Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Er "þetta´ reddast syndrómið" að taka yfirhöndina????

Hann er búinn að segja svo oft að það sé ekkert að, kannski er hann bara farinn að TRÚA því sjálfur?  Svo er þetta "kjaftæði" um helgina búið að kosta hann morgunmatinn í marga daga enda sér maður að það er stórlega dregið af manninum og óvíst hvenær hann getur tekið lagið aftur.  Það er líka erfitt fyrir hann að fara úr þessum "gera ekki neitt gír" í heilmikla aksjón, til hvers?
mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða veisla???

Ég veit ekki til að almenningi hafi verið boðið í neina veislu.  Eru það einhverjar fréttir að menn þurfi að vinna fyrir laununum sínum, nema náttúrulega ráðherrar og Seðlabankastjórar?
mbl.is Veislan búin á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjöreyðingarvopn-hryðjuverkamaður hvað þarf fleira??

Einhver orðaði það mjög snyrtilega, hann sagði að Seðlabankastjóri væri eins og "kúkur" sem ekki sturtaðist niður það væri alveg sama hvað menn gerðu til að losna við hann.  Fleiri og fleiri virðast sjá það hve Davíð Oddsson er mikil meinsemd við efnahag landsins og að sjálfsögðu ætti að vera búið að henda honum út í hafsauga fyrir löngu síðan.


mbl.is Krefjast þess að Davíð víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segir hver???

Það eru fáir sem hafa talað jafnmikið og eins fjálglega um efnahagslífið og Davíð Oddsson, svo hvetur hann aðra til að tala varlega.
mbl.is Davíð: Menn tali varlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru menn loksins að átta sig núna????

Það er búið að vera að tala um það í marga mánuði og jafnvel árum saman að mesta MEINSEMDIN í Íslensku efnahagslífi, sé Davíð Oddsson.  Þurfti virkilega svona "tröllauknar" aðgerðir af hans hálfu, til þess að opna augu manna fyrir því að maðurinn er með öllu óhæfur til þess að gegna þessu starfi og jafnvel að ganga laus meðal manna.
mbl.is Íhuguðu að slíta stjórnarsamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf "bananalýðveldi" á banönum að halda?????

Hefur ekki þessi tryggingaaðili ályktað sem svo, en svo verið "sannfærður" um annað?
mbl.is Bananamarkaði bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

 

Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um Arsenik.

"Og hvað ætlarðu að gera við það?" spyr apótekarinn.

"Ég ætla að eitra fyrir manninum mínum því hann er byrjaður að halda framhjá mér."

"Ég get ekki selt þér Arsenik til þess," segir apótekarinn, "jafnvel þó að hann sé farinn að halda framhjá þér."

Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum við konu apótekarans.

"Ó," segir apótekarinn, "ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir með lyfseðil".


Kannski stjórnvöld átti sig á því að HEIMILIN eru hluti af hagkerfinu.

Það er alltaf verið að tala um að það þurfi að koma atvinnulífinu og bankakerfinu til bjargar en það er aldrei talað um heimilin í landinu.  Er ekki kominn tími til að það sé litið á það að án heimilanna eru engin fyrirtæki, opinber þjónusta eða bankar.  ÞAÐ ÞARF AÐ GERA RÁÐSTAFANIR TIL ÞESS AÐ KOMA HEIMILUNUM Í LANDINU TIL AÐSTOÐAR, ef ekki á að fara MJÖG illa.
mbl.is „Nú þarf að bjarga heimilunum og það strax“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinberlega á hann að vera HÆTTUR í pólitík

Þegar hann var Forsætisráðherra "snupraði" hann Steingrím Hermannsson, þáverandi Seðlabankastjóra, fyrir að vera að tjá sig um "pólitísk" málefni.  Hefur eitthvað breyst?
mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er allt sem sýnist!!!

Þetta sýnir það að aðgerðin sem slík var nauðsynleg, hvort hún var óþarflega harkaleg er svo önnur saga við höfum aðeins heyrt um það frá öðrum aðila þessa máls þ.e þolandanum en ekkert höfum við heyrt um hvað lögreglan hefur um þessi mál að segja.  Mér hefur alltaf fundist hæpið að vita bara aðra hliðina á málinu og eiga svo að draga ályktun af því.
mbl.is Drógu umsóknir til baka eftir húsleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband