Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
2.12.2008 | 12:41
Hverju á þetta yfirklór að bjarga????
Í þessum tillögum var ekkert að sjá sem gerir annað en að lengja í hengingarólinni hjá fyrirtækjunum í landinu og enn einu sinni vil ég minna á það að ekki hefur farið mikið fyrir því að það eigi að koma heimilunum í landinu til bjargar,það er verið að tala um BJÖRGUN ekki slátrun eins og tillögurnar sem voru kynntar um daginn bera með sér en í þeim fólst ekkert nema að lengja í hengingarólinni eins og þessari ríkisstjórn, sem er svo gjörsamlega dottin úr sambandi við raunveruleikann, er svo tamt að gera þessa dagana. Ef svona lagað er það eina sem ríkisstjórnin hefur fram að færa þessa dagana þá er eins gott að hún fari frá hið fyrsta.
Bjarga á fyrirtækjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2008 | 10:12
S O S !!!!!!!!
Ekki tók langan tíma að "klúðra" sjálfstæðinu. Hvað eru menn að væla yfir ESB?
Neyðarkall frá Kristjáni IX | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2008 | 16:43
Er einhver hissa á þessu - hvölum fjölgar stjórnlaust..........
Auðvitað hefur hún afleiðingar þessi algjöra friðun á hvölum. Í sambandi við rannsóknarverkefni, sem ég ásamt fleirum vann, þá rak á fjörur okkar Kanadísk doktorsritgerð (The affects of whale watching on humback whales in New Foundland , Corbell,2006) en í þessari skýrslu koma fram nýjar og nýstárlegar kenningar um áhrif hvalaskoðana á hvali og lífshætti þeirra. Í skýrslunni er talað um að hvalaskoðanabátarnir séu flestir komnir til ára sinna og með gamlar og háværar dísilvélar, sem hafi þau áhrif á hvalina að þeir missi heyrn og "staðsetningakerfi" þeirra ruglist, þarna sé komin skýringin á því að þeir séu komnir á dýpra vatn og séu bara einfaldlega að forðast hvalaskoðunarbátana. En hvölunum verður ekki kápan úr því klæðinu því hvalaskoðunarbátarnir elta þá bara. Sé þetta rétt, sem ég hef ekki ástæðu til að draga í efa en það skal tekið fram að þetta þyrfti að rannsaka betur, þá er þarna stór hluti skýringarinnar á fjölgun árekstra milli hvala og skipa og því að "hvalrekum" hefur fjölgað eins gríðarlega og raunin er, en ég er á því að stærsti orsakavaldurinn sé hin gríðarlega fjölgun hvala, sem hefur verið siðan hvalveiðibannið tók gildi 1986
Mörg dæmi um árekstra hvala og skipa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |