Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Áætluð ferjuhöfn í Bakkafjöru ekki langt undan.

Þetta atvik, sýnir okkur svo ekki verður um villst, hvað er "gífurlegur" kraftur í briminu við suðurströndina. Eru menn virkilega ennþá sannfærðir um að það sé hægt að reisa þarna "nothæfa" höfn?  Tölvuleikurinn þeirra á Siglingastofnun sýnir að þetta sé hægt en tölvuleikur er ekki raunveruleikinn og sérfræðingar Siglingastofnunar hafa sýnt það í gegnum árin að þeir eru EKKI óskeikulir.
mbl.is Hefði farið út með næstu öldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Mjög hávær, óaðlaðandi og hreinlega brussuleg kona kom inn í Hagkaup einn daginn með börnin sín tvö, dró þau sitt í hvorri hönd, skammaðist í þeim og var hin versta um leið og hún gekk inn ganginn. Strákur í kerrunum sá hana og heilsaði: "Góðan daginn frú og velkomin í Hagkaup.  En yndisleg börn sem þú átt. Eru þetta tvíburar?"   Forljóta konan hættiað öskra á börnin og sagði við strákinn:  "Held nú síður. Sá eldri er 9 ára og hitt er að verða 7. Hvers vegna í fjandanum heldurðu það. Ertu blindur eða bara svona heimskur!?"  "Ég er nú hvorugt, frú mín."  Segir strákurinn.   "  Ég get bara ekki ímyndað mér að þú hafir fengið að sofa hjá tvisvar!! Hafðu það gott í dag og takk fyrir að versla í Hagkaup"

Þungu fargi af mér létt!

Ég verð að viðurkenna það að ég varð nú nokkuð áhyggjufullur þegar fyrstu sögurnar af þessu fóru af stað en ég vona að þetta kveði þær niður fyrir fullt og allt.
mbl.is Ferrari vísar lausafregn um Alonso og Massa á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Barnið vex en brókin ekki"

Þetta staðfestir stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær, svo ekki verður um villst.  Fyrir nokkuð mörgum árum hefði stýrivaxtahækkun haft þau áhrif á gengi krónunnar, sem til var ætlast en ekki núna þegar krónan er komin út á alþjóðlegan fjármálamarkað og mun fleiri þættir en vaxtastig heima fyrir hafa áhrif á gengi hennar.  En fyrst af öllu skulum við skoða "hlutverk" stýrivaxta.  Það sem stýrivextir gera er að ákvarða þá vexti sem bankar og lánastofnanir greiða af þeim lánum sem viðkomandi taka hjá Seðlabanka íslands.  Samkvæmt þessu hafa stýrivextirnir áhrif á aðgang viðskiptabanka og fjármálastofnana að lánsfjármagni og kostnað þeirra við að verða sér úti um þetta lánsfjármagn - síðan endurlána þessar sömu lánastofnanir þetta fjármagn til okkar almenning í formi yfirdráttarlána og "verðtryggðra lána" á vöxtum sem eru fyrir löngu komnir út yfir allt velsæmi, þannig að almenningur á að greiða fórnarkostnaðinn af því að við Íslendingar eigum að halda "dauðahaldi" í krónuna til þess að Davíð og hinir "steingervingarnir" í Seðlabankanum haldi vinnunni og geti haldið áfram að halda í áratuga gamlar hagfræðikenningar og nota Íslenska hagkerfið sem "tilraunadýr".
mbl.is Áhyggjur af Íslandi aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lengi getur vont versnað!

Nú er "Bubbi kóngur" búinn að hækka stýrivextina þvert ofaní það sem hann hafði sagt síðast þegar hann hækkaði þá.  Þetta brölt hans með stýrivextina hefur haft afskaplega lítil mælanleg áhrif á verðbólguna og er þá ekki kominn tími til að það verði athugað hvað annað er hægt að gera í baráttunni við verðbólguna?Ég veit ekki betur en að staðan sem nú er uppi í efnahagsmálum þjóðarinnar sé að mestu tilkomin vegna þess að lausafjárstaða banka og fjármálastofnana sé slæm, vegna skorts á lánsfjármagni, í stað þess að gera bönkum og fjármálstofnunum kleift að laga lausafjárstöðu sína með því að lækka stýrivextina þá eru þeir HÆKKAÐIR og þar af leiðir það er kynnt enn betur undir þeirri fjármálakreppu sem uppi er.  Er nema von að menn tali um hryðjuverkamennina í Seðlabankanum og svo virðist engin samvinna milli Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar.  Fórnarkostnaðurinn við að halda í Íslensku krónuna er bara einfaldlega of hár.
mbl.is Stýrivextir hækka í 15%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Eiginmaðurinn segir við konuna sína:

"Ég þori að veðja að þú getur ekki sagt eitthvað við mig sem bæði gerir mig
glaðan og dapran, í sömu setningunni."

Konan hugsar sig um svolitla stund og segir svo:

"Þú ert með stærra typpi en bróðir þinn".

Ætlar þessi hörmungarsaga engan enda að taka?

Ekki nóg með að það sé "púkkað" fleiri hundruð milljónum upp á þetta skrifli heldur er ekki einu sinni hægt að koma þessu drasli í "drift".  Enginn hefur enn þá þurft að gangast við því að vera ábyrgur fyrir þessari "lönguvitleysu" - eða er ekki búið að ákveða hver eigi að sitja uppi með "Svarta-Pétur"?  Á kannski að treysta á "GULLFISKAMINNI" þjóðarinnar og vonast til að þetta klúður gleymist bara?
mbl.is Hefur siglingar í fyrrihluta apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir virðast hafa misst samband við náttúruna.

Eiga menn þá ekki á hættu að verða náttúrulausir?  Það er löngu vitað, í það minnsta hjá fólki með fulla fimm, að það þarf að halda "jafnvægi" í náttúrunni, það gengur ekki að ein tegund fái að vaxa óáreitt á kostnað annarra tegunda.  Það er nefnilega mesti misskilningur hjá "Náttúruverndar-Ayatollunum" að matvaran okkar eigi uppruna sinn í "neytendapakkningum" í stórmökuðum.  Vonandi verður Einar K. Guðfinnsson það upplýstur að hann láti ekki einhverja "rugludalla" hinu megin á hnettinum hafa áhrif á ákvörðun sína, um hvalveiðar okkar Íslendinga.
mbl.is Hvetur Íslendinga til að virða bann við hvalveiðum í atvinnuskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hvað sem þú gerir, ekki gera ekki neitt"

.... það virðist nú vera það sem á að gera í þetta skiptið eins og svo oft áður.  Það hefur sýnt sig að þetta "brölt" með "stýrivextina" hefur afskaplega lítil áhrif, en það eru einu verkfærin sem Seðlabankinn hefur.  Er þá ekki kominn tími til að það verði "skoðað" hvers vegna stýrivextirnir duga ekki til að hafa áhif á verðbólguna?
mbl.is Miklir óvissutímar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Haugarallið"

Samkvæmt upplýsingum á vef HAFRÓ hafa leiðangrarnir gengið VEL til þessa.  Hvað er vel? Hefur fundist svona mikill þorskur?  Frá því að togararallið hófst hafa ekki verið gerðar neinar breytingar á veiðarfærum eða öðrum þeim útbúnaði, sem notaður er við veiðarnar, en eins og menn vita sem eitthvað hafa fylgst með sjávarútvegsmálum á síðustu árin, hefur orðið mjög mikil þróun í þessu og það sem þótti gott á upphafsárum togararallsins er með öllu úrelt í dag, en því hafa forráðamenn HAFRÓ ekki áttað sig á og með því að fara á "haugana" og tína upp úrelt rusl til að nota við stofnstærðarmælingar við Ísland, er verið að tryggja það að útkoman verði röng og enn einu sinni megum við horfa upp á að HAFRÓ gerir tillögu um samdrátt í fiskveiðum.
mbl.is Togararall gengur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband