Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Föstudagsgrín

Tveir “gamlir” menn sátu á spjalli, á elliheimili hér í bæ.Þegar annar þeirra sagði:”Jæja Mummi, nú á að jarðsetja hann Sigga á herbergi 12 í dag, ætlar þú  ekki að fylgja honum?”Ekki stóð á svarinu hjá Mumma en hans svar var stutt og laggott:“Nheei”.Hinn varð nú svolítið hissa og sagði:“Nú af hverju ekki?Og svarið var:“Nú, ekki kemur hann á mína jarðarför!”

Þó það nú væri!!!

Ef "nýja" ferjan hefði ekkert haft framyfir þá "gömlu", þá er ég nú ansi hræddur um að það hefð orðið meira spurningaflóðið.  Til hvers hefðu öll þessi ósköp verið, var bara verið að setja í þennan gamla "riðkláf" um 600 milljónir upp á grínið?
mbl.is Grímseyjarferjan flýtir för
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talandi um mótsagnakenndan málflutning!

Hann Árni Finnsson ætti ekki að vera að tala mikið um mótsagnakenndan málflutning, ekki þarf að fara lengi yfir hans málflutning til að rekast á mótsagnir.  Þegar hann er ekki lengur að tuða um "útblástur gróðurhúsalofttegunda" (því að mjög fáir nenna orðið að hlusta á það væl hans) þá fer hann að tala um "sjónmengun".  Halló!
mbl.is Mótsagnakenndur málflutningur um olíuhreinsistöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn vita að ekki er hægt að bjóða náttúruöflunum byrgin.

...og því ætti þessi niðurstaða ekki að koma mönnum á óvart.  Ef það væri hægt að gera þarna almennilega höfn, væri það löngu búið.  Það er sama hvað "misvitrir" bæjarstjórar væla.
mbl.is Meirihluti andvígur Bakkafjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nóg að hafa góðan ökumann!!

Bíllinn þarf einnig að virka en það atriði virðist hafa klikkað í herbúðum Renault.  Ekki getur nokkur maður borið á móti því að Alonso er frábær ökumaður, kannski er hann líka búinn að læra eitthvað sem heitir mannasiðir og bæta sig í mannlegum samskiptum (ekki veitti nú af).
mbl.is Alonso segir Renault standa langt að baki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Þessi á að hafa gerst í Borgarfirði, rétt hjá Hvanneyri:

Lögfræðingur nokkur, vel þekktur og ekki par vinsæll meðal þeirra sem áttu í vandræðum með að greiða skuldbindingar sínar á réttum tíma, fór til rjúpnaveiða.  Ekki hafði honum gengið vel við veiðarnar þennan daginn en í þann mund að degi tók að halla tókst honum að ná einni rjúpu en í þann mun sem hann ætlaði að taka rjúpuna upp, kom bóndinn (eigandi jarðarinnar en hann var einn þeirra sem höfðu átt viðskipti við lögfræðinginn) þar að og hann sagði:  “Nei heyrðu mig nú góði minn, þú ert að veiða hér á mínu landi og hefur ekki til þess nein leyfi, það er nú alveg það minnsta að ég geri rjúpuna upptæka og þú ert bara heppinn að sleppa með það”.Þetta þótti nú lögfræðingnum nú heldur betur súrt í broti og mótmælti þessum gjörningi bóndans hástöfum, en bóndinn sat fastur á sínu en sagði svo:  “Ok ég veit að landið er erfitt yfirferðar og þú hefur bara veitt þessa einu rjúpu svo ég ætla að gefa þér séns á að vinna rjúpuna aftur með “þriggja sparka reglunni””.  “Þriggja sparka reglunni”? sagði lögfræðingurinn “ ég hef aldrei heyrt minnst á hana, hvernig er hún”?  “Þessi regla er mikið notuð hér í sveitinni til þess að útkljá deilumál og er þannig að annar aðilinn sparkar þrisvar í andstæðinginn og svo tekur hinn við og sá sem gefst fyrst upp tapar málinu”.  Þetta fannst lögfræðingnum nokkuð furðulegt en þar sem hann var nú þreyttur og svekktur ákvað hann nú að láta slag standa  og taka þátt í þessu.  Þeir urðu ásáttir með það að bóndinn myndi hefja leikinn.  Fyrst sparkaði bóndinn í sköflunginn á lögfræðingnum, síðan í magann á honum og síðast sparkaði bóndinn milli fóta lögfræðingsins svo hann lagðist á jörðina og engdist þar sundur og saman af kvölum.Eftir nokkra stund stóð lögfræðingurinn á fætur og sagði:  “Jæja nú er komið að mér að sparka í þig”.Æi nei” sagði þá bóndinn “Þú mátt bara eiga rjúpuna”!

Ja, sjaldan er ein báran stök í 12 vindstigum.

Og enn tekur hörmungarsagan, um þessa skipsómynd á sig nýjar myndir, ekki nóg með að búið er að byggja þetta upp frá grunni og bæta við ýmsu sem vantaði uppá heldur varð líka að brjóta upp salernisaðstöðuna til að gera hana "skítsæmilega" og það er verið að bæta öllu mögulegu við núna á síðustu metrunum.  Er skipið bara "hannað" og "smíðað" jafnóðum?  Finnst mönnum bara alveg sjálfsagt að bruðla svona með fjármuni almennings og er enginn ábyrgur fyrir þessari vitleysu?
mbl.is Kostnaður vegna útboða Sæfara hækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótvægisaðgerðir hvað?

Ef aðferðirnar, hjá HAFRÓ, við að finna loðnu og mæla svo stofnstærð hennar eru eitthvað í líkingu við "togararallið" er ég ekki hissa þótt árangurinn sé "dapur" og ekki á ég von á neinni breytingu þar, sem betur fer segi ég bara, þá hefur þorskurinn eitthvað æti.  En það er bara það slæma við þetta að HVALURINN gæti komist í loðnuna á undan þorskinum, menn hljóta að sjá það að við VERÐUM að hefja hvalveiðar, það sér það hver heilvita maður það eru bara nokkrir "Náttúruverndar-Ayatollar" sem ekki vilja hvalveiðar og eins og vanalega er "hlustað" mest á hrópin í þeim.  Þessar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar er ekkert annað en blekkingaleikur, þetta eru allt saman aðgerðir sem átti hvort eð er að fara í, kannski á að bæta við einhverjum "skúrum" til þess að mála, því alltaf fjölgar þeim sem missa vinnuna.  Það eru ekki miklar aðgerðir fólgnar í því að þykjast ætla að fylgjast með ástandinu á miðunum.
mbl.is Gerbreyttar aðstæður víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei kæmi til greina að menn þyrftu að segja af sér vegna "pólitískra" ráðninga hér á Íslandi!!!!!

..en þetta verður fólk að láta sig hafa úti í hinum stóra heimi nú síðast höfum við dæmi frá Noregi en svona smámuni þurfa stjórnmálamenn á Íslandi ekki að vera að spá í, hér eru menn kosnir til fjögurra ára og gera bara það sem þeim sýnist, þurfa ekki að vera að spá í einhverja kjósendur nema hálfum mánuði fyrir kosningar á fjögurra ára fresti og þá er bara að vona að þessir kjósendur verði búnir að gleyma "pólitískum" ráðningum, mannréttindabrotum og öðru sem þeim kom ekkert við, sem var gert undanfarin fjögur ár.

Föstudagsgrín

Ungur strákur, sem hafði það orð á sér að hann væri mikill viðskiptamaður og eldklár á öllum sviðum viðskipta, var ráðinn sem sumarafleysingamaður í afgreiðslu í Kaupfélag úti á landi.  Þetta var alvöru Kaupfélag þar sem allt var til og þá meina ég ALLT.

Kaupfélagsstjóranum leist vel á unga manninn þrátt fyrir ungan aldur og reynsluleysi, en hann hafði sína efasemdir og fór þar af leiðandi í verslunina til stráksins, um kvöldið eftir fyrsta daginn,  til að vita hvernig hefði gengið fyrsta daginn.

Hann spurði strákinn hve marga viðskiptavini hann hefði fengið fyrsta daginn.“Bara einn” sagði stráksi.Þetta fannst nú Kaupfélagsstjóranum ekki merkilegt og var nú ekki laust við að hann fengi “bakþanka” en hann spurði strákinn hvað hann hefði nú selt, þessum eina viðskiptavini mikið.“Fimm milljónir eitthundrað nítíu og þrjú þúsund níu hundruð þrjátíu og sjö” svaraði strákurinn.“Hvað seldirðu honum eiginlega”?  Spurði Kaupfélagsstjórinn alveg hissa.“Jú sjáðu til” sagði strákurinn, “fyrst seldi ég honum lítinn öngul, síðan seldi ég honum miðlungsstóran  öngul, þá stóran öngul, svo veiðistöng þá spurði ég hann hvar hann ætlaði að veiða.  Hann sagðist ætla að veiða í vatni uppi á heiði og þá sagði ég honum að hann þyrfti bát og seldi honum plastbát með 40. Ha utanborðsmótor.  Þá sagði maðurinn að hann gæti nú aldrei flutt bátinn á “Bjöllunni” sinni svo ég fór með hann í véladeildina og seldi honum nýjan Land-Róver”.  Nú var andlitið hálfdottið af Kaupfélagsstjóranum og hann sagði: “Maðurinn kemur hér inn til að kaupa einn lítinn öngul og veiðistöng og þú selur honum bæði bát og bíl”!“Nei, nei”, sagði strákurinn.“Hann kom hingað til þess að kaupa dömubindi fyrir konuna sína og ég spurði hann að því að fyrst helgin væri hvort eð er ónýt, hvort ekki væri tilvalið fyrir hann að skella sér bara í veiði”!

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband