Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

NÝR OG FRÁBÆR VINKILL Í UMRÆÐUNA UM ICES(L)AVE........

Ég leyfi mér hér að koma með "LINK" á stórkostlegt blogg Jakobínu Ingunnar Ólafsdóttur, þar sem hún skrifar mjög góða grein um Ices(L)ave frumvarpið og ástæðuna fyrir því að við eigum að hafna því í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun,, SJÁ HÉR.

GUNNARSSTAÐA-MÓRI.............................................................

Er ansi hreint þreytandi draugur frá Gunnarsstöðum í þistilfirði.  Ekki nægði það honum að plaga sveitunga sína heldur gerðist hann svo kræfur að hann fór á hið "háa" Alþingi og andskotaðist þar og var þar öllum til ama og leiðinda.  Hann linnti ekki látum fyrr en hann hafði valdið svo miklu tjóni, landi og þjóð, að seint verður bætt og jafnvel aldrei.  Vonandi tekst að kveða þennnan draug niður á laugardaginn.
mbl.is Þjóðin láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ ER EIGINLEGA ÁTT VIÐ????????????????

Eftir því sem haft er eftir upplýsingafulltrúanum veit hann ekki einu sinn hvort samninganefndin er á heimleið eða ekki.
mbl.is „Mjög virk samskipti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞVÍ EKKI AÐ GANGA ALLA LEIÐ????????

Ekki nóg með að ríkisstjórnin ráði ekki við vandann heldur virðist allt liðið sem situr á Alþingi gjörsamlega vanhæft og þeir sem sinna stjórnmálum fyrir hönd þjóðarinnar virðast hafa allt aðra hugmynd um hlutverk sitt en meginþorri þjóðarinnar hefur.  Til þess að stjórnmálamennirnir geti haldið áfram "sandkassaleiknum" (á kostnað þjóðarinnar) væri einfaldast að forsetinn skipaði UTANÞINGSSTJÓRN, sem kæmi bara niður í þing hálfsmánaðarlega og gæfi þinginu skýrslu, meira að segja væri nóg að senda skriflega skýrslu til að vera ekki að bruðla með tíma utanþingsstjórnarinnar.
mbl.is Frjór jarðvegur fyrir hefnigirni og hatur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FLEIRA VERÐUR AÐ KOMA TIL!!!!!!!!!!

Ekki eingöngu eru gjaldeyrishöftin að gera okkur óleik við "endurreisnina" heldur er þessi fáránlega vaxtastefna að ganga frá heimilunum og atvinnulífinu hér á landi.
mbl.is Verður að afnema gjaldeyrishöftin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER "ÞÖRF" Á AGS YFIRHÖFUÐ???????

Hvað "kostar" það Íslensku þjóðina að hafa þá ráfandi hér um????????????
mbl.is Ekki þörf á AGS lánunum fyrr en á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ ER EIGINGLEGA Á MILLI EYRNANNA Á VESALINGS MANNINUM?????????

Miðað við hvernig maðurinn talar og hegðar sér er ekki hægt að ímynda sér annað en hann sé með sk... eða jafnvel ekkert á milli eyrnanna.  Það virðist ekki vera nokkurt mál í hans huga að hafa af landsmönnum stjórnarskrárvarinn rétt þeirra og þar með að BRJÓTA  stjórnarskrána því hann veit að þessi Ices(L)ave lög sem á að kjósa um verða felld af þjóðinni og þar með verður ríkisstjórnarsamstarfið í hættu, samstarfið sem hann virðist tilbúinn til að FÓRNA ÖLLU fyrir jafnvel ÞJÓÐINNI og framtíð hennar.  Menn voru að gera grín að því að fjármálaráðherrann, sem var í embætti á undan Steingrími hafi verið dýralæknir ég fæ ekki betur séð en að jarðfræðingurinn sem er núna hafi toppað hann í vitleysunni og aulaganginum, eina sem jarðfræðingurinn hefur umfram dýralækninn er að hann er mælskar og á auðveldara með að ljúga sig út úr hlutunum.Það er tími til kominn að þjóðin losi sig við ÞESSAR MANNLEYSUR og SVIKALIÐ sem situr í stjórnarráðinu núna. 
mbl.is Segir ekki langt í land í Icesave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER EKKI KOMIÐ MEIRA EN NÓG AF ÞESSARI VITLEYSU?????????????

Enn sumir vita ekki hvenær þeir eiga að stoppa og hvenær mælirinn er fullur, við nefnum engin nöfn....en fyrsti stafurinn er Steingrímur ..............
mbl.is Engin niðurstaða í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ VERÐUR AÐ FARA SETJA MANNINN Í LYFJAPRÓF................

Eða setja hann í fjölmiðlabann áður en hann gerir enn minna úr stjórnarskránni, þjóðinni og vinnur óbætanlegan skaða með bullinu í sér.
mbl.is Viðræður geta haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐA BULL ER EIGINLEGA Í GANGI????????????????

Samningaviðræður um hvað og hvaða UMBOÐ hefur þessi samninganefnd????  Hefur þessi nefnd eitthvert sérstakt leyfi til brota á stjórnarskránni?
mbl.is Áforma ekki fleiri fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband