Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
14.2.2008 | 09:40
Hversu lengi á að láta þessa hryðjuverkamenn í Seðlabankanum "rústa" efnahag landsins?
..og á ekkert að aðhafast? Þingið er alveg máttlaust, ríkisstjórnin er alveg steinsofandi, Fjármálaráðherra gæti nú farið í einhverjar "hrossalækningar" á efnahagslífinu. Það eina sem almenningur í þessu landi sér gerast, er að hér er að verða til "tvöfalt hagkerfi" annað fyrir fyrirtækin þar sem gert er upp í evrum og sum þeirra greiða út hluta launanna í evrum og hins vegar er "fátækragjaldmiðillinn" (Íslenska krónan) fyrir almenning, svo er náttúrulega "neðanjarðarhagkerfið" (svartimarkaðurinn) sem sífellt verður umsvifameiri en um þetta "hagkerfi" er helst ekki talað og ekki eru til margar kennslubækur um það. Þegar tveir gjaldmiðlar eru notaðir í landinu SEGIR ÞAÐ OKKUR EKKERT?
Óbreyttir stýrivextir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2008 | 07:35
Hörmungarsagan heldur áfram.
Líður ekki að því að þessi "Gullkálfur" þurfi að fara í slipp í viðhald?
Sæfari á sjó á mánudaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2008 | 22:56
Það var lagið!!!!!
Enginn EVRU-KÓR þar á ferð. Er ekki um að gera að lyfta sér aðeins upp þegar búið er að koma efnahaf landsins í kaldakol, svo er líka hægt að staldra við og hugsa um hvort ekki sé hægt að gera enn betur með meiri mannréttindabrotum og fleiru.
Forsætisráðherra ætlar að taka lagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2008 | 09:58
Síðan hvenær lyggur hringvegurinn í KRINGUM landið?
...Ef einhver ætlar hringinn verður hann þá ekki að sigla? Þurfa menn ekki lengur að vera sæmilegir í Íslensku til að vera blaðamenn?
Styttist í að hringvegurinn verði að fullu malbikaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2008 | 15:25
Gefum blóð, allir sem geta!
Venjulegur maður getur gefið blóð á 3 mánaða fresti, Það er ekki mikil fórn að koma við í Blóðbankanum og láta "tappa" af sér einni "einingu, fyrir utan það að í Blóðbankanum er stórkostlegt starfsfólk, kaffistofan er sú besta á landinu og svo er það bara "þrælgott" að þynna blóðið aðeins og svo ekki sé talað um að einhver einstaklingur nýtur góðs af því að maður kom við í Blóðbankanum, þegar maður var að reka einhver erindi á Laugaveginum en Blóðbankinn er á Snorrabraut 60 (í sama húsi og skátabúðin var)
8.2.2008 | 09:55
Föstudagsgrín
Þessi saga gerðist á fraktara og mér er sagt að hún sé alveg sönn. Þannig var að þarna var handstýrt og var fyrirkomulagið þannig að vakthafandi hásetar stýrðu á 4 klst vöktum og að sjálfsögðu hafði vakthafandi stýrimaður umsjón með siglingu skipsins.Nýliði kom upp í brú til að handstýra. Þegar vaktin hjá nýliðanum var að verða hálfnuð fannst vakthafandi stýrimanni þó nokkuð athugavert við siglingu skipsins svo hann spurði þann á stýrinu: Heyrðu, hvaða stefnu stýrir þú eiginlega? Ha, stefnu hvað? Sagði strákurinn, það veit ég ekki, þegar ég tók við var sólin beint framundan.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.2.2008 | 13:02
Hnífasettin eru líka hjá Sjálfstæðisflokknum!!!!
Það er greinilegt að dýralæknirinn er ekki búinn að gleyma því að Þorgerður Katrín hrakti hann úr "Kraganum" yfir í annað kjördæmi og svo er það nú nokkuð augljóst að ekki er nú algjör eining í Sjálfstæðisflokknum, varðandi hin ýmsu mál. Ekki tekst honum Geir Haarde að halda ágreiningnum undir yfirborðinu. Er hann að missa tökin á þessu liði sínu?
Menntamálaráðherra fer ekki með samninga við opinbera starfsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2008 | 15:40
Menn sem búa í glerhúsi ættu ekki að kasta steinum!!!!!!!
Forsætisráðherra reyndi að vera fyndinn í umræðunni um gjaldeyrismálin hér á landi, en málið var bara það að þetta misheppnaðist hrappalega hjá honum, hann var í hæsta máta hlægilegur. Hann gat í rauninni ekki svarað fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar (eða vildi það ekki), en ég sé ekki betur en að það sé mikil óeining innan Sjálfstæðislokksins varðandi gjaldeyrismál Íslendinga og maðurinn að halda því fram að það taki mörg ár að skipta um gjaldmiðil, fær mann bara til þess að efast um að maðurinn valdi þeirri stöðu sem hann gegnir.
Raungengið ekki lægra í heilt ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2008 | 16:00
Samstíga ríkisstjórn??????
Samfylkingin hefur gefið það sterklega í skyn að það eigi að gefa Íslensku krónuna upp á bátinn ekki hefur nú annað komið í ljós en að Samfylkingarmenn séu almennt sammála þessari stefnu forystunnar en í Sjálfstæðisflokknum virðist hver höndin vera uppi á móti annarri t.d vill Forsætisráðherra engar breytingar, varaformaðurinn vill leyfa fyrirtækjum að gera upp í þeirri mynt sem þau vilja (ath. að þegar eru 212 fyrirtæki sem gera upp í erlendum gjaldmiðlum), Fjármálaráðherra veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga, enda ekki von að dýralæknirinn hafi nokkra skoðun á þessu máli (alla vega ekki sjálfstæða). Um leið og er búið að veita fyrirtækjum leyfi til að gera upp í erlendri mynt er búið að viðurkenna það að krónan standist ekki alþjóðlega staðla og sé bara viðskiptahindrun.
Stendur ekki til að skipta um gjaldmiðil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2008 | 20:02
Gefur góð fyrirheit um komandi formúluvertíð
Það eru sífellt fleiri formúlulið að "stimpla sig inn" fyrir næstu vertíð og hlýtur það að vera formúluaðdáendum til mikillar ánægju að sem flest lið eigi möguleika og það verði "virkilegur slagur" á kappakstursbrautinni um þá titla sem verða í boði. Annars fannst mér það athyglisvert að Kovalainen var með metri tíma en Hamilton þrátt fyrir að Hamilton færi fleiri hringi.
Webber fljótastur á sprækari Red Bull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |