Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Ekki er öll vitleysan eins...

Að nota ÞYRLU við leit að manni, sem rændi nokkrum tugum þúsunda úr banka, er nú alveg til þess að kóróna þá vitleysu sem er í gangi þegar peningar eru annars vegar.  Hvað skyldi vera búið að kosta miklu til í leit að þessum ógæfumanni, ég veit ekki til að svona miklu sé kostað til í leit að manni sem týnist.


mbl.is Ræninginn ófundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei EKKI lækkaði eldsneytisverðið núna.

Er það virkilega svo að þrátt fyrir allar þessar eldsneytisverðshækkanir breytist neysla okkar Íslendinga ekkert?  Fer fólk enn þá út í búð á bílnum og kaupir eitthvað smotterí í stað þess að ganga, þegar búðin er kannski aðeins í u.þ.b 100 metra fjarlægð frá heimilin?  Það væri hægt að gera breytingu og hætta við "sunnudagabíltúrinn" og að öll fjölskyldan færi saman í göngutúr.  Það eru allstaðar í kringum okkur stórkostlegar náttúruperlur, sem við vitum ekki um, vegna þess að það hefur ekki verið stigið út úr bílnum.  Nú er að koma sumar og batnandi veður býður upp á það að margir geti hjólað í vinnuna, það geta verið fleiri í hverjum bíl og þannig mætti lengi telja.  Það er ekkert lögmál að eigum bara að taka eldsneytishækkunum, þegjandi og hljóðalaust án þess að aðhafast nokkuð til þess að verða sem minnst vör við þær.  Svo eru almenningssamgöngurnar, sem eru nú alveg sér á báti en samt sem áður verður nú að tala aðeins um þær.  Ég skil sko alveg að fólk nenni ekki að nota strætó.  Strætisvagnarnir  EIGA að vera á 30 mínútna fresti en það er sko heldur betur misbrestur á því.  Maður er kannski búinn að húka í 25 mínútur eftir vagninum þegar hann loksins birtist, en þá er hann orðinn svo seinn að vagnstjórinn ákveður að SLEPPAþví að stoppa á þessari stoppistöð og heldur áfram, eftir sitja þeir sem bíða, annað hvort verða þeir að bíða eftir næsta vagni eða að reyna að koma sér á einhvern annan hátt á áfangastað, sem betur fer eru flestir þeirra með farsíma og geta þá látið vita af sér.  Ég er á því, að þegar allur kostnaður er skoðaður ofaní kjölinn, þá sé það hagkvæmt fyrir sveitarfélögin á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu að gera stórbreytingar á strætisvagnakerfinu, vagnarnir verði á MINNST 15 mínútna fresti  100 krónu gjald yrði fyrir ALLA fyrstu mánuðina og þegar nýja kerfið yrði búið að festa sig í sessi yrði FRÍTT í strætó fyrir alla, þessar breytingar tækju gildi að hausti til og yrði þá frítt fyrir alla að vori.  Margt er hægt að gera til þess að verð á olíu og bensíni snerti okkur sem minnst.
mbl.is Bensínið hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur verðbólgumarkmiðið skilað svo miklum árangri hingað til?

...og hver eru eiginlega rökin fyrir því að halda dauðahaldi í það fyrirbæri sem hefur sennilega valdið meiri hörmungum á landinu, í efnahagslegu tilliti, en nokkuð annað?  Verðbólgumarkmiðið var tekið upp 2001, var þá allt í kalda kolum í efnahagsstjórn landsins fram að þeim tíma?  Það má ráða af orðum Arnórs Sighvatssonar, aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands.  Það má kannski minna á það að verðbólgumarkmið hafa AFAR SJALDAN staðist, síðan þau voru tekin upp og virðist vera að AÐGERÐIR"hryðjuverkamannanna" í  Seðlabankanum, til að hemja vöxt verðbólgunnar, hafi bara orðið til þess að auka hana en ekki öfugt eins og til stóð.  Stýrivextirnir sem "hryðjuverkamennirnir"  héldu að væri voða gott "verkfæri" í baráttunni við verðbólguna reyndist ekki vera það og hvað á þá að gera í staðinn?  Það að Arnór nefniorðið hugsun virkar svolítið öfugsnúið, því hugsun er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann, þegar aðgerðir Seðlabankans í efnahagsmálum eru skoðaðar.
mbl.is Glapræði að leggja verðbólgumarkmiðið á hilluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðaleysi og úrræðaleysi einkenna "stjórn/stjórnleysi" efnahagsmála á landinu.

Það þurfti nú engan utanaðkomandi sérfræðing til að segja okkur það.  Hins vegar "hraunar" hann svo yfir ríkisstjórnina og Seðlabankann og þá vill hann að Seðlabankinn hverfi frá "verðbólgumarkmiðum" sínum, það þurfi að lækka gengi krónunnar hið snarasta, til þess að lækka viðskiptahallann, því ekkert hagkerfi geti gengið til lengdar með svona mikinn viðskiptahalla eins og sé hér á landi.  Hann telur það óráðlegt að taka upp evru eða nokkurn annan erlendan gjaldmiðil, án þess að nefna rök fyrir máli sínu.  En eitt ber að skoða en svo virðist að VERÐBÓLGA HAFI VAXIÐ, MEÐ HÆKKUN STÝRIVAXTA það er engu líkara en "hryðjuverkamennirnir" í Seðlabankanum hafi þar óafvitandi (eða maður verður að vona það) unnið á móti "verðbólgumarkmiðinu".   Það hefur verið bent á það að vegna þess hve við erum í alþjóðlegu umhverfi, séu vaxtabreytingar ekki lengur það "vopn". sem þeir voru fyrir alþjóðavæðinguna, en samt sem  áður eru þeir það eina sem "hryðjuverkamönnunum" í Seðlabankanum dettur í hug að nota.  Þetta er bara eitt dæmi um það hversu þessir menn valda starfi sínu illa, kannski þarf að hækka laun þeirra meira svo þeir fari að vinna?  Það er ekki óþekkt að bankastjórar fái NOKKUR HUNDRUÐ MILLJÓNA fyrir að fara í vinnu.  Aðgerðir/aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar er orðið svo algert að jafnvel utanaðkomandi blöskrar, um daginn sagði Forsætisráðherra að innan ríkisstjórnarinnar væri verið að vinna baki brotnu að aðgerðum í efnahagsmálum.  Ég verð nú bara að segja að þá sjaldan, sem meðlimir ríkisstjórnarinnar eru til staðar hér á landi, get ég ekki séð nokkra einustu misfellu á bakinu á þeim.
mbl.is Bankaáhlaup hafið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búnir að "stimpla" sig hressilega inn í úrvalsdeildina!!!

Ég vona að það styttist verulega í þeirra 1 mótssigur og þar með blandi sér fleiri í toppbaráttuna og hleypi þar með aukinni spennu í formúluna, sem mér hefur fundist vera að "dofna" undanfarið.
mbl.is BMW finna þefinn af sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta veiðiferð ársins.

Nú var komið aðþví eftir langan og leiðinlegan vetur og kalt vor, þá skyldi nú fara í fyrstu veiði ársins og til þess að veeera nú ekki að gera veiðileyfissölum neinn óleik þá ætlaég ekki að segja hvert ég fór.  Ég var mættur á staðinn stundvíslega klukkan sjö að morgni og byrjaður að veiða, veiðin gekk ágætleg því undir hádegi var ég búinn að landa 5 bleikjum og 2 urriðum, ágætis fiskum þetta frá einu og hálfu pundi upp í rúm 2.  Þar sem ég þóttist nú vera búinn að fá nóg fyrir mig í bili ákvað ég að slá þessu upp í kæruleysi og bleyta "flugu" sem ég hafði hnýtt í vetur í einhverju "bríaríi" úr "afgöngum" af efni sem ekkert nýttist annars, þess skal getið að þetta er einhver alljótasta "fluga" sem ég hef augum litið um ævina og ég átti ekki von á neinum árangri.  Þegar ég var búinn að hnýta þetta ógeð á tauminn kastaði ég línunni út, þar sem ég er nú enginn snilldarkastari varð ég mjög ánægður með árangurinn, því flugan flaug langt út á vatnið og lá bara við að hún lenti á bakkanum hinu megin.  Ég lét fluguna sökkva vel og byrjaði svo að "draga" ekki hafði ég dregið lengi þegar ég varð var við að rjátlað var við hana og eftir smá tíma var eins og allt væri bara fast, en eftir nokkrar mínútur losnaði um en engu líkara var en ég væri að draga "gólftusku" eða "þvottapoka" þegar nær dró sá ég að þarna var um að ræða eitthvað skrítið, langt kvikindi og þegar ég sá það betur var ég ekki í neinum vafa þetta var áll, ég bölvaði hressilega þegar ég sá kvikindið en landaði honum og þvílíkur viðbjóður, þetta helv... ógeð vafði sig um handleggina á mér þegar ég reyndi að losa hann af önglinum og svo var þetta hel.... svo lífseigt, að þegar ég barði hann í hausinn, með "rotaranum" hefði ég alveg eins getað klappað honum blíðlega á kinnina, það var ekki fyrr en ég trampaði á hausinn á honum að hann loksins drapst.  Eini plúsinn sem ég sá við þetta var þegar ég velti honum upp úr hveiti, setti á hann salt og sítrónupipar og Aroma fiskikrydd og steikti hann (sem betur fer átti ég nógu og langa pönnu) Hann var mjög góður með soðnum kartöflum og hrásalati.

Föstudagsgrín

Gömul hjón höfðu verið gift í fjöldamörg ár þrátt fyrir að vera afskaplega í nöp við hvort annað.  Hjónin voru sífellt að rífast og oft mátti heyra öskur og læti frá íbúð þeirra fram á nótt.  Sá gamli var gjarn á að hóta konu sinni því að þegar dagar hans væru taldir myndi hann grafa sig upp úr jörðinni og ofsækja hana.  Þessar hótanir fóru ekki fram hjá nágrönnum hjónanna sem voru skíthæddir við gamla karlinn sem þeir töldu “rammgöldróttan”.  Síðan kom að því að gamli maðurinn lést, við dularfullar aðstæður.  Eftir jarðarförina var sú gamla mætt á barinn þar sem hún lék á alls oddi og djammaði og djúsaði langt fram á nótt.Nágrönnum hennar kom þetta Spánskt fyrir sjónir og gengu á kellu og spurðu hana hvort hún væri ekki hrædd við að karlinn myndi grafa sig upp og ofsækja hana?Sú gamla lagði frá sér vodkaflöskuna, brosti og sagði: “Látum gamla skrattann grafa, ég lét jarða hann öfugan í kistunni”.

Gott veganesti í "sameiningarviðræðurnar"

Ég er nú frekar á því að þarna sé sá stóri að gleypa þann litla.
mbl.is 8,4 milljarða króna tap hjá SPRON
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband