Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

VERÐUR ÞÁ EKKERT FREKAR GERT Í MÁLINU????????

Þarna hafa lögin verið brotin, eins og mönnum hafi verið borgað fyrir það (kannski var þeim borgað fyrir það) og menn láta bara ekki ná í sig, sinna ekki boðunum í skýrslutöku og fleira þess háttar.  Enn einu sinni reynir þarna á ábyrgð stjórnar og þá sérstaklega stjórnarformanns.  ALLT OF LENGI HAFA MENN GETAÐ STUNDAÐ SVONA SKÍTAVINNUBRÖGÐ ÁN ÞESS AÐ YFIRVÖLD TAKI Á ÞVÍ MEÐ VIÐEIGANDI HÆTTI.  Vissulega eru takmörk fyrir því hvenær "borgar sig" að grípa til aðgerða og verður bara að meta það í hverju tilfelli fyrir sig.  En það ætti að vera þannig að menn í það minnsta hugsi sig um áður en þeir feta svona brautir....................
mbl.is Bókhaldið strimlar í svörtum pokum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ERU FLEIRI EN HÚN, SEM ERU UGGANDI YFIR ÞRÓUN MÁLA!!!!!!!

Ég hef haldið því fram alveg frá upphafi að það hafi aldrei staðið til að draga NEINN fyrir dómstóla, SEM VAR AÐALGERANDI Í HRUNINU, ef við skoðum ákærurnar hingað til þá hefur einn ráðuneytisstjóraræfill verið dæmdur fyrir það að notfæra sér aðstöðu sína til að hagnast og tveir verðbréfastrákar fyrir ólögleg verðbréfaviðskipti og til að bæta gráu ofan á svart var það ekki sannað að þeir hefðu haft neinn hag af þessum viðskiptum sjálfir.  Það verða "tekin" einhver svona "smápeð" reglulega og hengd, með því verður álitið að verði hægt að "friða" almenning en STÓRU aðilarnir fara um frjálsir.  Þetta er mín skoðun á málinu og ég sé engin teikn um breytingu... 
mbl.is Verða að fara að ákæra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERNIG VAR ÞETTA HÆGT????????

Elgur og Villisvín eiga EKKERT sameiginlegt og þar að auki var þessi Elgur HVÍTUR.  Svo það á ekki að vera HÆGT að skjóta Elg í staðinn fyrir Villisvín  Þurfa menn ekki að fara til augnæknis og fleira svoleiðis áður en þeir fá leifi til að meðhöndla skotvopn????????
mbl.is Skaut elg í stað villisvíns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SÝNDARMENNSKA............

"Keyrum þetta HRATT núna svo menn nái ekki að koma saman og samræma framburðinn"...LoL    Hvar hefur sérstakur saksóknari eiginlega verið, veit hann ekki að það eru liðin rúm þrjú ár frá hruni og menn hafa haft nægan tíma til að moka yfir "skítaslóðina" sína og samræma framburðinn???????  Hefði ekki bara verið nær að henda þessum mönnum strax í fangelsi og hafa þá þar á meðan rannsókn stóð yfir???????
mbl.is Við erum að keppa við tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ERU ÞÁ FLEIRI RÁÐUNEYTI KANNSKI "ÓÞÖRF"?????????????

Fyrst Heilög Jóhanna og Gunnarsstaða Móri telja að Gunnarsstaða Móri geti sinnt störfum Efnahags- og Viðskiptaráðherra í kaffitímunum (eða með vinstri höndinni því hægri höndin veit hvort eð er ekkert hvað sú vinstri gerir), þá spyr maður sig hvort fleiri ráðuneyti séu svo að það megi bara hreinlega leggja þau niður.  Ekki eru ráðherrarnir á neinum "sultarlaunum" og ekki er  annar rekstur á þeim neitt mjög lítill og reksturinn á ráðuneytunum er ekkert talinn í tugum milljóna króna.  Kannski hefði mátt huga að þessu ÁÐUR en var farið að skera niður í heilbrigðis-, velferðar- og menntamálum???????????
mbl.is Ólga vegna ráðherraskipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

UM ÞESSA PRÓSENTU HEFÐU ALMENN LAUN ÞURFT AÐ HÆKKA.............

En það er ekki sama Jón og séra Jón.  Öll laun sem eru undir 350.000 í útborguð laun eru undir hungurmörkum.  Með þessu er Viðskiptaráðherra bara að viðurkenna þá staðreynd.............
mbl.is Hækkaði stjórnarlaun um 77%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

 

Hann borgaði henni með semingi það sem upp var sett, þau luku sér af og þegar hann var búinn að laga sig til sat hann þögull og gneyptur við stýrið.

Heyrðu, ætlarðu ekki að fara að keyra af stað ? sagði hún, því að henni var hætt að standa á sama um þetta.

„Sko, mér er illa við að þurfa að segja þér þetta en sannleikurinn er sá að ég er leigubílstjóri og fargjaldið aftur í bæinn gerir fimmtán þúsund kall".


ÞETTA ER EITT ALLSHERJAR SAMSÆRI GEGN HONUM "BLESSUÐUM SAKLEYSINGJANUM".................

Og nú virðast allir vinna að því að knésetja hann, já veröldin er vond og menn eru bara fullir af öfund vegna velgengni hans undanfarin ár og svífast einskis til að koma á hann höggi og virðist engu máli skipta þó "höggið" sé fyrir neðan beltisstað..................................
mbl.is Sakar Ingimar um skáldskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband