Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

ER EKKI BÚIÐ AÐ VERA AÐ LOFA AUKNUM FRAMKVÆMDUM OG MINNKANDI ATVINNULEYSI Í RÚM TVÖ ÁR?????

Eru einhver teikn á lofti þess efnis að stjórnvöld standi frekar við þessi loforð nú en áður??????  Það vekur athygli að Heilög Jóhanna og Gunnarsstaða-Móri "lofa" því að setja jafn mikið í að auka framkvæmdir eins og þau settu í að "bjarga" Sjóvá.... LoL  LoL  Tounge  Wink
mbl.is „Verðum að veðja á framtíðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ Á AUÐVITAÐ EKKI AÐ BORGA SKATT AF KAUPRÉTTI FYRR EN HANN ER NÝTTUR...

En strax og hann er nýttur myndast skattskylda. Lög um tekjuskatt kveða skýrt á um þetta þar af leiðandi get ég ekki með nokkru móti skilið hvernig Hæstiréttur kemst að þessari niðurstöðu?? Woundering   Svo eru menn hissa á að Hæstiréttur njóti ekki óskoraðs trausts..  Ekki er annað hægt en að taka ofan fyrir LÖGMANNI Bjarka fyrir að hafa dómara Hæstaréttar að fíflum...........
mbl.is Ekki skattur af sölurétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STJÓRNLEYSI HEFUR EKKERT AUKIST.......................

Því stjórnleysið hefur verið ALGJÖRT frá því að "ríkisstjórn fólksins" tók við stjórnartaumunum.  Því er það alveg rétt hjá Heilagri Jóhönnu að það sé ekkert stjórnleysi því það hefur aldrei verið nein stjórnun og hún veit bara ekki hvað stjórnun er..........
mbl.is Það er alls ekki stjórnleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AUÐVITAÐ HÖFÐU YFIRLÝSINGARNAR ÁHRIF.......................................

Að nokkur maður skuli vera svo barnalegur að halda að svo sé ekki jaðrar við heimsku.  Tilvonandi lánadrottnar skoða að sjálfsögðu rekstur fyrirtækisins, sem hefur vægast sagt verið dapur svo ekki sé nú meira sagt.  Við það bætist að miklar mannabreytingar hafa orðið í yfirstjórninni og hafa þessar breytingar verið fyrirtækinu dýrar, svo bætast við misgáfuleg ummæli frá stjórnarformanni og borgarstjóra, varla halda menn að þetta sé til að auka TRAUST tilvonandi lánadrottna?????
mbl.is Höfðu yfirlýsingarnar áhrif?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÖFNIN VERÐUR SENNILEGA "KLÁR" FYRIR SUMARTRAFFÍKINA...................

Svo ekki sé nú talað um þjóðhátíðina.  En ef Landeyjahöfn nýtist aðeins um 90 daga á ári, á þá að sigla með gamalli og úreltri ferju til Þorlákshafnar, alla hina daga ársins?????????
mbl.is Herjólfur ekki í Landeyjahöfn á föstudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞARF BORGARSTJÓRINN Í REYKJAVÍK EKKI AÐ FARA AÐ ÍHUGA STÖÐU SÍNA?????

Klæddist hann ekki kvenmannsfötum á setningu "Hinsegin Daga" síðasta sumar???????
mbl.is Sagði af sér fyrir að klæðast sem kona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

´"GRÍNIÐ" ÆTLAR AÐ VERÐA REYKVÍKINGUM DÝRT....................

Bezti flokkurinn, með Jón Gnarr fremstan í flokki, fór úr því að vera fyndinn í að verða hlægilegur og nú er svo komið að hann er bara aumkunarverður (það er bara vonandi að enginn sjái svo aumur á honum að hann greiði honum atkvæði sitt í framtíðinni því sá aðili væri orðinn jafn aumkunarverður ef ekki aumkunarverðari).  Því er haldið fram að ummæli borgarstjóra um OR valdi því að fyrirtækið fær hvergi lán.  Nú stendur til að borgin setji nokkra MILLJARÐA inn í OR til að fyrirtækið geti sýnt verðandi lánadrottnum betri stöðu og auka þannig líkurnar á því að fyrirtækið geti fjármagnað sig.  En ég hef ekki komið auga á að neinar tillögur hafi borist um það hvernig á að KOMA Í VEG FYRIR AРBULLIÐ í borgarstjóra verði OPINBERT og skaði borgina og fyrirtæki hennar meira en orðið er..............
mbl.is Engin lán til OR í bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MEÐAL ANNARS AÐ FLYTJA ÚT MEIRA AF ÓUNNUM FISKI.......................

Og það þegar fiskveiðar fara alltaf minnkandi ár frá ári, eða réttara sagt það kemur alltaf minni og minni afli AÐ LANDI.  Það er örugglega rétt að áhrifin á ferðaþjónustuna á svæðinu yrðu mjög jákvæð enda eru þvílíkar náttúruperlur á svæðinu að það væri vandséð hvernig hæg væri að komast hjá aukningu í ferðaþjónustu yrði af þessu?????  En sjávarútvegurinn er í vandræðum með að halda uppi fullri vinnu á svæðinu við núverandi aðstæður og hætt við að atvinna myndi alveg leggjast af, í þessari grein ef útflutningur á ferskum fiski myndi aukast.
mbl.is Stofna klasa nyrðra um millilandaflugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

REYNT AÐ BJARGA "PÓLITÍSKRI" LÍFTÓRU.....................................

Verði það svo að Ices(L)ave lll nauðunginni verði HAFNAÐ í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9 apríl, verður ekki annað séð en að "pólitísku" lífi Bjarna Benediktssonar sé lokið.  Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur í kjölfarið að kalla saman landsfund og kjósa sér formann sem fer að landsfundarsamþykktum flokksins en er ekki "hlaupatík" ríkjandi stjórnvalda.  Hann Bjarni er búinn að "leika svo hressilega af sér" sem formaður að ferlinum verður ekki bjargað úr þessu.
mbl.is Ákvörðun um framlengingu, ekki afnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GENGUR ÞETTA UPP???????????????

Að 86% vilji lögsækja Breta fyrir að beita hryðjuverkalögunum en svo vilji meira en helmingur landsmanna láta Bretana taka sig í "görnina" með því að borga Ices(L)ave?????  Eitthvað hljóta þessar "skoðanakannanir" að vera misvísandi eða þá að Svavars syndrómið sé svona gríðarlega sterkt hjá þjóðinni (Svavars syndrómið er þannig "ÉG BARA NENNI EKKI AÐ HAFA ÞETTA HANGANDI YFIR MÉR LENGUR")????
mbl.is 86% vilja fara í mál við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband