Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

"ALLIR VINNA".............................

Kannski hefur þessi maður verið að skapa sér atvinnumöguleika og fjölskyldunni lifibrauð og haft í  huga átakið allir vinna að öðru leyti en því að vegna þess að starfsemin var ekki lögleg þá hefði hann væntanlega ekki greitt virðisaukaskatt af sölunni og á móti fær hann ekki greiddan innskatt af hráefninu.  Af myndunum að dæma hefur allt verið til fyrirmyndar, snyrtilegt og vel upp sett.  Ég hefði alveg pottþétt keypt framleiðslu  af manni sem legði mikið upp úr hreinlæti og góðri skipulagningu.  Því af því getur maður nokkuð áætlað hvernig "varan" sem hann er með til sölu sé....
mbl.is Runnu á brugglyktina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ERU ÞÁ SKJÖLIN ÚR FJÁRMÁLARÁÐUNEYTINU, UM MÁLIÐ, SKÁLDVERK????

Og hver er þá höfundurinn?  Þessu þarf Gunnarsstaða-Móri að svara, það dugir ekki að koma bara fram í fjölmiðlum og SEGJAST EKKI HAFA GERT ÞAÐ SEM HANN ER ÁSAKAÐUR UM OG STYÐJA ÞAÐ EKKI MEÐ NEINUM GÖGNUM...................................
mbl.is Reyndi ekki að hafa áhrif á sölusamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

   

19 ljóskur stóðu fyrir utan sveita ball dyravörðurinn kom til þeirra og spurði hvað þær væru að gera þarna 19 saman og hvort þær ætluðu ekki að koma inn?

Þá svaraði ein ljóska af því að við verðum að vera 20 til að komast inn!


ÞARNA ER ALVÖRUMAÐUR Á FERÐINNI...........................

Þegar ég horfði á Magnús Scheving, í "Kastljósinu" í kvöld, gat ég ekki annað en fyllst aðdáun á manninum.   Hann sagði svo vel frá, hann þakkaði starfsmönnum , fjárfestum og öllum í kringum sig þann góða árangur sem náðst hefur í rekstrinum, hann gerði frekar lítið úr eigin þætti í öllu saman, sem engum dylst að er sá stærsti í þessu öllu saman.  Hann hefur í gegnum tíðina verið sá sem hefur dregið vagninn og með elju og bjartsýni hefur hann komið Latabæ þangað sem hann er í dag.  Það hefur skynið í gegn í öllum viðtölum við hann að þarna er mikill eldhugi á ferð og mikið væri lán okkar Íslendinga ef við ættum þó ekki væri nema einn stjórnmálamann sem kæmist með tærnar þar sem hann hefur hælana.  Mikið erum við Íslendingar heppin að eiga menn eins og Magnús Scheving.
mbl.is Vörumerki á heimsmælikvarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"ÝKJUHAGKERFIÐ" VIRÐIST VERA AÐ HJARNA VIÐ OG NÁ SÉR Á STRIK AFTUR............

Eitthvað virðist nú forsetinn fylgjast illa með því ekki held ég að það fari framhjá mörgum að allt fjármálalífið virðist stefna hér í sama horf og var hér fyrir "hrun".  Sama kjaftæðið er að byrja í bönkunum og fjármálafyrirtækjunum Það eina sem breytist er "hlutverkaskipanin".  Og vegna verka/verkleysis "Ríkisstjórnar Fólksins" getur atvinnulífið ekki tekið þátt í "nýja hrunadansinum"................................
mbl.is Forsetinn: Bóluhagkerfið að baki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"ALLT OPIÐ OG GAGNSÆTT"......................................

Svo kemur þessi "drullusokkur"  á Suðurnesin þar sem haldnir eru fundir um slæmt atvinnuástand á svæðinu og þykist ekkert vita hvað það er sem veldur.  Eru virkilega einhverjir sem halda því enn fram að EKKI sé LÍFSNAUÐSYNLEGT fyrir þjóðina að þetta lið fari frá sem allra fyrst?????
mbl.is Engin alvara á bak við stóru orðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚ ER "MÆLIRINN" FULLUR - MEIRA AÐ SEGJA BLINDFULLUR............

Ef þessi frétt er rétt þó ekki væri nema helmingurinn af henni ætti að draga þetta viðriðni, GUNNARSSTAÐA-MÓRA, fyrir LANDSDÓM ef þetta er ekki að vinna landi og þjóð skaða þá er ekkert til sem stjórnmálamenn mega ekki gera.  Það eru orðin svo mörg ákæruatriðin á þau skötuhjúin Heilaga Jóhönnu og Gunnarsstaða-Móra að það þyrfti að gefa ákæruna út í 15 binda bókaflokki. Fái VG (WC) eitt einasta atkvæði á Suðurnesjum í næstu kosningum, má með réttu fullyrða að þar sé um heilabilaða og algjörlega út úr heiminum andlega séð.
mbl.is Leynimakk með Magma Energy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SIGURINN VAR VISSULEGA GÓÐUR................................

Og langþráður, en ég er þess fullviss að sigrarnir verða fleiri verði HELENA ÓLAFSDÓTTIR ráðin næsti þjálfari karlaliðsins í knattspyrnu.  Því ekki????  Það er jú karl sem þjálfar kvennaliðið í knattspyrnu og hefur hann gert MJÖGgóða hluti.  Það hefur ekki verið reynt að fara þessa leið Helena Ólafsdóttir hefur verið mjög farsæll þjálfari og er ekki kominn tími til að reyna eitthvað nýtt með þetta handónýta lið okkar sem mátti þakka fyrir sigur í kvöld ef ekki hefði verið fyrir frábæran leik Hannesar í markinu hefði þessu leikur farið í jafntefli og jafnvel tap.
mbl.is Langþráður sigur í Laugardalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HALDA ÞEIR AÐ RUGLIÐ OG RÁÐALEYSIÐ MINNKI EITTHVAÐ VIÐ ÞAÐ???

Mér er það stórlega til efs að þetta lið, sem skipar "Ríkisstjórn Fólksins", skáni nokkuð við það  að bæta við "aðstoðarmönnum" nema náttúrulega að tveir aðstoðarmenn geta KLÚÐRAÐ meiru en einn.
mbl.is Heimilt að fjölga aðstoðarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JAFNVEL BRUSSEL STJÓRARNIR SJÁ AÐ EKKI ER EINHUGUR UM INNLIMUN...............

Auðvitað er mikið fleira en landbúnaður og sjávarútvegur sem stoppar á.  Helst er að nefna að það er meirihluti (70-80%) landsmanna á móti innlimun í ESB.  Nú vilja ESB menn fá það staðfest að raunverulegur áhugi sé á innlimun hjá landsmönnum.
mbl.is Samninginn í þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband