Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
9.12.2008 | 20:46
Alltaf þegar svona tilkynningar koma eru þær undanfari erfiðleika.....
Megum við eiga von á því næstu daga að Bakkavör fari í greiðslustöðvun eða eitthvað annað?
Bakkavör segir grunnrekstur sterkan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2008 | 08:13
Það átti að loka þá inni og henda lyklunum......
Að kalla svona skrílslæti og hryðjuverk "mótmæli" er ansi frjálsleg notkun á þessu hugtaki. Það er nú ágætis dæmi, að þeir einstaklingar sem "töluðu" við fréttamenn sjónvarps, huldu andlit sín eins og "hryðjuverkamanna" er siður, því þeir voru ekki svo skyni skroppnir, að þeir vissu að það sem þeir voru að gera var ólöglegt og naut ekki stuðnings almennings. Ég neita að trúa því að, svo illa sé komið fyrir okkur Íslendingum, að við styðjum svona villimennsku og ég vona að ekki verði um fleiri svona uppákomur að ræða.
Allir mótmælendurnir lausir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2008 | 17:46
Hver verða rök hvalverndarsinna núna???????
Þeirra helstu rök hafa alltaf verið að ekki séu markaðir fyrir hvalkjöt, nú eru markaðir að opnast, hverju bera þeir þá við næst?
Norðmenn efast um að þeir sendi meira hrefnukjöt til Japans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2008 | 14:29
Auðvitað vilja þeir kosningar......
....en með þeim málflutningi eru þeir bara að sýna okkur að þeir hafa ekki hagsmunni þjóðarinnar númer eitt,tvö og þrjú, heldur sína eigin því flokkurinn mælist með "gríðarlegt fylgi" og það er horft til þess að flokkurinn geti jafnvel komist í ríkisstjórn og þar með yrði lokið langri setu Steingríms J í stjórnarandstöðu. En er öruggt að þessi fylgisaukning í skoðanakönnunum myndi skila sér í kosningum? Það er þekkt, þegar fólk er óánægt með störf ríkisstjórnarflokkanna, þá aukist fylgi eins stjórnarandstöðuflokks í skoðanakönnunum, ég held að það séum við að horfa upp á núna og það hefur gerst áður og alltaf verður fylgi VG minna í kosningum en í skoðanakönnunum. Það sem við þurfum síst á að halda nú, í því ástandi sem nú ríkir, eru kosningar. Ég get nú ekki betur séð en að ríkisstjórnin eigi fullt í fangi með að tækla ástandið eins og það er þó ekki bætist við að standa í kosningabaráttu, sem yrði til þess að EKKERT yrði gert í efnahagsmálunum næstu mánuði og ástandið myndi stórversna. Svo get ég ekki séð að VG sé með neina raunhæfa lausn á þeim vanda sem þjóðin á í, hvorki á efnahagssviðinu eða öðru.
Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2008 | 16:39
VELJUM ÍSLENSKT!!!!!!!!!!!!!
Þetta er stórkostlegt. Styðjum við Íslenska framleiðslu, þarna kemur fram frumkvöðull , við skulum ekki sitja aðgerðarlaus hjá við þurfum á Íslenskri framleiðslu að halda núna og gerum eitthvað í því SJÁLF að styrkja Íslenskan iðnað.
Alíslenskt heilhveiti frá Þorvaldseyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2008 | 14:49
LOKSINS!!!!!
En ansi var nú lækkunin lítil, en verðum við ekki að vera bjartsýn, einhvers staðar er sagt að öll ferðalög hefjist á einu skrefi.
Atlantsolía lækkar eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2008 | 10:46
Þeir eru víða fálkarnir!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Einn ekta fálki er á Húsavík og 12 "fálkar" eru í ríkisstjórn Íslands og svo eru NOKKRIR í Seðlabankanum. Jú þeir eru nokkuð margir............
Fálkinn enn að á Húsavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2008 | 06:53
Föstudagsgrín
Frú Guðríður labbaði inn í bakarí. Þegar eigandinn lét ekki sjá sig, labbaði hún bakvið og kom að honum þar sem hann var að skreyta smákökur, og notaði til þess fölsku tennurnar úr sér. Frúin horfði sjokkeruð á hann og stundi síðan upp: -"Ég hélt að þú notaðir sérstakt áhald til þessara hluta." -"Nei", svaraði bakarinn. "Ég nota hann" þegar ég bý til kleinuhringina!"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2008 | 15:39
Er viðskiptaráðherra ekki í "réttum" flokk?????
Menn hljóta að velta þessu fyrir sér í ljósi þessarar fréttar.
Hitti Davíð ekki í tæpt ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2008 | 06:24
Getum valið um tvo slæma kosti!!!!!!
Hann segist hafa varað við því að svona myndi fara en enginn hafi hlustað. Hvenær varaði Davíð Oddsson við þessu, það hefur verið venjan í gegnum árin, að ef Davíð Oddsson opnar munninn, þó ekki sé nema til að ropa, á "gapa" allir uppí hann og þá ekki síst fjölmiðlar og það er hlustað með andakt og ummæli hins mikla manns eru greind niður í frumeindir. Hafi hann varað við þessu ástandi hefur það farið MJÖG leynt og ekki borist til eyrna nema örfárra aðila. Skyldu þessar aðvaranir vera einhvers staðar til skriflegar? Svo hótar maðurinn því að koma aftur í pólitík verði hann þvingaður til afsagnar, hann er eins og "kúkur" sem sturtast ekki niður. Þjóðin situr uppi með hann hvernig sem fer.
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |