Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Hvað með það?????

Hvað sem veikindum líður verður VENJULEGT fólk að standa við skuldbindingar sínar.  Eiga einhverjir að vera undanþegnir þeirri skyldu og ef svo er hvaða skilyrði þarf að uppfylla?
mbl.is Stríddi við krabbamein frá sumri að aðalfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hverjir eiga þá að borga?????

Allir sem tóku lán til skuldabréfakaupa , eiga þeir að fá niðurfellingu en þeir sem tóku húsnæðislán halda áfram að greiða sín lán og eiga þeir svo líka að borga hlutabréfalánin fyrir "lyklabörnin"?  Það virðist vera léttur leikur að fella niður lán en svo er "ekki nokkur leið að eiga neitt við verðtrygginguna".
mbl.is Lykilstjórnendur bankans lifa í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það hlutverk nýju bankanna að halda SAMKEPPNI niðri?????

Nýlega varð kunningi minn fyrir því að honum var sagt upp vinnunni sinni, eins og allir vita þá er þetta mikið áfall fyrir menn en í stað þess að leggjast í einhverja sjálfsvorkunn og þunglyndi ákvað þessi maður að hann ætlaði að berjast við að standa við sínar skuldbindingar og sjá til þess að fjölskyldan hefði nóg að bíta og brenna í framtíðinni.  Hann gerðist djarfur og ákvað að stofna fyrirtæki.  Hann vann þá forvinnu, sem hann taldi að þyrfti að gera, get ég staðfest að það sem ég sá var vel unnið.  Næsta skref hjá honum var að finna sér samstarfsbanka og varð Glitnir í Reykjanesbæ fyrir valinu, hann var búinn að reikna það út að fjármagnsþörfin hjá honum væri u.þ.b 5 milljónir, já það er rétt 5. milljónir því öfugt við „útrásarvíkingana" ætlaði hann að setja eigið fé í reksturinn, nú að sjálfsögðu vildi bankinn sjá rekstraráætlun, sem var að sjálfsögðu gerð og henni var skilað í bankann. Þessi rekstraráætlun, var að mínu mati, mjög raunhæf og sýndi hún að umtalsverður rekstrarafgangur yrði af fyrirtækinu og þessi maður bauð ágætis tryggingar.  En skjótt skipast veður í lofti, þessi kunningi minn fékk neitun frá bankanum, á þeim forsendum að fyrirtæki í samskonar rekstri væri þeirra viðskiptavinur og þeir vildu ekki samkeppni.  Er það hlutverk bankanna að koma í veg fyrir samkeppni og hvert er þá hlutverk Samkeppnisstofnunar?  Æi já hún á að sjá til þess að samkeppni sé virk.  Skjóta þá ekki svona vinnubrögð svolítið skökku við?

 

Þessi maður tók það loforð af mér að gæfi hvorki upp hans nafn né þess fyrirtækis, sem átti að verða hans samkeppnisaðili.


Grænir fingur

Eru ekki allir að tala um að renna stoðum undir sprotafyrirtækin?
mbl.is Lagt hald á yfir 150 kannabisplöntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti talsmaður, sem minni hluthafar gátu fengið.....

Ekki veit ég um neinn mann, sem hefur barist jafn vel fyrir málefnum þess félags, sem hann er í forsvari fyrir eins og Vilhjálmur Bjarnason hefur gert og það í langan tíma.  Það sem meira er, hann hefur "flett" ofan af mörgum ósómanum, sem hefur átt að framkvæma, í krafti stærðar og meirihlutavalds.
mbl.is Hlutabréf seld á geðþóttaverði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Kennari er að kenna líffræði og hvernig blóðið ferðast um líkamann.  Hann reynir að útskýra efnið og segir að ef hann myndi standa á haus myndi blóðið renna í hausinn á honum og hann yrði rauður  í framan.  Svo spyr hann bekkkinn,  „En af hverju verða þá ekki lappirnar á mér rauðar þegar ég stend á löppunum"?  „Nú af því að lappirnar á þér eru ekki tómar fyrir eins og hausinn"  svarar einn nemandinn.

Það veitir nú ekki af að fara að fægja Davíðsstjörnuna - það fellur svo hratt á hana...

Það kemur út hver skýrslan á fætur annarri sem, sýnir fram á að ríkisstjórnin og Davíð Oddsson, vissu hvað var framundan en samt sem áður var ekkert gert.  Og við sitjum uppi með þetta getulausa lið og eigum við bara að vera sátt við það?
mbl.is Seðlabankinn varaður við í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fylgir eldsneytisverð EKKI heimsmarkaðsverði!!!

....það er með öllu óþolandi þegar fólk er svo barnalegt að halda að bensínið geti lækkað hér á landi, það væri andstætt öllu sem áður hefur þekkst.
mbl.is Olíuverð ekki lægra í 4½ ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn gera sér grein fyrir því að háir stýrivextir eru EKKI til þess að slá á verðbólgu eða örva efnaghslífið...

.....en hryðjuverkamennirnir og afdankaðir pólitíkusar í Seðlabankanum hér á landi, sem lítur út fyrir að séu staddir á einhverri annarri plánetu, virðast halda að endalaus hækkun stýrivaxta sé einhver lausn á verðbólguvanda okkar Íslendinga og örvi hér hagvöxt.  Hvenær ætla þessir hryðjuverkamenn að vakna og í það minnsta ættu þeir ekki að beita fyrir sig hagfræðikenningum, sem var sýnt fram á að virkuðu ekki eftir að Keynes kom með sínar (klassíska hagfræðin).
mbl.is Norskir stýrivextir lækkaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núverandi forsætisráðherra lét líka hafa þetta eftir sér!!!!!!

Það átti að vera svo mikil verðmætasköpun í bönkunum.  Margt vitlaust hefur hann sagt í gegnum tíðina en ég held að þetta hafi nú verið toppurinn.
mbl.is Framtíðin er fiskur!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband