Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

ÞETTA ER EKKI NOKKUR SPURNING.........................................

Þetta eru bara sona típísk" viðbrögð hjá Íslenskum ráðamönnum, þegar eitthvað kemur upp á.  Hérna fyrir mörgum árum gerðist það að tveir ungir menn voru að "skemmta" sér og fengu þá flugu í höfuðið að skella sér útfyrir landsteinana.  En vandamálið var bara það að þeir áttu engan pening og þá voru góð ráð dýr.  Þeir fóru upp á Keflavíkurflugvöll og fóru bara upp í næstu flugvél og fengu sér sæti.  Svo leið og beið og farþegar fóru að tínast inn og um leið fór að þrengjast um vini okkar tvo.  Vélin fór í loftið og stefnan var tekin á New York og var lent á Kennedyflugvelli nokkru síðar.  Þar fóru þeir óáreittir út úr vélinni.  Eftir nokkra leit fundu þeirgat á girðingunni, sem var umhverfis flugvöllinn og fóru þar í gegn.  Þá fóru þeir í "bæjarferð" og voru í henni í einhverja klukkutíma.  Þeir fóru aftur í gegnum sama gatið á girðingunni og þarna var sama flugvélin enn þá svo þeir fóru bara um borðí hana.  Eftir nokkra stund fóru að tínast farþegar um borð og svo var lagt í hann áleiðis til Íslands og endaði ferðin á Keflavíkurflegvelli.  En það var borin kennsl á vinina við heimkomuna og sá sem bar kennsl á þá vissi að mennirnir áttu enga peninga og þar með komst allt saman upp.  Þetta atvik fréttist að sjálfsögðu og ALLIR sem voru á öryggisvaktinni á Kennedyflugvelli, þegar þetta átti sér stað, voru reknir hvort sem var um háttsetta eða undirmenn og öll öryggisplön voru yfirfarin.  En á Keflavíkurflugvelli gerðist ekkert.  Þó svo að þetta atvik núna sé ekki alveg sambærilegt, enda eru um 35 ár sem líða þarna á milli, þá virðist ekki mikið hafa breyst í sumu hér í stjórnkerfinu.............
mbl.is Bíður skýrslu flugmálastjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞESSAR TÖLU SÝNA EKKI ALGJÖRLEGA STÖÐUNA..................

Því þarna hlýtur að vera reiknað með mun lægri launum en gengur og gerist svona almennt.  Þeir útreikningar sem ég hef séð sýna 53% - 62% að sjálfsögðu fer það eftir launum.  En þetta hlýtur að segja Heilagri Jóhönnu og Gunnarsstaða Móra og jafnvel verður farið í að setja á fjórða skattþrepið eða lækka skattþrepin þannig að menn fari fyrr að borga hærri skatta, að það sé hægt að skattpína þjóna meira en gert er og þar með að bruðla meira með skattpeningana.............
mbl.is Skattadagur SUS í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VAR WEBBER AÐ SKRIFA UNDIR FRAMHALDSSAMNING VIÐ RED BULL???

Það vildi Eddie Jordan meina áðan, þegar hann var að fara yfir keppnina.  Hann fór yfir keppnina í Valencia og svo Silvestone kappaksturinn, Eddie fannst það liggja á augum uppi að í Valencia hefði allt verið upp í loft hjá Webber og framtíðin þar með öllu óráðin, enda hefði árangurinn verið eftir því.  En núna var allt annað uppi á teningnum, holningin á Webbber hefði verið allt önnur og sjálfstraustið heði lýst af honum langar leiðir og ég er bara ekki frá því að þetta sé bara rétt ályktað hjá kallinum, ég verð alla vega ekki mjög undrandi ef það væri tilkynnt næstu daga að Red Bull hefði samið við Webber, í það minnsta út næsta á.  Þó svo að Horner vildi ekki staðfesta þetta áðan í viðtali við BBC.  En þær voru nokkuð alvarlegar áskanirnar sem Sergio Peres kom með á Pastor Maldonado.  Hann sagði að Maldonado væri stórhættulegur ökumaður og margir ökumenn væru bara skíthræddir við hann, sem ekki bæri virðingu fyrir einu eða neinu, hvorki öðrum ökumönnum né reglum.  Hvað sem þessum ummælum líður þá hefur Maldonado, verið þáttakandi í mörgum óhöppum, á brautinni, þetta árið og alvarlegast var að sjálfsögðu atvikið í Mónakó þar sem hann notaði bílinn sem vopn gegn Perez.  Maldonado verður að fara að skoða aksturstækni sína og komast að því hvort hann þurfi að gera einhverjar endurbætur þar á..........

STRAX FARIN AÐ SKJÓTA SÉR UNDAN .............................

Það er greinilega ekki sama hver á í hlut.  Þegar Baldur Hermannson bloggaði á EINKASÍÐU sinni um hluti sem ekki þóttu alveg sæmandi og fóru fyrir brjóstið á einhverjum, var hart brugðist við af yfirmönnum hans og honum hreinlega sagt að annað hvort færi hann í "bloggfrí" eða hann HÆTTI að vinna á þeim vinnustað, sem hann var á.  Niðurstaðan varð sú að hann fór í "bloggfrí".  Nú kemur svipað dæmi upp og þá allt í einu kemur yfirmanninum ekkert við hvað maðurinn skrifar á einkasíðu sinni.  Er ekki til neitt sem heitir samræmdar reglur yfir svona lagað?????  Það er alveg með ólíkindum að enginn geti í rauninni vitað hvað má og hvað ekki í þessu bloggi......................
mbl.is Skilur ekki afstöðu Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FRAMGANGA GUNNARSSTAÐA MÓRA OG FYLGIFISKA HANS ÆTTI NÚ EKKI AÐ KOMA NEINUM Á ÓVART...............

Eða hefur maðurinn, sem hefur verið lengi í pólitík og orðið vitni að mörgu misjafnlegu, aldrei heyrt um eða komist í kynni við úlfa í sauðagæru????????  Gunnarsstaða Móri og félagar í VG (WC) fengu megnið af sínum atkvæðum í síðustu þingkosningum, vegna eindregnar andstöðu við ESB.  Það var fyrsta verk Gunnarsstaða Móra að svíkja þetta kosningaloforð sitt, sagt er að hann og Heilög Jóhanna hafi verið BÚIN að semja um málið FYRIR kosningar.  Mér segir svo hugur að framganga Gunnarsstaða Móra í ráðherratíð hans hafi komið mörgum á óvart, miðað við tal hans og gjörðir þegar hann var í stjórnarandstöðu...................................
mbl.is Gagnrýnir forystumenn VG harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER EITTHVAÐ ÞARNA SEM EKKI ÞOLIR SKOÐUN??????????

Það er líka bara mikið fleira í Reykjanesbæ en samskiptin við Fasteign, sem þyrfti að skoða.  Ekki væri úr vegi að skoða ALLT sem hefur átt sér stað á vallarsvæðinu og svo er margt fleira.........................
mbl.is Vill að sérfræðingur skoði Fasteign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÁ HAFA VINSTRI MENN TÆKIFÆRI TIL AÐ KOMA "SÍNUM" MÖNNUM AÐ..

Vinstri mönnum hefur verið tíðrætt um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fyllt Hæstarétt af sínum mönnum.  Auðvitað er þessi umræða ekki boðleg, að það skuli vera opið fyrir það að Framkvæmdavaldið geti haft áhrif á val fólks í Dómsvaldið ætti ekki að vera NEINN möguleiki. Við búum við þrískiptingu valdsins og þarna á milli Á EKKI AÐ VERA NEIN TENGING en raunin er sú að tengingin er til staðar.  En hvernig væri hægt að koma í veg fyrir þetta?????
mbl.is Auglýst eftir dómurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín


Búktalari nokkur
sat með lítinn brúðukarl í fanginu á veitingastað einum í Kópavogi og skemmti
viðstöddum með hafnarfjarðar bröndurum. Er hann hafði sagt nokkra slíka steig
stór og illilegur maður og sagði:"Mér líkar ekki þetta grín þitt um okkur
Hafnfirðingana."  "Fyrirgefðu", svaraði búktalarinn hissa,"en þetta eru nú bara".................

 "Ég er ekki að tala við þig", greip
Hafnfirðingurinn fram í ,"heldur þennan litla náunga sem þú ert með í fanginu".


VONANDI FINNST HANN SEM FYRST...............

Svo kostnaðurinn verði sem allra minnstur og svo það verði hægt að SKJÓTA hann sem allra fyrst............
mbl.is „Allt gengur sinn vanagang“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HANN ER BARA ALLTAF ÚTI Á TÚNI KALLGREYIÐ................

Hann hefði kannski bara átt að halda sig á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, þá hefði hann getað haldið sig á túninu í eiginlegri merkingu....  Það er orðinn nokkuð hvimleiður ávani hjá honum, að bregðast þannig við hlutunum AÐ ÞYKJAST EKKI VITA NOKKURN SKAPAÐAN HLUT UM MÁLIÐ þegar hann er spurður um hlutinn.  Heldur hann virkilega að hann komist endalaust upp með þennan hráskinnaleik?????
mbl.is Ummæli Damanaki koma á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband