Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Nokkuð ljóst að sá sem stjórnar er EKKI starfi sínu vaxinn.......

Hann er kannski ágætur í að lesa fréttirnar en hann er varla fær um að gera mikið meira.  Mér þykir vel borgað fyrir fréttalestur á ríkissjónvarpinu að greiða 9,3 milljónir auk bifreiðahlunninda fyrir hálft rekstrarár, ekki skrítið að RÚV sé rekið með tapi.  Hvernig ætli launum annarra sé háttað?
mbl.is Tap RÚV 365,1 milljón króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER SVONA VITLEYSA SEM KEMUR ÓORÐI Á ÍÞRÓTTINA!!!!!!!

Það er búið að refsa liðinu fyrir þetta svokallaða "lygamál" og liðið hefur tekið út refsingu sína.  Kannski gilda önnur lög innan FIA en ég hélt að ekki væri hægt að "dæma" neinn tvisvar fyrir sama brotið.  Þessi málsmeðferð er mikil hneisa og íþróttinni til vansa.
mbl.is McLaren vísað úr keppni í þremur mótum skilorðsbundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki að fara að "létta" undir með atvinnulífinu með VERULEGRI vaxtalækkun?

Eins og nokkuð oft hefur komið fram er þetta vaxtaokur að gera útaf við fyrirtækin í landinu og ekki eru heimilin þar undanskilin.  Er ekki kominn tími til að "hryðjuverkamennirnir" í Seðlabankanum fari að hugsa um hag þjóðarinnar en ekki eingöngu um það að koma landinu undir NOREG.
mbl.is Verðbólgan nú 11,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangtúlkun á úrslitum kosninganna

Hvaðan er það komið að Evrópuaðildarsinnar hafi verið sigurvegarar nýafstaðinna kosninga?  þeir sem hafa talað mest um það eru þau Egill Helgason og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir en fáir fréttamenn eru meiri Evrópusinnar en þau.  Þó svo að Samfylkingin sé nú orðinn stærsti stjórnmálaflokkur landsins, verður að skoða kosningaúrslitin í samhengi við  fyrri úrslit.  Samfylkingin eykur fylgi sitt síðan í kosningunum 2007 en fylgið er minna en í kosningunum 2003.  Að mínu mati voru kjósendur EKKI með hugann við ESB heldur atvinnumál, efnahag heimilanna og efnahgsmál  yfirleitt.  Flestir voru búnir að sjá að málflutningur Samfylkingarinnar  um að aðild að ESB myndi bjarga öllum okkar málum var bara tálsýn og ekkert á svoleiðis málflutningi að byggja.
mbl.is Skylt að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna koma áætlanir Norðmanna fram undir rós

Norðmenn ætla Íslendingum að ganga í Noreg ekki ESB þá vantar að komast yfir fiskveiðilögsöguna og svo lofar Drekasvæðið góðu.  Þeir eru búnir að koma "sínum" manni inn í Seðlabankann og láta hann vinna hryðjuverk á Íslensku efnahagslífi svo hafa þeir Steingrím Joð sín megin.
mbl.is Evrópusambandið bjargar ekki Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk maðurinn HAGFRÆÐIGRÁÐUNA í Cheerios-pakka????????????

Flestir, sem ég hef talað við og þekkja til þessara mála, vilja meina það að einmitt GJALDEYRISHÖFTIN veiki gengi Íslensku krónunnar en Seðlabankastjóri telur sig ekki vera búinn að vinna næg hryðjuverk á Íslensku  efnahagslífi.  Hér er hann í umboði Norskra stjórnvalda og kannski telja þau að hann sé ekki orðinn nægilega fastur í sessi til að vinna  enn meiri hryðjuverk á Íslenskum efnahag.  Það er jú alþekkt að það sé komið fyrir flugumanni innan raða þess sem á að taka yfir.
mbl.is Slakað á gjaldeyrishöftum í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steinsofandi "rugludallar"

Enn einu sinni gleyma þeir sér hjá Stöð 2 og senda fréttirnar út ruglaðar.

Kannski SIGUR Samfylkingarinnar en ÓSIGUR þjóðarinnar!!!!!!!!!!!!

Því miður fyrir þjóðina er allt útlit fyrir áframhaldandi "samstarf" Samfylkingarinnar og VG eftir kosningar.  Ég sendi þjóðinni samúðarkveðjur en það er huggun harmi gegn að ég get ekki með nokkru móti séð að "samstarf" þessara flokka geti orðið út næsta kjörtímabil.
mbl.is Sumar og sigur í lofti segir Jóhanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heldur fólk virkilega ennþá að Samfylking og VG geti unnið saman eftir kosningar?

Hafi menn verið í vafa eftir formannaþáttinn á RÚV í gærkvöldi þá taka þessar fréttir af allan vafa.
mbl.is VG stoppaði ESB-lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá vitum við það!!!!

SAMFYLKING OG VG KOMA EKKI TIL MEÐ AÐ GETA SAMIÐ UM ESB-AÐILD OG VIRÐIST EKKI VERA VILJI TIL ÞESS HELDUR OG STEINGRÍMUR J GAF ÞAÐ STERKLEGA Í SKYN AÐ VG MYNDI EKKI GEFA SITT EFTIR.  En samt ætla þessir flokkar að vinna saman eftir kosningar.  Þó að ég persónulega sé nú frekar hlyntur ESB þá þykir mér Samfylkingin reka fremur ómerkilegan áróður fyrir ESB-aðild, þeir segja:  Með því að ganga í ESB fáum við:

  1. Lægri vexti
  2. Losnum við verðtrygginguna
  3. Stöðugri gjaldmiðil
  4. Lægra verlag
  5. Og fleira og fleira.......

En hvernig fæst þetta með því einu að ganga í ESB?  Auðvitað fáum við þetta ekki eingöngu með því að ganga í ESB heldur fylgir þetta því að við tökum upp evruna og eins og er uppfyllum við ekki NEIN skilyrði til þess, þannig að þetta er eitthvað sem gæti orðið í langri framtíð.  Séu fleiri ágreiningsmál, sem ég efa ekki, þá bíð ég nú ekki í framtíðina ef þessir tveir ÞRÁKÁLFAR, sem eru formenn þessara tveggja flokka koma til með að vinna saman eftir kosningar, sem því miður virðist ætla að verða raunin.


mbl.is Ekkert samkomulag um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband