Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013

ÞETTA VAR NÚ OF AUÐVELT FYRIR ÞJÓÐVERJANA..................

Kannski bar Íslenska liðið of mikla virðingu fyrir þeim Þýsku í það minnsta gerðu þær ekkert til að gera leikinn nett erfiðari fyrir þær.  Eitthvað var það Íslenska liðið náði sér aldrei á strik, þær byrjuðu ekki einu sinni.  Það var varla hægt að segja að það væri "lífsmark" með Íslensku leikmönnunum, nema Glódís Perla varðist mjög vel og gerði marga góða hluti og svo var hún Guðbjörg Gunnarsdóttir alveg frábær í markinu og það var fyrir hennar leik að Íslenska liðið var ekki niðurlægt algjörlega í kvöld.  Ætli þær sér lengra þá verða þær að taka sig heldur betur saman í andlitinu fyrir leikinn við Holland..............................
mbl.is Öruggur 3:0 sigur Þjóðverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEVER ENDING STORY................

Alveg er það með endemum hvað fjölmiðlar ætla að japla lengi á þessu sem ekki einu sinni er lengur fréttaefni.  Flestir eru búnir að fá alveg upp í háls af kjaftæðinu í kringum þetta mál og verða örugglega fegnir þegar þessu er alveg lokið....................
mbl.is Snowden „martröð“ fyrir Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ EINA SEM DUGIR ER AÐ "STOKKA" LÍEYRISSÓÐSKERFIÐ ALVEG UPP.......

Yfirbygging kerfisins er þannig í dag að að megnið af iðgjöldunum fara í rekstur þeirra.  Að sjálfsögðu  er staða lífeyrissjóðanna eins misjöfn og þeir eru margir og auðvitað kemur ekki á óvart að staða LSR er lang verst.  Það er alveg með ólíkindum að hér á landi skuli ekki vera EINN OG SAMI LÍFEYRISSJÓÐURINN FYRIR ALLA LANDSMENN til dæmis er Jón ekki með sama lífeyrissjóð og séra Jón.  En svo er séra Jón greinilega miklu meira virði en Jón því RÍKIÐ (við) ábyrgjumst lífeyrisgreiðslur til séra Jóns en Jón getur étið það sem úti frýs og getur bara dáið drottni sínum, þegar hann hættir að vinna.  Og svo er náttúrulega sá aumingjaskapur sem verkalýðshreyfingin hefur gert sig seka um EN ÞAÐ ER AÐ HLEYPA ATVINNUREKENDUM INN Í STJÓRNIR LÍFEYRISSJÓÐANNA OG ÞAÐ Á ALGJÖRLEGA FÖLSKUM FORSENDUM.  Atvinnurekendur hafa fengið sæti í stjórnum lífeyrissjóðanna á þeim forsendum að ÞEIR GREIÐI SVO MIKIÐ Í SJÓÐINA Í FORMI HINS SVOKALLAÐA MÓTFRAMLAGS.  En við skulum skoða tilurð MÓTFRAMLAGSINS:  Þannig var að atvinnurekendur treystu sér ekki í beinar launahækkanir í einum samningunum og varð úr að þetta MÓTFRAMLAG Í LÍFEYRISSJÓÐ varð til.  Því má með sanni segja að atvinnurekendur GREIÐA EKKI EINA EINUSTU KRÓNU Í LÍFEYRISSJÓÐ HELDUR ER MÓTFRAMLAGIÐ HLUTI AF LAUNAKJÖRUM LAUNAMANNSINS............................
mbl.is Vilja hækka lífeyrisiðgjald í LSR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FARA "MANNRÉTTINDSAMTÖK" EFTIR VÆNTANLEGRI ATHYGLI ÞEGAR AÐSTOÐAÐ ER VIÐ MÁLIN?????

Birgitta Jónsdóttir og aðrir píratar og ekki má gleyma Ögmundi Jónassyni, Ástþóri Magnússyni og fleirum sem hafa farið mikinn og verið með miklar yfirlýsingar um málefni Snowdens.  En annað mál kom upp fyrir nokkru þar sem Nígerísk kona, sem hafði verið seld í vændi, kom fram og aðstoðaði lögreglu í Danmörku við að uppræta mansalshring og bjarga þannig mörgum mannslífum og mörgum konum og körlum frá ömurlegu lífi.  Þakkirnar sem hún fékk voru að henni var neitað um dvöl í Danmörku og send aftur til Nígeríu.  Ekki man ég til að Birgitta og Ögmundur ásamt fleirum hafi nokkuð fjallað um þetta mál.  Var það kannski ekki nógu og fjölmiðlavænt?????


mbl.is Kemst ekki frá Rússlandi og vill hæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

A married man was having an affair with his secretary.
One day they went to her place and made love all afternoon.
Exhausted, they fell asleep and woke up at 8 PM.
The man hurriedly dressed and told his lover to take his shoes
outside and rub them in the grass and dirt.
He put on his shoes and drove home.
"Where have you been?" his wife demanded.
"I can't lie to you, he replied, I'm having an affair with my secretary.
We had sex all afternoon".
She looked down at his shoes and said:  "You lyin' bastard!
You've been playing golf!"


NORSKU BLAÐAMENNIRNIR ERU HENNI EKKI SAMMÁLA UM RÉTTMÆTI VÍTISINS.........

En eins og einn þeirra sagði: Dómarinn dæmdi víti og það verður víst að taka því.......  Ég verð að kallast hlutlægur en ég sá ekki að það væri neinn vafi þarna ÞETTA VAR KLÁRT VÍTI.  En mér fannst nú að stelpurnar hefðu átt að spila miklu betur í fyrri hálfleik og markið hjá Norðmönnum var nú frekar í ódýrari kantinum.  En þær sýndu góða takta í seinni hálfleik...............
mbl.is Sara: Þetta var klárlega víti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STENDUR EKKERT TIL AÐ FARA AÐ TAKA Á ÞESSUM HRYÐJUVERKASAMTÖKUM?????

Það er alveg með ólíkindum hvað þessu öfgaliði er hleypt langt........................
mbl.is Segjast hafa hindrað flutning á hvalkjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"KÖLD ERU KVENNA RÁÐ"..................

En fannst henni virkilega að maðurinn væri betur settur dauður en að þurfa að lifa með því að hún myndi hverfa á braut????????
mbl.is Betra að myrða hann en skilja við hann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÉTT OG EKKI RÉTT - HVORT KEMUR Á UNDAN HÆNAN EÐA EGGIÐ??

Það er í sjálfu sér alveg rétt að ÞAÐ VORU EKKI 90% LÁNIN SEM URÐU TIL AÐ KOLLSTEYPA ÍBÚÐALÁNASJÓÐI HELDUR INNKOMA VIÐSKIPTABANKANNA Á HÚSNÆÐISMARKAÐINN.  Jú Íbúðalánasjóður byrjaði á að lofa 90% lánum, viðskiptabankarnir byrjuðu á því að lofa því sama en þar sem fólk virtist vera "tortryggið" gagnvart þeim var þetta fljótlega hækkað í 100% og þá fóru hjólin að snúast.  Fólk tók 100% lán hjá viðskiptabönkunum og greiddi síðan upp Íbúðasjóðslánin, sem hvíldu á viðkomandi eign (mörg dæmi eru um það að sama eignin hafi skipt um eigendur þrisvar sinnum á ári þegar aksjonin var sem mest) svo LÁNAÐI Íbúðalánasjóður viðskiptabönkunum uppgreiðsluna og aðstoðaði þá þannig við að koma sjálfum sér AF húsnæðismarkaðnum.  En MARKAÐURINN virkaði náttúrulega eins og hann átti að gera meiri eftirspurn kallaði á gífurlega hækkun fasteignaverðs og úr varð alveg heljarinnar "FASTEIGNABÓLA".  Margir vilja líkja þessu ástandi, sem skapaðist hér álandi á fasteignamarkaðnum, við ástandið sem skapaðist í Bandaríkjunum í kjölfar "undirmálslánanna" svokölluðu, í það minnsta er sú samlíking mjög áhugaverð...................
mbl.is 90% lánunum ekki um að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÁ ER ÞESSU MÁLI VONANDI LOKIÐ AF OKKAR HÁLFU...................

En það eiga eftir að koma upp fleiri svona mál, þar sem Birgitta og hennar líkir eiga eftir að vekja á sér athygli..................................
mbl.is Sagður hafa þegið boð um hæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband