Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Föstudagsgrín

 

Tvær vinkonur, Sossa og Systa, voru saman í golfi þegar önnur varð fyrir því óhappi að hitta kúluna illa í upphafshöggi og horfði með skelfingu á eftir kúlunni sem stefndi á hóp karlmanna.
Kúlan lenti inni í miðjum hópnum og einn maðurinn hné til jarðar haldandi
báðum höndum á milli fótanna, greinilega sárþjáður.
Vinkonurnar hlupu til mannanna og þegar þær komu að hópnum hélt maðurinn enn höndunum á milli fótanna.
Sú sem hafði slegið kúlunni baðst afsökunar og bauð fram aðstoð.
Maðurinn vildi ekki að svo stöddu þiggja aðstoð og sagðist jafna sig eftir
smá stund. 
Konan þráaðist við, sagðist vera sjúkraþjálfari og vildi fá að þreifa aðeins
á manninum.
Maðurinn lét tilleiðast og fékk hún hann til að leggjast á bakið, tók hendur
hans frá, renndi buxnaklaufinni niður og byrjaði að nudda hann rólega.
Eftir smástund spurði hún manninn hvernig honum þætti þetta.
Maðurinn svarar "Þetta er mjög gott, en ég er ennþá að drepast í
þumalputtanum!"


Til hamingju!!!

Alltaf gott að lesa góðar fréttir.  En að góða virðist ekki vera gott fréttaefni, væri ekki ráð að breyta því?
mbl.is Bolungarvíkurgöng orðin 1.480 metra löng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þetta er rétt þá jafngildir þetta því að fara úr ÖSKUNNI í ELDINN.....

Dýralæknirinn er búinn að vera arfaslakur fjármálaráðherra en ef Ingibjörg Sólrún tekur við þá batnar ástandið ekki.  Ég sem hélt að ástandið gæti ekki versnað.  En eitt hefur ISG framyfir dýralækninn, hún kemur mikið betur út úr sjónvarpsviðtölum er miklu betri að "kjafta" sig frá óþægilegum spurningum. En samkvæmt þessari  frétt , á Vísi.is, er eitthvað þessu líkt á döfinni.


Hneyksli!!!!!!!!!!!!!!!

Hvað er eiginlega orðið um samhjálpina og náungakærleikann?  Það gerir það enginn að sækja um "neyðarlán" nema full ástæða sé til.  Hvaða forsendur hafði stjórn LÍN til að meta hvort neyð var hjá fólki eða ekki, var farið eftir einhverjum "stöðlum"?  Vonandi á stjórn LÍN gleðileg jól.
mbl.is Sjö námsmenn í neyð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gera Bretar núna????

Ætli dugi nokkuð að setja "hryðjuverkalög" á kvikindið, er það ekki eina og helsta "úrræðið" sem Bretar hafa ef einhver ógn steðja að?


mbl.is Draugasnigill ógnar Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin byrja ekki, hjá mér, nema ég fái skötu á Þorláksmessu!!!!!!

Þetta er bara ómissandi þáttur af jólahaldinu eins og hangikjötið á jóladag og ef menn og konur kunna ekki að meta þessa hefð, einhverra hluta vegna, þá er það bara þeirra mál og þeir eiga bara að halda þeim skoðunum fyrir sig þurfa ekkert að vera að breiða þær út eins og virðist vera formanni húseigendafélagsins mikið hagsmunamál.
mbl.is Skötuveisla á Kanarí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn og konur kunna ekki að skammast sín!!!!!!

Þessi "kattarþvottur" á eftirlaunafrumvarpinu er svo skammarlegur að ég finn ekki orð yfir þennan ófögnuð, hingað til hef ég ekki verið þekktur fyrir að vera í vandræðum með að koma orðum að hlutunum en nú kom að því.  Minnugur orða Ingibjargar Sólrúnar um "eftirlaunafrumvarpið" í kosningabaráttunni hélt ég að hún ætlaði að beita sér fyrir afnámi þess en svo virðist hún hafa snúist um 180 gráður hvort sem er í stjór eða bak fer algjörlega eftir vindátt.
mbl.is Eftirlaunafrumvarpið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað á að flytja LHG til Keflavíkur!!!!!!

Á þetta er búið að benda síðan Bandaríkjaher fór af landi brott með allt sitt hafurtask, allur búnaður fyrir flugdeildina er til staðar, meira segja eru flugskýli tilbúin, en flugskýlið sem gæslan er með á Reykjavíkurvelli er svosem engin "glæsihöll" en hefur samt þjónað vel nokkuð lengi.  Að vísu þyrfti mjög sennilega að gera þó nokkrar hafnarbætur, áður en skip LHG flyttust suður eftir en á móti kæmi að þó nokkur tími myndi sparast í siglingum, ef skipin þyrftu ekki að sigla alla leið inn til Reykjavíkur.  Nær væri að nota minni báta til að sinna gæslustörfum á Faxaflóa og þar af leiðandi væri vart þörf á því að stórt varðskip, fullmannað, væri að "lóna" fyrir utan Keflavík sólahringum saman.  Það er alveg á hreinu að miklir fjármunir myndu sparast, án þess að þjónusta skertist (myndi jafnvel verða betri) við það að LHG flyttist til Keflavíkur.

Hækkar hryðjuverkaliðið í Seðlabankanum þá ekki STÝRIVEXTINA????

Það virðist vera eina (ó)ráðið, sem þeir hafa, í baráttunni við verðbólguna.
mbl.is Verðbólgan mælist 18,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löglegur þjófnaður

Árið 1993 greindist stjúpfaðir minn með krabbamein við heila, upp úr því fór hann í viðamikla skurðaðgerð og síðar í lyfjameðferð það var metið sem svo að ekki hafi tekist að skera það mikið af meininu burt að geislameðferð myndi hafa nein afgerandi áhrif, megnið af þeim tíma sem hann átti ólifaðan dvaldi hann á Landspítala Íslands (það var ekki búið að hnýta orðinu háskólasjúkrahús við nafnið þá). Hann lést síðan 7 október það ár. Eftir jarðarförina var farið í að ganga frá málum hans, eins og fólk veit þá eru margvísleg má sem verður að ganga frá viðandlát einstaklings, þar á meðal varð að gera lífeyrissjóð hans kláran og gera upp hans mál þar.  Hann hafði verið sjómaður allt sitt líf, oftast hafði hann verið með nokkuð miklar tekjur og því greitt all verulegar upphæðir til Lífeyrissjóðs Sjómanna og eins og lög gera ráð fyrir var mótframlag atvinnurekanda eftir tímabilum jafnhá hans eða helmingi hærri.  Móðir mín fór með allar upplýsingar, sem þurfti í "sjóðinn", en þar var henni  tjáð; að það væri í lögum sjóðsins að ef sjóðsfélagi létist, þá fengi eftirlifandi maki 60% af rétti hins látna "sjóðsfélaga".  Eðlilega var móðir mín ekki alveg sátt við þessi málalok, en vegna veikinda sinna fékk stjúpfaðir minn einungis greiddan fullan lífeyri í tæpa þrjá mánuði en eftir andlát hans var móður minni einungis greidd 60% af þeim lífeyri sem hann hafði áunnið sér.  Þennan lífeyri fékk hún greiddan til dánardægurs, í byrjun febrúar 2001.  En þarna var "skrípaleikurinn" rétt að byrja.  Eftir andlát móður minnar var farið í "lífeyrissjóðinn" til þess að fá "uppgjör" vegna erfðamála en þá fengust þau svör að það væri í lögum "sjóðsins"; að við lát eftirlifandi maka "sjóðsfélaga" féllu öll hans réttindi niður.  Eða með öðrum orðum, Lífeyrissjóður sjómanna var einn af erfingjum stjúpföður míns

Í framhaldi af þessu vildi ég gjarnan spyrja; standast þessi sérlög lífeyrissjóðanna eignaréttaákvæði stjórnarskrárinnar?  Ég þekki mörg dæmi þess að menn hafi verið ókvæntir og barnlausir, er þeir hafa fallið frá, hvað hefur orðið um lífeyrissjóðsgreiðslur þessara manna?  Kannski það væri ekki úr vegi að skoða starfsemi lífeyrissjóðanna, kannski er lífeyrissjóðakerfið á Íslandi ekki eins gott og er látið í veðri vaka?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband