Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

FULLORÐINN EN ÓÞROSKAÐUR!!!!!!

Sennilega hefur "klukkan" stöðvast hjá honum þegar hann var fimm ára.  Mér er sagt að við búum í réttarríki eigum við ekki að láta dómstólana um refsinguna ekki gengur að hinir og þessir séu að taka lögin í sínar hendur.  Þó að mönnum finnist að hægt gangi að stöðva þessa útrásarvíkinga get ég ekki séð að það lagi ástandið neitt að vera með einhver skrílslæti og skemmdarverk og það lagar ekkert stöðu þeirra þúsunda fjölskyldna sem þessir menn hafa komið á vonarvöl.
mbl.is Sást skvetta málningu á húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ERU ENGIN TAKMÖK FYRIR EINFELDNINNI????????

Halda menn það virkilega að það sé hægt að gera EINHLIÐA FYRIRVARA við samning milli tveggja aðila (í þessu tilfelli reyndar þriggja aðila), bara til þess að BLEKKJA Alþingismenn/-konur til þess að samþykkja þessa nauðung?  Ef svo er þá eru menn vitlausari en þeir líta út fyrir.  Hafi menn eitthvað skoðað og kynnt sér alþjóðlegan samningarétt þá ættu þeir að sjá með það sama að þarna er einungis um að ræða blekkingaleik og "loddaraskap" af hálfu ríkisstjórnarinnar.  Verði Ices(L)ave samningurinn samþykktur með einhverjum "draumafyrirvörum" og mótaðilarnir segja bara að þessir fyrirvarar séu ÓMARKTÆKIR, hvað þá?  Nei það er bara EITT í stöðunni, það er að FELLA þennan samning og semja upp á nýtt.
mbl.is Fyrirvarar um greiðsluþak og hve lengi verður borgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig getur verið annað ??????

Það eru í gildi gjaldeyrishöft, sem gera það að verkum að ekki er hægt að flytja þær neysluvörur til landsins sem hver og einn myndi annars gera.  Þannig að þegar upp er staðið þá er þetta fremur vitlaus "frétt" og kemur engum á óvart, þetta er semsagt EKKIFRÉTT.
mbl.is Vöruskipti áfram hagstæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ Á SEMSAGT AÐ VERA ÓBREITT ÁSTAND!!!!!!

Tveir "handónýtir" frá Samfylkingunni og einn sem einskis má sín frá VG="Status Quo".  Skipunin í þessa nefnd er staðfesting á stöðu flokkanna sem mynda þessa verklausu ríkisstjórn.


mbl.is Kristrún skipuð formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ HEFUR BREYST????

Hversu einfalt getur fólk verið????  Er eitthvað erfitt fyrir fólk að átta sig á því að Ice(L)ave-samningurinn er undirritaður SAMNINGUR milli TVEGGJA aðila (reyndar þriggja í þessu tilfelli) og þegar svoleiðis er þá getur annar aðilinn EKKI EINHLIÐA sett fyrirvara við þann samning eftir eigin geðþótta og þannig BREYTT samningnum eins og honum sýnist.  Því er þarna eingöngu um sýndarmennsku og "trikk" af hálfu ríkisstjórnarinnar að ræða, til þess eins að fá þennan nauðasamning samþykktan og þannig að svíkja þjóðina til fátæktar og vesaldóms um ókomna framtíð.


mbl.is Styðja Icesave með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STROPAÐ LIÐ!!!!!!!

Nú er ekki eins Rannveig Rist hafi nokkuð til saka unnið.  Hún hefur unnið sig áfram af dugnaði og eigin ágæti, sjálfsagt á hún einhverja óvildarmenn og ekki kannski allir sáttir við hana en það réttlætir ekki svona VILLIMENNSKU, þarna er á ferðinni manneskja sem EKKERT hefur með efnahagsástandið að gera og þeir sem svona gera geta ekki verið í lagi.
mbl.is Skrifuðu illvirki á húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki það sem er kallað "AUKINN" meirihluti??????

Það kallast víst "aukinn" meirihluti þegar 2/3 eða meira eru í meirihluta.
mbl.is Meirihluti andvígur Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÚN HEFÐI ALVEG MÁTT VERA LENGUR Í FRÍI!!!!!!!!

Þvílíkt og annað eins að lesa þetta kjaftæði sem hún lætur fara frá sér, það þarf nú ekki mikinn sérfræðing til þess að sjá það AÐ ÍSLENDINGAR HAFA ENGAN MÖGULEIKA Á ÞVÍ AÐ STANDA VIÐ GREIÐSLUR AF ICE(L)AVE, ekki þarf nema að skoða fjárlög síðustu ára til að sjá þetta, ÞAÐ HEFUR ALDREI VERIÐ SÁ AFGANGUR Á FJÁRLÖGUM AÐ HANN NÁLGIST ÞAÐ AÐ DEKKA GREIÐSLURNAR AF ÞESSUM NAUÐASAMNINGI OG EKKI ER NEITT BJARTARA ÚTLITIÐ FRAMUNDAN.  Það er eiginlega það eina sem hún gerir í þessari grein er að taka undir með Evu Joly og ítreka það að við getum staðið við Ice(L)ave, svo segir hún AÐ ÞAÐ KOMI TIL GREINA að taka málið aftur upp við Gordon Brown, hvenær er það, er það þegar hún hefur lært nokkur orð í ensku og getur þá talað við hann eða er viðmiðið eitthvað annað?  Nei kannski hefði bara verið betra að hún hefði verið áfram í fríi???
mbl.is Segir Ísland geta staðið við skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

UMSKIPTINGURINN HEFUR TALAÐ!!!!!!!!!!!!

Ef hann hefði verið í stjórnarandstöðu, þá er nokkuð ljóst að hann hefði farið flikkflakk og heljarstökk í ræðustól Alþingis og viðhaft mörg skrautleg og eftirminnileg orð um Ice(L)ave-samninginn en nú þegar hann er kominn í ríkisstjórn stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi hans og trekk í trekk hefur hann gripið til ósanninda í málflutningi sínum bæði til þings og þjóðar.  Ekki getur hann horft til NÆSTU kosninga með tilhlökkun en það er nokkuð ljóst að þessi ríkisstjórn verður EKKI við völd út kjörtímabilið.
mbl.is Staðfestir heildarmyndina um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"DÝRT ER DROTTINS ORÐIÐ" ENN ER VERIÐ AÐ LJÚGA AÐ NEYTENDUM!!!!!

Það er búið að upplýsa það að þetta blaður um að "LÍFRÆNT RÆKTAÐ" sé betra og hollara, er bara blaður,  auglýsingaskrum og peningaplokk.  En það er samt haldið áfram með vitleysuna og það á að telja fólki trú um að það VERÐI að greiða hærra verð fyrir EGG ÚR FRJÁLSUM OG HAMINGJUSÖMUM HÆNUM".  Ég segi nú bara eins og PENN og TELLER "BULLSHIT".
mbl.is Brúnegg hækka um 20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband