Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Þegar maður verður fertugur, verður maður þá ekki lengur þáttakandi í þjófélaginu?

Ég fór á bensínstöð í morgun og ætlaði að kaupa þurrkur á bílinn minn.  Ég spurði ungan mann þarna hvort hann ætti ekki til vinnukonur fyrir þennan bíl og benti honum á bílinn minn fyrir utan.  

Ungi maðurinn horfði undrandi á mig og sagði:   "Nei, við erum bara hérna með stráka til að setja bensín á bílinn en engar vinnukonur."   Ég varð ekki síður undrandi og spurði:  "Ég sé ekki betur en að þið séuð með vinnukonur þarna upp á vegg." Augnablik sá ég bregða fyrir ótta hjá á honum og ég sá hvað hann hugsaði(líklegast snarruglaður kúnni). En þegar hann horfi á það sem ég var að horfa á þá kom skilningsglampi í augun hans og hann sagði."Jááááá!,  þú meinar glugga clean."

"Að pissa í skóinn"????

Er það ekki svolítið einkennileg ráðstöfun hjá fólki að flykkjast í raftækjaverslanir og kaupa rafmagnstæki (þetta var fyrir páska) áður en verð á þeim hækkaði.  Auðvitað var ekkert athugavert við þetta athæfi ef sá hinn sami átti lausan pening til að "staðgreiða" þessi tæki, en flestir keyptu þessi tæki á raðgreiðslum - HVER ER ÞÁ SPARNAÐURINN?  Spyr sá sem ekki veit.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband