TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SJÓMENN OG FJÖLSKYLDUR ÞEIRRA.....

Um þessar mundir eru 75 ár frá því að Sjómannadagurinn, sem slíkur varð til.  Þessi hátíðisdagur hefur gengið í gegnum hæðir og lægðir í gegnum tíðina en verst er, í hugum margra (og er ég einn þeirra), að ýmsir eru að reyna að troða öðrum nöfnum á þennan  dag, hver ástæðan er, er svo annað mál en mér dettur helst í hug að þeir sem eru að þessu finnist "sjómannadagurinn" alls ekki nógu og "nútímalegur" en er það ekki einmitt málið að við erum að heiðra SJÓMENN og þakka þeim störf þeirra en ekki hafið.   Það dró skugga yfir helgina að franska konan skyldi týnast en sem betur fer fannst hún heil á húfi og enn einu sinni sönnuðu björgunarsveitirnar hversu öflugar og góðar þær eru.  Ekki veit ég hvar við værum stödd án björgunarsveitanna og seint getum við þakkað allt þeirra starf og fórnfýsi meðlima þeirra. Að lokum vil ég óska ÖLLUM sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn..................


mbl.is Þyrluáhöfn heiðruð fyrir björgunarfrek (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann, góð skrif hjá þér sem ég tek heilshugar undir. Við eigum þyrluáhöfnum mikið að þakka, þarna fyrir vestan var virkilega erfið björgun sem endaði vel eins og svo oft áður og vel til þess fallin að heiðra áhöfn þyrlu og LHG.

Hvað varðar þá sem eru að reyna að troða öðru nafni á Sjómannadaginn þá eru þeir forustumenn sjómanna sem þetta samþykkja gjörsamlega slitnir úr tengslum við sjómennina, en eru samt kosnir af sjómannafélögum á Reykjavíkursvæðinu. Ég held samt að Sjómenn séu að vakna og gera sér grein fyrir að þarna er verið að fela Sjómannadaginn þeirra, og þetta sé móðgun við sjómannastéttina .

Takk fyrir þitt innlegg um þetta mál.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.6.2013 kl. 13:27

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér innlitið Sigmar og góð orð.  Enilega ef þú hittir Ármann að skila kveðju.

Jóhann Elíasson, 2.6.2013 kl. 13:58

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, hérna að ofan er ég svo hjartanlega samála ykkur bloggvinum mínum Sigmar og Jóhann.

Ég veit ekki hvort ég á að hafa fleiri orð um það því þið hafið skrifað allt það sem býr í mínu hjárta.

Jóhann, er nokkuð fyrirhuguð ferð til Eyja í sumar? Þú veist að ég hefði gaman af því að hitta þig. :-)

Kær kveðja rá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 2.6.2013 kl. 17:39

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir innlitið Helgi.  Ég er ekki búinn að plana neitt en það er nokkuð öruggt að ef ég kem til Eyja, þá ert þú efstur á blaði yfir þá sem ég heimsæki og Óli Ragg...............

Jóhann Elíasson, 3.6.2013 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband