Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
3.8.2009 | 21:35
Sérkennileg upplifun....
Ósköp venjulegur dagur hjá mér í gær, fór í Bónus í Njarðvíkunum og þar inni var manneskja með "andlitsgrímu", eins og maður sér læknana á "bráðavaktinni" með. Auðvitað fannst mér þetta skrítið og velti því fyrir mér hvort þetta yrði algeng sjón í framtíðinni?
![]() |
Svínaflensan komin á skrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2009 | 17:52
Andlega vanheilt lið aftur á ferðinni!!!!!!
Fjölmiðlarnir ala þessa vitleysu upp í þessum aulum með því að vera að fjalla um aðgerðir þessara vitleysinga!!!!!
![]() |
Aðgerðarsinnar fóru upp í vinnupalla við Hallgrímskirkju. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2009 | 11:51
HANN GELTIR ÞEGAR HONUM ER SIGAÐ!!!!!!!!!!!!!
Að bæta gráu ofan á svart, virðist vera nokkuð sem er Samfylkingarfólki mjög tamt í stað þess að athuga hvort ekki felist eitthvað sannleikskorn í því, sem fólk sem ekki er þeim alveg sammála lætur frá sér. Pistill Hrannars B. Arnarssonar er alveg dæmigerður fyrir þetta og alveg með ólíkindum að lesa skrif hans, þau bera merki um VANÞROSKA OG VANÞEKKINGU AF HANS HÁLFU og hann ætlar seint að læra það að hann ætti aðeins að kynna sér málin áður en hann fer að GASPRA um hluti sem hann hefur ekki nokkra hugmynd um. Skyldi heilög Jóhanna hafa SAGT honum að það þyrfti eitthvað að tjá sig um það sem Eva Joly var að skrifa? Hann geltir þegar honum er sigað.
![]() |
Hrannar sendir Joly tóninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2009 | 09:51
Hverskonar fréttaflutningur er þetta eiginlega??????????
"Að sögn lögreglu skapaðist engin hætta af brunanum, enginn nýtti sér aðstöðuna þegar kveikt var í og engir bílar voru í grenndinni. Brennuvargarnir eru ófundnir". Þetta er með því fáránlegra sem ég hef lesið, auðvitað notaði enginn kamrana meðan þeir stóðu í björtu báli, það segir sig alveg sjálft en það hefði aftur á móti getað verið að einhver hefði verið að "nota" kamarinn þegar kveikt var í.
![]() |
Kveikt í kömrum á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2009 | 00:02
Bankaleynd hvað????
Í þessu tilfelli er verið að tal um "GAMLA KAUPÞING" sem er farið í gjaldþrot gildir bankaleynd um það sem er gjaldþrota, þarf ekki skiptastjóri að hafa aðgang að ÖLLUM upplýsingum til að hægt sé að ganga frá búinu?
![]() |
Algjör þáttaskil með hruninu segir Björn Bjarnason |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |