Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

ÞAÐ SÁST NÚ EKKI Í TUNGUNA Í HONUM ÞEGAR HANN BAR AF SÉR SAKIR UM AÐ HAFA SAGT ÓSATT Á ALÞINGI.............

Már Guðmundsson Seðlabankastjóri, sagði að aðallögfræðingur bankast hafi kynnt umrætt lögfræðiálit fyrir lögfræðingum Viðskiptaráðuneytisins.  FINNST MÖNNUM ÞAÐ TRÚLEGT AÐ RÁÐHERRA HAFI EKKI VERIÐ UPPLÝSTUR UM MÁLIÐ??????  Mér var sagt það þegar ég var lítill að tungan í manni yrði SVÖRT ef maður segði ósatt.  Hefur einhver skoðað tunguna í Viðskiptaráðherra?????
mbl.is Vissi ekki af áliti Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu lengi á að draga það að draga umsóknina að ESB til baka????????

Erum við virkilega þeir aumingjar að láta ESB kúga okkur endalaust með einhverjum innantómum hótunum????  Allir gera sér fulla grein fyrir því að Íslendingar og Færeyingar geta nú ekki haft mikinn áhuga á því að senda skip á veiðar á fiskimiðum sem fiskiskipafloti ESB-ríkja er búinn að þurrausa.  Ekki seinna en strax verður að draga þennan óþverra, sem ESB umsóknin er,til baka og koma í veg fyrir það að Landráðafylkingunni takist að innlima landið í þetta miðstýringarsamband.
mbl.is ESB hótar aðgerðum vegna makríls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slakt gengi Englendinga á HM í fótbolta skrifast EKKI á þjálfarann.......

Sökudólgurinn er frekar ofurlaunleikmanna.  Mér finnst það ekki líklegt að menn sem eru með 3 - 4 milljónir í laun á dag séu nokkuð að spila af fullri einbeitingu fyrir landsliðið þar sem einungis heiðurinn er í húfi en ef þeir meiðast illa getur fótboltaferill þeirra verið á enda, því er ekki ósennilegt að þeir einbeiti sér að því að komast heilir í gegnum leikinn og með því hugarfari vinnast ekki leikir.........
mbl.is Capello biðst afsökunar á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ VIRÐAST EKKI VERA NEIN TAKMÖRK FYRIR VILIMENNSKUNNI!!!!!!

Ég geri töluvert af því að renna yfir Norsku blöðin því mér finnst, sérstaklega núna síðasta árið að ég fái betra yfirlit yfir það sem er að gerast í heiminum heldur en á mbl.is.  Mig rak alveg í rogastans þegar ég las það að ÁTTAlæknar, sem voru á ferðalagi um Afganistan og voru á vegum hjálparsamtaka, höfðu verið stöðvaðir af skæruliðahóp, stillt upp í röð og skotnir (teknir af lífi), einum fylgdarmanni þeirra var sleppt vegna þess að hann muldraði eitthverjar setningar úr kóraninum.  Sex þessara lækna voru Þjóðverjar og tveir þeirra voru Ameríkanar.  Þeir voru á ferð um Norðaustur-Afganistan sem þykir einn varasamasti hluti landsins.  Þegar maður les svona lagað kemst maður ekki hjá því að hugsa með sér að best væri bara að láta þá (Afganistana) alveg afskiptalausa og leifa þeim að murka lífið hverjum úr öðrum afskiptalaust. 

Ekki hef ég séð einn einasta staf um þetta á mbl.is, kannski finnst þeim þetta ekki vera nein frétt en í Norsku blöðunum er þetta með "stríðsletri" en kannski finnst þeim á mbl.is þetta ekki vera nein frétt?????


KANN EKKI AÐ TAKA GAGNRÝNI...........................

Þar af leiðandi fór Iðnaðarráðherra þá leiðina að "hafa" orðið allan tímann og yfirgnæfa "stjórnanda" þáttarins, ef hann gerði sig líklegan til þess að hafa einhver áhrif á framgang viðtalsins með því að spyrja að einhverju óþægilegu.  En vegna þess að hún var of upptekin af því að stjórna atburðarrásinni missti hún út úr sérnokkrar staðreyndir og sennilega verður nokkuð hart sótt að henni á næstunni af Húsvíkingum, Alcoa og ekki síst af aðilum úr samstarfsflokknum í ríkisstjórn. 
mbl.is „Takmarkaður áhugi“ stjórnvalda á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"RUGL OG RÁÐALEYSI"!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Þarna kristallast alveg þetta "gagnsæi og allt uppi á borðinu" hjá "ríkisstjórn fólksins", auðvitað var forráðamönnum ríkisstjórnarinnar fullkunnugt um þetta en það verður fróðlegt að vita hvernig verður tekið á þessu.  En það vekur einnig athygli mína að eina ferðina enn stendur til að koma í veg fyrir að atvinnulífið komist af stað, með því að lækka stýrivextina bara PÍNULÍTIÐ og standa í vegi fyrir því að efnahagur landsins GETI rétt úr kútnum.  Enn einu sinni á að bera fyrir sig einhverjar fáránlegar útskýringar, sem engan veginn standa.
mbl.is Gagnrýna Seðlabankann harkalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞETTA EKKI "SMJÖRÞEFURINN" AF ÞVÍ SEM ER Í VÆNDUM????????

Þessir menn (útrásarvíkingarnir) eru búnir að "SJÚGA" til sín að mestu allt fjármagn í landinu og svo þegar á að reyna að ná einhverju brotabroti af þýfinu til baka þá beita þeir fyrir sig lögfræðiklækjum og endirinn verður sá að EKKERT endurheimtist af þessum glæpamönnum.
mbl.is Segir slitastjórnina í veiðiferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"SKIPTIR ENGU MÁLI ÉG VIL SAMTLÁTA ÞJÓÐINA BORGA ÞETTA"!!!!!!!!!!!!!!!!!

........Sagði Steingrímur Joð..............  Ég hef sagt það áður og endurtek "FYRIR HVERJA ER MAÐURINN EIGINLEGA AÐ VINNA"???????  Nú skulu Íslendingar sko fá að gjalda þess að hafa ekki viljað setja hann í nein FEIT embætti fyrr......
mbl.is Segja stjórnvöld eiga að standa með Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

  Þetta á að hafa gerst fyrir rúmum 30 árum:

Maður nokkur kom í bókabúð og hafði meðferðis bókalista úr skóla, meðal annars ætlaði hann að kaupa „lógaritmatöflur".

  • „ Nei, þær á ég ekki til" sagði afgreiðslumaðurinn „ en þú getur prófað í Apótekinu"!!!

MÁ EKKI SEGJA ÞAÐ SEM RÉTT ER????????

Ekki hélt ég að það ætti fyrir mér að liggja að taka upp hanskann fyrir Fjármálaráðherra en í þessu máli er ég alveg fullkomlega sammála honum.  Það þýðir ekkert fyrir erlenda kröfuhafa bankanna að láta eins og þeir komi af fjöllum í þessu og þykjast ekkert hafa vitað.  Auðvitað var þeim fullkunnugt um að þessi lán voru á "gráu" svæði og úrskurður dómstóla gat farið á hvorn veginn sem var og það er ekki eins og þeir hafi allar sínar upplýsingar frá Gróu á Leiti......
mbl.is Kvartað undan Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband