁLITAMÁL. Svarið við spurningu þinni þess efnis hvort ég sé reiðubúinn að NEITA að borga Ices(L)ave er JÁ. Svo hvet ég þig til að lesa næstu færslu mína á undan líka, þá fæst mun meira samhengi í málið.
Jóhann Elíasson, 28.12.2009 kl. 22:42
Ég prentaði greinina út. Eg ætla að nota hana sem sýnishorn af lygamætti Steingríms eftir eitt ár. Reyndar verður hann horfinn af þingi þá og er bara að hleypa til. Kemur málið ekkert við. Sama verður með Jóhönnu, horfin.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 23:07
Jóhann, Icesave-reikningurinn er hár en til frádráttar koma eignir Landsbankans og þær eru miklar. Gallinn er sá að enginn veit með vissu hve miklar þær eru, því fasteignaverð í Bretlandi er nú með lægra móti og ógerningur að spá fyrir um gengi þess með nokkurri vissu. Steingrímur styðst augsýnilega við allra bjartsýnustu spár.
Hvað afstöðu annarra þjóða varðar þá tel ég líklegt að við munum neyðast til að kaupa okkur í sátt með því að greiða eitthvað. Við getum hins vegar ekki teflt öryggi ríkisins í tvísýnu með því að ganga að afarkostum. Við verðum að hafa fyrirvara eins og þá sem Alþingi samþykkti á liðnu sumri.
Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 04:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.