Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
31.5.2010 | 15:44
ER ÞETTA AÐ VIRÐA ÓSKIR KJÓSENDA????????????
Ég hef alltaf haft ágætis tilfinningu fyrir Guðrúnu Ágústu og kynntist henni ágætlega og kunni vel við hana þegar ég vann með henni fyrir nokkrum árum. Og þegar hún fór í framboð fyrir VG í bæjarmálapólitíkina voru fyrstu viðbrögð mín þau að þarna hefðu VG verið heppnir að njóta starfskrafta hennar, en svo bregðast krosstré sem önnur tré. Nú berast þær fréttir að hún ætli að styðja LANDRÁÐAFYLKINGUNA í Hafnarfirði til áframhaldandi VALDA, þeim sömu og kjósendur voru að HAFNA í kosningunum á laugardaginn. Sjálfsagt gerir landráðafylkingin kröfu um að fá bæjarstjórastólinn, sem svo Lúðvík Geirsson sem ekki náði kjöri, verður settur í. Þetta er Guðmundur Rúnar Árnason að mestu búinn að staðfesta. Hversu langt eru VG-liðar tilbúnir að ganga fyrir völdin??????
Stefnir í vinstristjórn í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2010 | 20:37
HVAR ER BOÐUÐ BREYTING???????
Enginn MEIRIHLUTI eða MINNIHLUTI, átti það ekki að vera ein af grundvallarbreytingunum???? Það eina sem hann heldur til streitu er að hann fái borgarstjórastólinn???? Öll kosningaloforðin farin í vaskinn, eins og hjónabandið hjá heita og kalda krananum.... Þegar öllu er á botninn hvolft er enginn munur á þessu framboði og öðrum, jú nema þetta fólk í Bezta flokknum er bara að djóka og hefur borgarbúa að fíflum.
Ræddu við Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2010 | 15:02
NEI EKKI AÐ BYRJA AÐ HLUSTA Á KJÓSENDUR FREKAR NÚ EN ÁÐUR....
Þrátt fyrir að kjósendur hafi sýnt Landráðafylkingunni GULA spjaldið núna í kosningunum og ekki verður séð að langt sé í RAUÐA spjaldið, þá á að halda áfram á "feigðarkúrsinum". VAR EINHVER AÐ TALA UM STJÓRNVISKU????
Munum halda áfram okkar verki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2010 | 10:14
SAMHRYGGIST REYKVÍKINGUM!!!!!!!!!!!!!!!!
Því þeim hefur "tekist" að kjósa yfir sig rugl og ráðaleysi næstu fjögur árin æ, æ aumingja þeir. Ég er svo lánsamur að búa ekki í Reykjavík en eins og áður segir þá finn ég til mikillar samúðar með Reykvíkingum. Vonandi að Jón Gnarr og hans fólk standi í lappirnar en einhvern veginn stórefast ég um það. Auðvitað þurfti hinn margumtalaði "fjórflokkur" á "refsingu" að halda en var það best gert með því að kjósa yfir sig eitthvað "örvæntingarframboð"??? Ég held ekki. Ef við horfum aftur í tímann, þá þarf ekki að skoða langt aftur til að sjá MJÖG slæmar afleiðingar svona "örvæntingaraðgerða". Gott dæmi er "búsáhaldabyltingin" sem skilaði okkur svo VERSTU RÍKISSTJÓRN allra tíma, verður það sama upp á teningnum núna????
Besti flokkurinn stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2010 | 14:37
NÚ SKIL ÉG AFHVERHU OKKUR, MÉR OG BAÐVIGTINNI, SEMUR SVONA ILLA....
Það getur nú verið erfitt að hætta að fá sér minnst sjö mjólkurhristinga á viku, ég veit ekki um aðra en ég er hræddur um að ég þyrfti að fara í meðferð, ég kannski "trappa" mig eitthvað niður....
Kaloríusprengja sem maður hristir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2010 | 11:07
HELDUR HEILÖG JÓHANNA AÐ FÓLK SÉ FÍFL???????????
Að bera svona kjaftæði á borð fyrir almenning og það á kjördag, er góður mælikvarði á þá virðingu/virðingarleysi, sem hún ber fyrir kjósendum.
Ekki lagt að Steinunni að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Annars var gott fyrir Reykvíkinga að fá þessa frambjóðendur í "Kastljósið" í gærkvöldi, þar kom það alveg greinilega í ljós að einungis TVÆR manneskjur eiga eitthvað erindi í borgarstjórn, hitt var bara "ÚRKAST". Einu manneskjurnar sem komu fram af einhverju viti og yfirvegun voru þær Hanna Birna Kristjánsdóttir og Helga Þórðardóttir. Reykvíkingar ættu að vera RUV þakklátir fyrir að hafa þennan þátt því nú ættu kosningarnar að verða mun einfaldari.
VG útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2010 | 20:43
ÞÁ KEMUR UPP NÝR OG ALVARLEGRI FLÖTUR Á ICES(L)AVE-MÁLINU...
Sem gerir þeim Heilagri Jóhönnu og Steingrími Joð erfiðara um vik að "kjafta" sig út úr því. Eina sem er vit í að gera í þessu máli er að dómstólar geri út um þá réttaróvissu, sem er og að sjálfsögðu unum við þeirri niðurstöðu sem verður í málinu og verði hún okkur í óhag, þá verður samið við Breta og Hollendinga um greiðsluna annars ekki flóknara er það nú ekki.
Í mál við Landsbankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að tala um að "spjótin" hafi staðið of mikið á LANDRÁÐAFYLKINGUNNI, vegna styrkjanna og að HÚNhafi ekkert haft með það að gera að "styrkjadrottningin" vék, eru ummæli sem eru svo augljóslega tómt kjaftæði. En hins vegar tek ég undir með henni að ALLIR styrkþegar, hvar í flokki sem þeir standa, eiga að koma fram og gera grein fyrir málum sínum. En hún kom því vel á framfæri að það er eitthvað MEIRA að hrjá hana en ELLIGLÖP.
Spjótin staðið um of á Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2010 | 13:31
ER BORGARAHREYFINGIN AÐ "STIMPLA SIG INN" SEM HRYÐJUVERKASAMTÖK?????
Og eru Hispola-samtökin í Palestínu fyrirmyndin??? Ef þetta fólk í "Borgarahreyfingunni" er ekki með á hreinu hvernig stjórnsýslan virkar þá er allt í lagi að ryfja það upp fyrir þá að skrifstofustjóri Alþingis sendi inn kæru vegna þssa máls til saksóknara og þar með er aðkomu hans að þessu máli að mestu lokið, hann á jú eftir að bera vitni í málinu, en það er undir saksóknara komið hvert framhaldið verður. Annars er alveg með ólíkindum þegar pólitísk öfl ætla sér að fara að vasast í dómsmálum, er mönnum ekki kunnugt um þrískiptingu valdsins eða er stjórnarskráin einskis virði í hugum þessa fólks???
Telja að skrifstofustjóri eigi að hugsa sinn gang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |