Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
25.8.2008 | 13:17
Ekki er nú þroskinn neitt að þvælast fyrir mönnum!
Þarf ekki að gera einhverjar lágmarkskröfur til manna, hvað varðar andlegan þroska, áður en þeir fá bílpróf? Aldurinn virðist ekki segja mikið til um það hversu miklum andlegum þroska menn hafa náð. Það væri kannski ráð að einstaklingar, sem taka bifreiðapróf, taki einnig þroskapróf hjá sálfræðingi þar sem þeir verða að standast ákveðið lágmark.
Ofsaakstur á skólalóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2008 | 08:32
Vonandi ekki.
Þótt Ólafur sé ekki eins snöggur og hann var þá er hann sá sem er "ankerið" í liðinu, hann á flestar stoðsendingar og er allt í öllu í leik strákanna og allar vangaveltur þess efnis að hann fari að hætta eru gjörsamlega út í hött. Maður sem er einhver besti handknattleiksmaður í heiminum í dag, hvers vegna ætti hann að fara að hætta?
Kveðjuleikur hjá Ólafi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2008 | 18:02
Enn einn Hafnarfjarðarbrandarinn??????
Eru þeir sem svona gera með fulla fimm? Ég myndi halda að þeir væru að hámarki með hálffimm.
Hafnfirðingum illa brugðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2008 | 14:39
ÞrælMASSAÐ..
Hann ók þetta eins og hann ætti brautina skuldlausa og aðrir áttu ekki möguleika, svo miklir voru yfirburðirnir. Ekki get ég ímyndað mér hvað það er sem hrjáir Raikkonen þessa dagana, hann virðist alveg vera úti á túni og svei mér þá er hann kannski að bíta gras þar. Frammistaða Raikkonen í síðustu mótum er alveg skelfileg og í dag fór hann alveg með það.
Massa ók eins og meistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2008 | 11:39
Silfur fyrir gulldrengina.
Þetta er STÓRKOSTLEGUR árangur. Okkar menn gerðu bara mikið meira en nokkur maður reiknaði með fyrir þetta mót t.d þá urðu heimsmeistarar Þjóðverja að fara heim eftir riðlakeppnina og það gerir þennan árangur okkar manna enn stærri og sýnir bara hvað þessi riðill var rosalega sterkur. Það er full ástæða til þess að óska Guðmundi Þórði Guðmundssyni og strákunum til hamingju með þennan frábæra árangur.
Íslendingar taka við silfrinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2008 | 14:11
Ef það hefði verið betra hefði það orðið verra!!!!!!
það er hætt við að vinna hafi legið niðri á mörgum vinnustöðum á landinu meðan leikurinn" var sýndur í sjónvarpinu. Þetta var alveg magnað hjá okkar mönnun og nú er "bara" að vinna næsta leik.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2008 | 09:47
Föstudagsgrín
Maður og sínaggandi kona hans fóru í sumarfrí til Jerúsalem. Á meðan þau dvöldu þar, lést konan. Eftirlifandi eiginmanninum var sagt : "Þú getur fengið hana senda heim fyrir 5.000 dollara, eða þú getur jarðað hana hér, í okkar helga landi, fyrir 150 dollara." Maðurinn hugsaði sig um í skamma stund og sagðist myndu vilja fá konuna senda til síns og þeirra heimalands. Maðurinn var umsvifalaust spurður.. "Af hverju viltu eyða 5.000 dollurum til að koma konu þinni heim, þegar að það er frábært að jarða hana hér og aðeins fyrir 150 dollara?" Maðurinn svaraði, "Fyrir löngu síðan dó maður hérna, var jarðaður hér og þrem dögum síðar reis hann upp frá dauðum. Ég tek ekki þá áhættu."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2008 | 15:38
Djöfullinn Danskur!!!!!!!
Er ekki betra að vera aðeins hægari í yfirlýsingum um andstæðingana fyrir leikina?
Wilbek: Sóknarleikurinn brást hjá okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2008 | 09:05
Hefur hann einhverjar upplýsingar, sem styrkja þessa vissu hans?
.... eða er þetta bar eitthvað "blaður" út í loftið eins og hann er því miður að verða nokkuð þekktur fyrir?
Viðskiptaráðherra: Eldsneyti á að lækka hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2008 | 08:13
Snilldarleikur!!!!!!
Þegar okkar menn spila svona geta þeir unnið hvaða lið sem er. Ég ætla að leyfa mér að segja að þeir fari alla leið í úrslitaleikinn. Það er kannski of snemmt að fara að tala um það en það er allt í lagi að láta sig dreyma. Þá vil ég minna alla á styrktarsíma HSÍ 907-2800mér finnst að strákarnir verðskuldi það margfalt að við styrkjum HSÍ því þetta er virkilega dýrt dæmi og það munar um hverja krónu, þá vil ég hvetja fyrirtækin í landinu til þess að sýna nú stuðning í verki.
Ísland í undanúrslit á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)