Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Það er SKYLDA þingmanna að SJÁ til þess að lög sem eru sett standist stjórnarskrá landsins!

En þessa SKYLDUsína geta kjörnir fulltrúar á alþingi Íslendinga ekki einu sinni uppfyllt.  Ekki er hægt að bera því við að launakjörin séu svo slæm eða eftirlaunin svo léleg, þar af leiðandi kasti þingmenn til höndunum  við vinnu sína, hver skyldi ástæðan vera?  Fyrir nokkru síðan setti ég hugleiðingar á bloggið varðandi stjórnarskrána og þann "tendens" að hið svokallaða FRAMKVÆMDAVALD væri smám saman og í rólegheitum að taka til sín allt vald í þjóðfélaginu, þetta staðfesti svo Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar fyrir nokkrum dögum í Kastljósþætti, en þar var hún ásamt Birgi Ármannssyni að ræða frumvarp hennar um breytingar á eftirlaunafrumvarpinu fræga, sem allsherjarnefnd (nefndin sem Birgir Ármannson veitir forstöðu) hefur "svæft" í meðförum sínum.  Ég birti hér með áður ræddar hugleiðingar mínar: 

Er grundvallarbreytinga þörf á stjórnarskránni?   Allt frá okkar fyrstu árum í skóla hefur okkur verið sagt að hin svokallaða þrískipting ríkisvaldsins sé grundvöllurinn að stjórnskipun lýðveldisins Íslands.Eins og allir vita skiptist valdið í: LÖGGJAFARVALD, FRAMKVÆMDAVALD og DÓMSVALD.En eftir að stöðuveitingar ráðherra komust í hámæli, þá fór ég nú að skoða þessa þrískiptingu ríkisvaldsins betur og miðað við þá skoðun þá komst ég að því að skilin þarna á milli eru orðin afskaplega óskýr og sum staðar eru þau bara alveg horfin, hafi þau einhvern tíma verið til staðar. LÖGGJAFARVALD er samkvæmt stjórnarskránni í höndum Alþingis og forseta.  Alþingismenn og konur fá umboð sitt frá þjóðinni, til fjögurra ára í senn, þeirra hlutverk er að setja lög sem þjóðin á að fara eftir og forseti veitir þessum lögum samþykki sitt. FRAMKVÆMDAVALD er ráðherra viðkomandi málaflokks og staðfestir forsetinn skipan viðkomandi ráðherra.  Viðkomandi ráðherra á að sjá um framkvæmd þeirra laga sem Alþingi setur (Löggjafarvaldið). DÓMSVALD            er í höndum dómara. Þannig er þrískiptingu ríkisvaldsins háttað þessum ÞREMUR þáttum á að halda algjörlega aðskildum til að tryggja sem best lýðræði og réttláta meðferð þegna landsins gegn hinu opinbera. En eitthvað virðist þetta hafa skolast til á undanförnum árum og jafnvel áratugum og hægt er með nokkuð góðri samvisku að fullyrða það að þrískipting ríkisvaldsins hafi aldrei að fullu verið til framkvæmdar hér á landi.  Þessa fullyrðingu verður að skoða nánar og mun ég gera tilraun til þess hér á eftir.Við skulum byrja á því að skoða LÖGGJAFARVALDIÐ:  Á Alþingi sitja 63 fulltrúar kjörnir af þjóðinni, það er óumdeilt, en af þessum 63 þingmönnum eru 12 ráðherrar.  Þarna er strax komin skörun.  Það er svo tilhögunin á Alþingi, að svokölluð ráðherrafrumvörp njóta forgangs í störfum þingsins, en þetta þýðir að þau frumvörp sem eru borin upp af ráðherra hafa forgang framyfir svokölluð þingmannafrumvörp.  Ég tel að þarna sé um að ræða brot á stjórnarskránni.  Samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins eiga ráðherrar ekki að hafa atkvæðisrétt á Alþingi og spurning hvort þeir eigi yfirhöfuð nokkuð að eiga sæti þar.  Það er spurning hvort störf Alþingis yrðu ekki bara “skilvirkari” ef ráðherrar myndu bara mæta einu sinni í viku eða sjaldnar í fyrirspurnartíma niður á þing?  Það er erfitt að skrifa nokkuð sérstaklega um FRAMKVÆMDAVALDIÐ vegna þess að þessi grein fjallar um það hvernig það hefur smám saman verið að “taka yfir” LÖGGJAFARVALDIÐ og DÓMSVALDIÐ.  Það verður ekki um það deilt að FRAMKVÆMDAVALDIÐ er alltaf að verða fyrirferðarmeira í stjórnsýslu okkar Íslendinga.  Þá er eftir að fara yfir DÓMSVALDIÐ.  Ekki hefur það orðið útundan í þessari þróun.  DÓMSVALDIÐ á samkvæmt stjórnarskránni að standa alveg sjálfstætt.  En er það alveg sjálfstætt?  Ég verð að viðurkenna vankunnáttu mína þar en ég veit ekki hvenær ráðherra byrjaði að skipa dómara, en í stjórnarskránni stendur í 59 grein “Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum” (Tilvitnun líkur, leturbreytingar eru mínar), þá er það skilningur minn, samkvæmt þessu,að ráðherra eigi EKKI að skipa dómara og er þá ekki hægt með góðu móti hægt að segja að stjórnarskráin hafi verið brotin í  mörg ár eða jafnvel áratugi? Það er öruggleg einhver ástæða fyrir því að það er verið að tala um RÁÐHERRARÆÐI hér á landi.

 


mbl.is Flóknara en ég gerði ráð fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarútvegnum stútað og svo landbúnaðinum....

.....og svo talar fólk um að ekkert sé gert!  Hann ætti að fá FÁLKAORÐUNA fyrir FÁLKASKAP og kannski eru einhverjar fleiri orður og viðurkenningar sem hægt væri að hengja á hann.  Einhverra hluta vegna virðist þessi maður geta gert nokkurn skapaðan hlut án þess að úr verði eitthvað meiri háttar klúður og vesen.  Er engin leið fær til að losna við manninn úr þeim ráðuneytum sem hann veitir forstöðu og jafnvel úr pólitík? Crying
mbl.is Einar: Órökstuddar fullyrðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samræðustjórnmál = Vinsældastjórnmál...

Var þetta bara örvæntingarfull tilraun hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til að "hífa" upp ört dalandi fylgi Samfylkingarinnar og var þetta gert án samráðs við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn?  Það eina raunhæfa sem væri hægt að gera er að afnema þessi lög með öllu og í framtíðinni væri það þannig að 4% yrðu dregin af launumæðstu yfirmanna ríkisins og alþingismanna í lífeyrissjóð eins og hjá öðrum.
mbl.is Höfðu ekki heyrt af fyrirhuguðu eftirlaunafrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin ástæða til að vera á landinu!!

Og fara yfir hugsanlegar aðgerðir stjórnvalda við mannréttindabrotum, aðgerðir vegna efnahagsvandans.........
mbl.is Utanríkisráðherra fundaði með breskum ráðamönnum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Opin" dagskrá?

Ég tek undir, með bloggvini mínum Ómari S. Gíslasyni.  Eftir að útsendingar frá formúlunni fluttust frá RÚV til SÝNAR sem síðar var STÖÐ2 sport, virðist ekki vera á hreinu hvenær tímatökur og keppni eru, en það eru einu viðburðirnir í formúlunni, sem eru í "opinni" dagskrá.  Þegar SÝN náði til sín réttinum á útsendingum var það skilyrði sett að tímataka og keppni yrðu að vera í opinni dagskrá væntanlega til þess að "rýra" ekki möguleika fólks á að fylgjast með íþróttinni.  Eitthvað virðist þetta ákvæði fara fyrir brjóstið á forráðamönnum 365, því þeir hafa tekið þann "pólinn í hæðina" að gera engan greinarmun á því hvað verði á dagskrá í viðkomandi formúluþáttum og því verða þeir sem vilja sjá tímatöku eða keppni að finna út úr því af eigin rammleik hvenær þessir þættir verða á dagskrá , svo er auðvitað hægt að kaupa áskrift að STÖÐ2 sport.

Kántríbær þarf nú að standa undir nafni....

...þess vegna er nú ekki alveg eftir "bókinni" að notast við hníf við slagsmálin.
mbl.is Slagsmál á Skagaströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Honum líkar það bara ekki að hann er að fara halloka fyrir nýjum ökumanni liðsins.

Þeir börðust hart um sigurinn í GP2 mótaröðinni, þar hafði Hamilton betur og var í kjölfarið "ráðinn" til McLaren en Kovalainen varð að "sætta" sig við sæti hjá lakara liði.  Hamilton hafði að sjálfsögðu forskot, því hann þekkti innviði liðsins síðan í fyrra en Kovalainen hefur sýnt það að hann er engu síðri ökumaður en Hamilton nema síður sé og verður fróðlegt að fylgjast með hvor þeirra verður stigahærri í lok tímabilsins.
mbl.is Hamilton kúvendir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Togararallið að sanna gildi sitt!!!!!!!

Hvað eru þessir bátar að þvælast þar sem fiskur er.  Annars virðist það vera að þeir hjá HAFRÓ séu þeir einu sem ekki finna fisk, þeir eru jú þeir einu sem nota gömul og úr sér gengin veiðarfæri og vita líka hvar fiskurinn heldur sig ekki.
mbl.is Mokveiði í Öxarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Menntaskólakennari hafði nýlokið  við að útskýra mjög mikilvægt rannsóknarverkefni fyrir bekknum.  Hann lagði sérstaka áherslu á að enginn gæti útskrifast úr faginu nema að kunna skil á verkefninu.  Hann bætti svo við að hann myndi fara ýtarlega í verkefnið degi síðar og einu afsakanirnar fyrir því að mæta of seint væru ef dauðsfall hefði orðið í fjölskyldunni eða illvígur sjúkdómur myndi leggja einhvern í rúmið.Mesti “gæinn” í bekknum rétti upp höndina og spurði: “En hvað ef maður er alveg búinn eftir geggjað kynlíf, kennari?”Bekkurinn sprakk úr hlátri og “gæinn” var ánægður með sig að hafa “valtað” yfir kennarann.Þegar nemendurnir höfðu jafnað sig eftir hláturinn leit kennarinn á “gæjann” og sagði: “Ég býst við að þú verðir þá að reyna að skrifa með hinni hendinni”.

Loksins eru menn að "vakna" varðandi þungaflutninga á landi!

Það var mikið að eitthvað "vitrænt" kom frá stjórnmálamönnunum varðandi þessa þungaflutninga, sem eru að ganga frá þessu veikburða vegakerfi okkar.  Það voru mikil og stór mistök á sínum tíma þegar RÍKISSKIP var lagt af, vonandi hafa menn og konur lært af því.  Ég segi eins og Marteinn Mosdal: Eitt ríkisflutningafyrirtæki og ekkert múður.  Eins og kemur fram í meðfylgjandi frétt eru allar þjóðir að auka flutningana á sjó en þá eru Íslendingar að paufast við að flytja allt á landi.
mbl.is Strandsiglingar kall nútímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband