Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Hvert er stefnt??

Skítur það ekki skökku við að formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sitji í stjórn öfgasamtaka eins og Greenpeace er sannanlega?  Eða er mönnum alveg sama en ef málflutningur Árna Finnssonar er skoðaður yfir nokkurra ára tímabil hafa áherslur hans og skoðanir orðið sífellt einstrengingslegri og öfgafyllri.  Getur ástæðan verið sú að hann er alltaf að auka samband sitt við þessi öfgasamtök út um allan heim?  Spyr sá sem ekki veit.
mbl.is Árni áfram í stjórn Greenpeace Nordic
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur ekki grænan gr.. um hvað er í gangi á heimaslóðum?

Segir ekki þessi útnefning ekki það sem segja þarf, að maðurinn er alveg úti á túni í öllum þeim málum sem skipta máli, hér heima fyrir?
mbl.is Geir er grænastur leiðtoga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldu olíufélögin verða fljót að taka við sér og LÆKKA verðið?

Hingað til hefur ekki staðið á snöggum viðbrögðum í þá átt að hækka verðið og öllu mögulegu og ómögulegu borið við til þess að réttlæta hækkunina en verða viðbrögðin jafn hröð í hina áttina?
mbl.is Olíuverð á niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En samt sem áður HÆKKAR verð á eldsneyti hér á landi?

Hvað er eiginlega í gangi?  Er nema von að maður spyrji?  Er ekkert eftirlit með þessu og það heyrist ekki "múkk" Neytendasamtökunum,FÍB og hvað þetta alltsaman heitir nú.
mbl.is Olíuverð lækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað eru rök fyrir örvandi aðgerðum ríkisstjórnarinnar!!!

Það er ekki réttlætanlegt að ríkisstjórnin láti eins og ekkert sé að og reyni ekki að sporna á móti gegndarlausri aukningu ríkisútgjalda, við þær aðstæður sem eru núna ætti að halda "jöfnu" flæði á opinberum framkvæmdum og jafnvel að auka þær, ríkisstjórnin gæti aðstoðað Seðlabankann við að auka gjaldeyrisforðann, til þess að krónan verði ekki jafn viðkvæm (Geir Haarde hefur margoft gefið það út að ESB sé ekki á dagskrá, þannig að ekki er um annað að ræða en að reyna að styrkja krónuna), Seðlabankinn þarf að auka bindiskyldu bankanna....  Svona mætti lengi telja en í 11,8% verðbólgu er ansi "slappt" að halda því framað ekki séu rök fyrir örvandi aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.
mbl.is Engin rök fyrir örvandi aðgerðum ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litlaus og daufur kappakstur.

Yfirburðir Ferrari voru svo miklir (ég verð nú að viðurkenna að mér þótti það ekki slæmt) að kappaksturinn varð aldrei spennandi.  Það sem mér fannst standa upp úr var slysið sem Kovalainen varð fyrir en sem betur fer sakaði hann ekki.  Ekki er hægt að segja að segja að neinn ökumaður hafi sýnt neitt sérstaka takta í þessari keppni Ferrarí-ökumennirnir gerðu bara það sem þurfti og aðrir urðu bara að leika eftir því.
mbl.is Räikkönen öruggur - Ferrari fagnar margfalt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Svo var það tígrisdýrið sem vaknaði einn morguninn og leið svona ASSGOTI vel.  Hvað um það, svo fór hann á morgungönguna sína og sá þar lítinn apa.  Tígri króaði apann af og öskraði á hann: “HVER ER STÆRSTUR OG STERKASTUR HÉR Í SKÓGINUM?    Aumingja litli apinn nötraði og skalf af hræðslu og svaraði: “þú, að sjálfsögðu, enginn er sterkari en þú”Skömmu síðar síðar þá króaði Tígri af lítið dádýr og öskraði á það: “HVER ER FLOTTASTUR OG STERKASTUR HÉR Í SKÓGINUM?”  Litla dádýrið nötraði og skalf af hræðslu og gat varla andað en það stamaði: “Ó, stóri tígri, þú ert flottastur allra í skóginum”.Tígra var nú farið að líða MJÖG vel og þar sem honum var nú farið að ganga virkilega vel þá rölti hann upp að fíl, sem var að narta í laufblöð og öskraði: “HVER ER STÆRSTUR ALLRA DÝRA HÉR Í SKÓGINUM?”  Nú jæja, fíllinn tók Tígra upp með rananum, lamdi honum utan í tré, hristi hann svo sundur og saman og endaði á því að henda honum upp í tré þar rétt hjá.  Tígri dröslaðist á fætur, leit til fílsins og sagði: “Það er nú óþarfi að brjálast svona þó svo að þú vitir ekki svarið”.

"Mér finnst rigningin góð"!

Ef þessi spá rætist, þá verður nú heldur betur fjör og röð efstu manna  breytist mikið.  Margir fá þá tækifæri til að sýna hæfileika sína sem ökumenn og þá verða ekki bílarnir í aðalhlutverki.  Óskaplega verður þessi keppni skemmtileg ef þetta gengur eftir.
mbl.is Rigningu spáð í Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚ ER ÞAÐ FORMLEGA KOMIÐ!!!!!

Sumarið er komið.  Ég óska öllum gleðilegs sumars og óska þess að allir eigi góða tíma fram undan og megi allar góðar vættir fylgja þeim, sem inn á þetta blogg rata, ennfremur vil ég þakka öllum fyrir veturinn sem  (blessunarlega) er nú liðinn, þótt vísast séu nú einhverjir "dauðakippir" eftir því varla kveður hann alveg án mótmæla.

Nú er búið að læra að nota "tölfræði" við að ljúga, hvað næst?

Einhver góður maður sagði að það væri til þrenns konar lygi þær væru: LYGI, HAUGALYGI og TÖLFRÆÐI.  Nú virðist Umhverfisráðherrann okkar vera búinn að uppgötva tölfræðina, samkvæmt meðfylgjandi grein í "24 stundum"     

"Óhentugt að ábati sé ekki meiri "

"Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra

segir það vera óhentugt,

eins og sakir standa, að menn

hafi ekki þann ábata sem lagt var

upp með í upphafi af því að reka dísilbíl

í stað sambærilegs bensínbíls.

Eftir síðustu hækkanir olíufélaga er

dísillítrinn tíu krónum dýrari en

bensínlítrinn.

Þegar núverandi kerfi gjaldtöku af

eldsneyti var komið á var það yfirlýst

markmið stjórnvalda að dísill yrði

ódýrari en bensín. Slíkt myndi stuðla

að umhverfisvernd, þar sem dísilbílar

losa jafnan minna af gróðurhúsalofttegundum.

Þórunn segir að yfirleitt sé talað

um að dísilbílar losi um 15 prósentum

minna en bensínbílar. „Auðvitað

er það umtalsvert, en það er hins

vegar svo að dísilbílar losa mun

meira af öðrum efnum, svokölluðum

köfnunarefnisoxíðum, ryki og

sóti. Það fer svo eftir árgerð bíla

hvort þeir eru með góðar sótsíur eða

ekki. Þess vegna valda dísilbílar, sérstaklega

í þéttbýli, meira svifryki og

það er eitthvað sem þarf einnig að

vega og meta þegar litið er á umhverfisáhrif

bifreiða.“

Skýrslu starfshóps beðið

Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins

mun á næstu vikum

skila af sér skýrslu þar sem lagðar

verða fram tillögur um samræmda

skattlagningu ökutækja og eldsneytis.

Þórunn segir mikilvægt að hafa í

huga að þó að dísilbílar séu allra

góðra gjalda verðir þá séu þeir ekki

framtíðarlausn til að minnka losun

frá ökutækjum mjög mikið. „Við

verðum að hugsa lengra.“"

atlii@24stundir.is

Til þess að því sé haldið til haga þá er lítrinn af dísilolíu tíu krónum dýrari en bensínlítrinn.  Þetta kallar maður að reyna að ljúga sig út úr vandræðum.                                    


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband