Bloggfærslur mánaðarins, september 2013

RAIKKONEN AFTUR TIL FERRARI..................

Eddie Jordan var alveg harður á þessu og hann sagði að það væri alveg sama hversu Massa stæði sig þetta væri búið að ákveða og aðeins eftir að tilkynna það opinberlega.  Samkvæmt Finnsku dagblaði er þetta allt klárt Raikkonen á að hafa gert tveggja ára samning við Ferrari og það verði tilkynnt opinberlega á miðvikudag eða fimmtudag....................

ÞEIR HLJÓTA NÚ AÐ VERA MJÖG TVÍSTÍGANDI ÞARNA FYRIR NORÐAN......

Því ekki er nú beinlínis hægt að segja að hún sé hvers manns hugljúfi og það hefur sýnt sig í gegnum árin að það er afskaplega erfitt að vinna með manneskjunni svo ekki sé nú fastar að orði kveðið.  Sjálfsagt er hún með fræðin alveg á hreinu en mannleg samskipti virðast þvælast eitthvað mikið fyrir henni og jafnvel ekki til í hennar orðasafni.
mbl.is Ekki búið að ráða Ólínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVER SKYLDI STANDA UPPI Í ÖÐRU SÆTI Í SLAGNUM UM HEIMSMEISTARATITILINN????

Það er orðið deginum ljósara að það þarf eitthvað mikið að gera til að Sebastian Vettel verði ekki heimsmeistari þetta árið.  En slagurinn verður um annað sætið og eins og er stendur Fernando Alonso náttúrulega best að vígi þar, Raikkonen vann mjög vel úr málum í dag en vissulega voru það vonbrigði fyrir hann að fara stigalaus úr keppninni í dag.  En miðað við alla þá erfiðleika sem voru hjá Hamilton í dag er árangur hans aðdáunarverður og að sjá slaginn milli hans og Raikkonen á 48 hring var með allra bestu skemmtnum í formúlunni hingað til.  Þau stig sem Hamilton náði í  í dag geta orðið mjög dýrmæt þegar upp er staðið.  Með frammistöðu sinni í dag gerði Massa Ferraristjórunum lífið leitt, þó svo að Eddie Jordan standi fastur á því að Raikkonen verði ökumaður Ferrari á næsta ári.  Hulkenberg gerði mjög vel að ná fimmta sætinu og varðist hann mjög vel í atlögum Rosbergs að því.  Reyndar spái ég Alonso öðru sætinu en það er ekki hægt að afskrifa þá Raikkonen og Hamilton.  Kannski er það óskhyggja hjá mér en ég á frekar von á því að Raikkonen taki þriðja sætið, það virðist vera að Hamilton sé í einhverri andlegri krísu um þessar mundir, vonandi nær hann að vinna úr því sem allra fyrst.
mbl.is Vettel einn á báti alla leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ KOM EKKI Á ÓVART - EN..................

En Webber hefur aldrei áður náð svona góðum árangri á Monza (annað sæti) og vonandi gefur það góð fyrirheit um keppnina á morgun þá kveður hann Evrópu með stæl í sinni síðustu Evrópukeppni í formúlu 1.  En maður dagsins er að sjálfsögðu Nico Hulkenberg, að vera í þriðja sæti á þessari braut er náttúrulega alveg stórkostlegt hjá honum og enginn reiknaði með þessu sérstaklega í ljósi þess að hann varð aðeins í 12 sæti á síðustu æfingu.  En tíðindi dagsins koma úr herbúðum Ferrari, Massa var einu sæti ofar en Alonso.  Eitthvað er að gerast hjá Alonso (sagan segir að hann hafi fundað stíft með forráðamönnum McLaren undanfarið) og eitthvað eigi liðið hja Ferrari erfitt með að vinna með honum.  Það voru gripin upp samskipti hans við liðið í talstöðinni eftir að úrslit í tímatökunni voru ljós og þar sagði hann: "You´re all stupid" svona ummæli gefa sögusögnum byr undir báða vængi, sennilega er staða hans innan liðsins orðin ansi tæp..................
mbl.is Vettel á ráspól í Monza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG VERÐUR ÞÁ BARA SAGT: "SHIT HAPPENS"??

Og allt búið? Verður málið ekki rannsakað frá upphafi til enda? Finnst mönnum virkilega ekkert athugavert við framgöngu Gunnarsstaða Móra í málinu????
mbl.is Kröfur í bú SpKef 36 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Fimm ára og
fjögurra ára strákpjakkar eru inni í svefnherbergi að ræða málin: "Veistu? Ég
held að það sé kominn tími á að við byrjum að blóta."Sá fjögurra ára kinkar
kolli til samþykkis.Hinn heldur áfram: "Þegar við komum fram í morgunmat, . .
.þá segir þú helvítis og ég segi andskotans?"Sá yngri samþykkir ákafur.Svo koma
þeir að að eldhúsborðinu og mamma þeirra spyr þann eldri hvað hann vilji fá í
morgunmat."Mig langar í eitthvað annað en andskotans Cheerios."Mamma hans slær
hann utan undir: SMAKK! Og hann hleypur grenjandi inn í herbergi.Því næst spyr
mamman þann yngri hvöss: "Og hvað má bjóða þér ungi maður?""Ég veit það ekki,"
segir hann lágt, "en ætli ég fái bara ekki helvítis Cheerios-ið."


ÞARF ÞÁ EKKI AÐ HLÝTA DÓMUM HÉRAÐSDÓMS?????????????

Til hvers er þá Héraðsdómur?????? Þó svo að dómi sé áfrýjað til Hæstaréttar, hélt ég að dómur Héraðsdóms væri í fullu gildi þar til Hæstiréttur, hefur fellt úrskurð sinn..............
mbl.is Námsmenn verða að hinkra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG VONANDI FYLGJA FLEIRI SKÓLAR Í KJÖLFARIÐ............

Hvernig þessi hefð komst eiginlega á og svo er það enn meira undrunarefni að þessari villimennsku skyldi vera viðaldið....
mbl.is Busavígslum hætt vegna ofbeldis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAR KOM AÐ ÞVÍ...................

Ekki bjóst ég við því að ég ætti nokkurn tíma eftir að verða Ögmundi Jónassyni sammála í nokkru máli.  En núna gerðist það.  Allt þetta mál er Háskóla Íslands, til svo mikils vansa og ruglið í kringum þetta er svo með ólíkindum.  Þetta lið þarna í Háskóla Íslands virðist vera það fordómafyllsta og öfgafyllsta samfélag sem fyrirfinnst á landinu................
mbl.is Sakar HÍ um mannréttindabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband