Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
3.8.2010 | 08:50
ÁHUGAVERÐ KENNING............
....En það verður "handleggur" að sanna hana, svona í fljótu bragði sé ég ekki hvernig það verður gert....
![]() |
Heimur inni í svartholum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2010 | 09:32
Þeir sem um málið fjalla þurfa að gera sér grein sér grein fyrir því að Herjólfur ÞARF VARAHÖFN!!!!!!!!!!!!!!
Það er nokkuð ljóst að það VERÐUR að ganga frá samningum, þess efnis að Þorlákshöfn verði varahöfn fyrir Herjólf, fyrir veturinn. Höfnin í Landeyjum er t....fín núna þegar er blíða upp á hvern dag en þegar ölduhæðin fer eitthvað upp fyrir þrjá metra þarna telst vera orðið ófært í höfnina og hvað verður þá gert??? Þær aðstæður geta varað í marga daga en aftur á móti má ölduhæð vera nokkuð mikil til þess að ekki sé fært í höfnina í Þorlákshöfn. Annars var ekki talað um að Herjólfur ÞYRFTIvarahöfn þegar siglingar hófust til Þorlákshafnar?????? Er það ekki vegna þess að menn eru að gera sér grein fyrir því að Landeyjahöfn var "flopp" og er einhver mesta áhættufjárfesting sem farið hefur verið í?????
![]() |
Ósamið um varahöfn fyrir Herjólf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2010 | 17:55
ER SVO LÍTIÐ Í FRÉTTUM AÐ SVONA "SMOTTERÍ" ER FRÉTTAEFNI?????
Það er mál þeirra sem að hafa komið að sjaldan eða aldrei hafi Þjóðhátíð í Eyjum farið jafn vel fram, að sjálfsögðu er hún ekki búin og eitthvað á kannski eftir að koma uppá. En eitthvað neikvætt varð að fjalla um, það er eins og það sé það eina sem fjölmiðlar séu eftir, það sem var "grafið upp" er að það hafa verið tekin 250 grömm af eiturlyfjum á svæðinu. Þar sem eru hátt í 20.000 manns að skemmta sér þykir þetta MJÖG lítið og gefur frekar til kynna hvað allt hefur nú gengið vel fyrir sig. Verði ekki meira en milli 30 og 40 fíkniefnamál geta aðstandendur hátíðarinnar orðið mjög ánægðir.
![]() |
Hafa lagt hald á 250 grömm af fíkniefnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2010 | 06:51
"HVÍL Í FRIÐI".....................
Ættingjar mannsins hafa sýnt hinum látna þvílíka óvirðingu öll þessi ár því útför er opinber staðfesting þess að jarðlífi viðkomandi sé lokið og margar frásagnir eru til um það að látinn maður hafi ekki öðlast "frið" fyrr en jarðneskar leifar hans hljóta endanlegan hvílustað. Hvað ættingjunum hefur gengið til er ekki gott að segja en ég held að það megi ganga út frá því að andlegu heilbrygði þeirra hafi verið eitthvað ábótavant.
![]() |
Sá elsti" hafði verið látinn í 30 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)