Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
30.8.2008 | 17:50
Þarf þessi kona ekki meira á geðlækni að halda en að fara í fangelsi?
Ég er í ÖLLUM tilfellum á móti dauðarefsingum, mér finnst að það hafi ENGINN maður rétt til að taka líf annars manns, til þess hefur einungis EINNrétt. Það sem þessi kona gerði er algjörlega ófyrirgefanlegt en með því að hún verði "dæmd" til lífláts er ekki, að mínu mati, verið að "refsa" henni heldur erum við að sýna vanmátt okkar til að "taka" á broti hennar gagnvart samfélaginu. Þessi kona er greinilega fársjúk og þarf á hjálp að halda.
Fundin sek um að myrða barn sitt í örbylgjuofni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2008 | 10:48
Hvað er um að vera?
Hvernig stendur eiginlega á því að maðurinn skuli þurfa að verða sér úti um vélar og tæki, sem henta til þeirra starfa sem hann þarf að inna af hendi, á fjármögnunarleigu? Í mínum huga er það algjört lágmark að honum séu sköffuð tæki og vélar, sem hann þarf til að sinna sínum störfum, en hann sjái svo um endurnýjun þeirra. En sé rétt farið með , í fréttinni, að umsaminn frestur hafi ekki verið útrunninn, eru þessi vinnubrögð alveg með ólíkindum og bera þess vott að viðskiptasiðferðið hjá viðkomandi lánadrottni sé ekki á mjög háu plani.
Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2008 | 08:10
Fáránleikinn í öllu sínu veldi!!
Samfylkingin fór mikinn í kosningabaráttunni, eins og flestir muna eflaust, meðal annars átti að fella niður "stimpilgjöldin", sem voru sögð óréttlátasti skatturinn af öllum sköttum og væri þó af nógu að taka, þeim Samfylkingarmönnum tókst meira að segja að koma þessu inn í stjórnarsáttmálann. En hver varð svo framkvæmdin? Jú, "stimpilgjöldin" voru felld niður af kaupum á FYRSTU íbúð og samkvæmt þessari frétt eru viðmiðunarreglurnar ANSI strangar og mér liggur nú við að segja FÁRÁNLEGAR. Ég man ekki betur en LOFORÐIÐ hafi verið það að fella "stimpilgjöldin" ALVEG NIÐUR, ef þetta er ekki rétt hjá mér þá verð ég vonandi leiðréttur. Ef þetta er að standa við kosningaloforðin þá heiti ég Guðfinna.
Dýr 1% eignarhlutur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2008 | 08:48
Föstudagsgrín
Markaðsfræðingur bankaði upp á hjá fjölskyldu einni og ung kona með þrjú börn kom til dyra. Maðurinn kynnti sig og sagðist vera að gera könnun á vegum fyrirtækis síns, Skipulags ehf, og spurði konuna hvort hún væri til í að svara nokkrum spurningum. Hún var til í það og maðurinn byrjaði á því að inna hana eftir því hvort hún kannaðist við fyrirtækið. Þegar hún svaraði því neitandi sagði maðurinn henni að á meðal vara sem fyrirtækið seldi væri vaselín og konan sagðist nú kannast við það og sagði: Já, við hjónin notum það einmitt þegar við stundum kynlíf. Spyrillinn varð forviða og sagði: Ég spyr einmitt alltaf þessarar spurningar vegna þess að ég veit að flestir nota vaselín, en það segjast allir nota það til að smyrja með; lamir, hjólakeðjur eða eitthvað slíkt. Ég veit aftur á móti að fólk notar það mikið í kynlífinu en vill bara ekki viðurkenna það. Værir þú til í að segja mér hvernig þið hjónin notið það í kynlífinu?" Ja, við setjum það á hurðarhúninn til að halda börnunum úti á meðan við gerum það!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.8.2008 | 15:24
Loksins!!!!!!!!
Á að standa við stóru orðin. Hann hefur talað nokkuð mikið um þetta en núna loksins lætur hann verða af því að láta rannsaka málið en svo er hvort eitthvað verði gert í málunum það er svo önnur saga.
Skoðar verðlag á eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2008 | 08:48
Er það einhver spurning?????
Eru menn virkilega í einhverjum vafa um það , hvort eigi að ákæra þennan "óþroskaða" einstakling, fyrir þetta athæfi sitt? Það verður að taka á svona löguðu af ákveðni, straxþegar svona lagað kemur upp og koma þeim skilaboðum á framfæri að svona hátterni verði ekki liðið. Hann er greinilega nógu og gamall í árum talið til þess að verða ákærður en það er náttúrulega spurning um "andlegan aldur" viðkomandi.
Dómstólar hafa síðasta orðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.8.2008 | 12:21
Þáttaka í atvinnurekstri!!!!!?????!!!!!
Ekki man ég hvenær var farið að lát sjómenn taka þátt í olíukostnaði útgerða, en að mínum dómi er þarna um að ræða mannréttindabrot engu síður en kvótakerfið sjálft. Og nú er "grátkór" útgerðarmanna byrjaður en þeir vilja að þessi kostnaðarhlutdeild sjómanna verði aukin, sem myndi ekki þýða neitt annað en stórkostlega launalækkun til handa sjómönnum, sem er nú ærin fyrir. Svo eru menn hissa á því að ekki fáist réttindamenn til að starfa á sjó? Mér vitanlega, er engin önnur starfstétt hér á landi, sem tekur þátt í rekstrarkostnaði vinnuveitanda síns án þess að nokkuð komi í staðinn. Aldrei nokkurn tímann hef ég heyrt á það minnst að t.d læknar taki þátt í lyfjakostnaði sjúklinga kannski væri betra dæmi að tala um að matreiðslumenn tækju þátt í hráefniskostnaði veitingastaða.
VM: Gengur illa að fá sjómenn með réttindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2008 | 12:52
Hvað eru þeir þá margir sem ekki nást?
Getur verið að fréttir um manneklu lögreglunnar hafi áhrif á fjölda þeirra sem aka réttindalausir?
Sextán réttindalausir ökumenn stöðvaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2008 | 22:59
Það að "þykjast" ekki vita neitt virkar nú ekki mjög traustvekjandi.
Viðtalið við hana Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, í Kastljósinu í kvöld, fer nú ekki á spjöld sögunnar fyrir það að vera upplýsandi og fræðandi, flestum spurningum svaraði hún á þá leið "að hún bara vissi það ekki" og restinni með því að fræða Helga Seljan um hvernig stjórnsýslan virkaði og svo fór hún undan í flæmingi þegar Helgi minntist á eftirlaunafrumvarpið og fór ansi nálægt því að saka Steingrím J. Sigfússon um ósannindi. Ekki jókst álit mitt á Ingibjörgu Sólrúnu við þetta viðtal.
25.8.2008 | 20:18
Hvað er athugavert við það að taka verkefnum????
Það er verið að reka fyrirtæki og svo framarlega að verkefni séu lögleg og það skili sér réttu megin við núllið er sjálfsagt að taka þeim. Það er markmið flestra fyrirtækja í einkaeign að hagnast á viðskiptum sínum og í þessu tilfelli var yfirstjórn fyrirtækisins eingöngu að fylgja eftir markmiði þess. Ég get ekki með nokkru móti séð að þarna sé um neina frétt að ræða, fyrirtækið starfar á alþjóðlegum markaði og það hlýtur óhjákvæmilega að koma til að vopn séu flutt fyrir einhverja viðskiptavini.
Flutti vopn til Georgíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |