Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Föstudagsgrín

 

Jónas fór að heimsækja aldraðan föður inn á elliheimili. Hann fann gamla manninn þar sem hann sat á stól í setustofunni. Rétt hjá var ein af hjúkrunarkonunum sem sáu um að gamla fólkinu liði vel og tæki pillurnar sínar. Jónas settist hjá föður sínum og fór að segja honum tíðindi að heiman. Eftir smá stund byrjaði pabbi gamli að hallast til vinstri í stólnum sínum og þegar hallinn var orðinn hættulega mikill stökk hjúkrunarkonan til og rétti hann við aftur.
Enn leið smá stund og nú fór sá gamli að hallast til hægri og enn kom hjúkkan og rétti hann við. Þetta gekk svona mestallan heimsóknartímann, pápi hallaðist til skiptis til hægri og vinstri og hjúkkan rétti hann við. Rétt áður en heimsóknartíminn var búinn sagði Jónas við föður sinn. Jæja, pápi minn, og hvernig hefurðu það svo hérna á þessu nýtísku elliheimili?  Jú, þakka þér fyrir, sagði sá gamli. Við höfum svo sem allt til alls og maturinn er ekki skorinn við nögl. Það eina sem hægt er að kvarta yfir er að helvítis hjúkkurnar vilja ekki leyfa manni að reka við!


FERÐIRNAR MILLI LANDS OG EYJA...............

Voru mun öruggari þegar SKAFTFELLINGUR var í ferðum milli Lands og Eyja og svo bera menn á móti því að samgöngur hafi færst aftur um marga áratugi með tilkomu Landeyjahafnar.........
mbl.is Fyrsta ferð Herjólfs fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MIÐAÐ VIÐ ÞESSA SPILAMENNSKU...........................

Væri það bara waist  of money and time að senda þær á EM.  Það þýðir ekkert að vera að væla yfir einhverjum smáatriðum, stelpurnar spiluðu bara hörmulega og það var bara engin sem stóð upp úr nema kannski Florentina Stasjú í markinu en samt sem áður átti hún "dapran" dag eins og allar hinar.........................
mbl.is HM-draumurinn að engu eftir risatap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SJÓMENN OG FJÖLSKYLDUR ÞEIRRA.....

Um þessar mundir eru 75 ár frá því að Sjómannadagurinn, sem slíkur varð til.  Þessi hátíðisdagur hefur gengið í gegnum hæðir og lægðir í gegnum tíðina en verst er, í hugum margra (og er ég einn þeirra), að ýmsir eru að reyna að troða öðrum nöfnum á þennan  dag, hver ástæðan er, er svo annað mál en mér dettur helst í hug að þeir sem eru að þessu finnist "sjómannadagurinn" alls ekki nógu og "nútímalegur" en er það ekki einmitt málið að við erum að heiðra SJÓMENN og þakka þeim störf þeirra en ekki hafið.   Það dró skugga yfir helgina að franska konan skyldi týnast en sem betur fer fannst hún heil á húfi og enn einu sinni sönnuðu björgunarsveitirnar hversu öflugar og góðar þær eru.  Ekki veit ég hvar við værum stödd án björgunarsveitanna og seint getum við þakkað allt þeirra starf og fórnfýsi meðlima þeirra. Að lokum vil ég óska ÖLLUM sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn..................


mbl.is Þyrluáhöfn heiðruð fyrir björgunarfrek (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI, ÞVÍ ÞEIR VORU SVO UPPTEKKNIR AF INNLIMUNARVIÐRÆÐUNUM...

Og svo var og er LANDRÁÐAFYLKINGIN ekki með neina raunveruleikatengingu og veit ekkert um hvað brennur á fólkinu í landinu...................
mbl.is Áttuðum okkur ekki á skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞÁ "SUMARÁÆTLUNIN" KOMIN Í GAGNIÐ ÞETTA ÁRIÐ????

En enn geta komið einstaka dagar, þar sem verður ófært í Landeyjahöfn.  Svo er bara að vona að höfnin verði enn nothæf þegar nýtt skip loksins kemur......................
mbl.is Herjólfur siglir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband