Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014

EINHVER ALMESTA "HEIMADÓMGÆSLA" SEM SÉST HEFUR

Ég skil það vel að Niko Kovic, sé óánægður eftir þennan leik, það var ekki fyrir það að hans menn ættu slakan dag að leikurinn tapaðist heldur vegna þess að dómarinn þorði ekki að dæma neitt á Brasilíska liðið og til að kóróna frammistöðu sína "gaf" hann Brasilíska liðinu vítaspyrnu og sú vítaspyrna gjörbreytti gangi leiksins.  Fyrir hana var leikurinn í jafnvægi en það var engu líkara en þessi vítaspyrna drægi allan mátt úr Króatíska liðinu, "kannski þeir hafi þá gert sér grein fyrir því að það var búið að ákveða hvernig leikurinn átti að fara"...............
mbl.is Kovac: Gætum alveg eins farið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI Í FYRSTA SKIPTI SEM ÞESSI FRASI HEFUR HEYRST..................

Hvernig á eiginlega að borga fyrir þetta allt saman, sem stendur til að gera??????  Á kannski bara að halda lántökunum áfram, gera bara fleiri "hókus pókus trikk" í bókhaldi borgarinnar svo borgarbúar haldi að tekjur hafi aukist og hætt alveg viðhaldi gatna í borginni og fleira???????  Það hefur náðst samkomulag um að  AUKA útgjöld borgarinnar alveg gríðarlega en það er ekki gert ráð fyrir tekjuaukningu.  Ég bara fæ ekki dæmið til að ganga upp..................
mbl.is Munu ekki hækka álögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁRNI ÞÓR REYNIR AÐ KOMA BIRNI VALI TIL VARNAR

En ferst það afar óhönduglega enda gera sér flestir grein fyrir því að maðurinn (Björn Valur) er fígúra sem ekkert getur réttlætt og er alls staðar búinn að úthýsa sjálfum sér með rætnum og illa grunduðum málflutningi................
mbl.is Karpa um Geir Haarde
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞARNA ER "RÉTTTRÚNAÐARLIÐINU" Á VINSTRI VÆNGNUM RÉTT LÝST

Þeir nýttu fjölmiðlana alveg í botn, í áróðursherferðinni gegn Framsókn og Sveinbjörgu Birnu (og gera enn), en þó bar þar mest á 365 miðlunum og þeirra framtaki og þá stendur "ku- kux- klan" myndin upp úr soranum sem úr þeim ranni kom.  En vopnið snérist í höndum "rétttrúnaðarliðins" , sem eru bara skilaboð kjósenda þess efnis að það þurfi að ræða innflytjendamál á "vitrænum" og "málefnalegum" nótum og það eigi ekki að vera með einhverja sýndarmennsku og fjölmiðlavæna "helgislepju ýmind" í þessum efnum.  Framsóknaflokkurinn hlaut glæsilega kosningu í borgarstjórn og er ég þess alveg viss þetta mál átti þar hlut að máli, ásamt því að þora að vera með staðsetningu flugvallarins á stefnuskrá sinni, sem var meira en aðrir flokkar gerðu..............
mbl.is Segir umræðuna viðbjóðslega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RED BULL RAUF SIGURGÖNGU MERCEDES

Það var unun að sjá hvernig Ricciardo ók í keppninni í dag.  Og að sjá þegar hann fór framúr Perez var hreinasta snilld og nánast bara skyldu framúrakstur þegar hann tók Rosberg (DRS framúrakstur og það fremur einfaldur).  En SKÚRKURINN í þessum kappakstri hlýtur að teljast vera Perez, það var nokkuð augljóst að hann lagði einum of mikið á sig við að halda Massa fyrir aftan sig og endaði með því að báðir duttu út og mega bara prísa sig sæla yfir því að sleppa óslasaðir frá þessu.  Enn einu sinni varð Vettel að horfa upp á það að verða fyrir aftan liðsfélaga sinn þrátt fyrir að vera mun framar á ráslínu.  Ricciardo hefur svo sannarlega stimplað sig hressilega inn eftir að hann gekk til liðs við Red Bull liðið og nokkuð öruggt að hann á framtíðina fyrir sér.  En Vettel er ekki fjórfaldur heimsmeistari fyrir ekki neitt og nokkuð víst að hann hefur ekki sagt sit síðasta.  Það var leitt að sjá að Hamilton skyldi þurfa að hætta keppni, sem gerir keppnina um heimsmeistaratitilinn auðveldari fyrir Rosberg, þetta er önnur keppnin sem Hamilton nær ekki að klára á þessu ári, sem hlýtur að valda honum nokkrum áhyggjum...............
mbl.is Ricciardo brosti breiðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SMÁMUNASEMI OG VERIÐ AÐ ELTAST VIÐ EINHVERN TITTLINGASKÍT...

Ég er ansi hræddur um að ef "lögheimilisskráning" flestra stjórnmálamanna á Íslandi yrði skoðuð, kæmi margt í ljós sem ekki þyldi nú algjörlega dagsljósið.  Hvernig er það á þá ekki það sama yfir alla að ganga?????
mbl.is Lögheimilisskráningin kærð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"RÆFILSTUSKAN"

Það lýsir HONUM SJÁLFUM BEST hvernig hann talar um aðra.  Álit mitt á þessum manni var nú ekki upp á marga fiska en nú fór hann alveg með það litla sem eftir var.............
mbl.is Kallar Geir Haarde ræfil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA LIÐ ER SÍFELLT AÐ FARA YFIR "STRIKIÐ"................

Vegna þess, að það veit að það er aldrei tekið á brotum þeirra af neinni alvöru.  Það þarf bara að senda þessu liði þau skilaboð, með almennilegum aðgerðum, að svona lögbrot verði tekin föstum tökum en það virðist vera að svona "atvinnumótmælendur" eigi sér einhverja "sterka" bakhjarla, sem nota fé sitt og pólitísk sambönd í þágu þessa fólks.
mbl.is Segjast hafa hertekið Hval 8
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI MYNDI ÞESSI "FLUGA" KALLAST LÍKLEG..............................

Ef nokkurt nafn væri við hæfi er það "HEILÖG JÓHANNA" en ekki er hún "veiðileg" en ég get nú ekki betur séð en að Fjármálaráðherrann sé nokkuð lunkinn hnýtari.  Kannski byr hann yfir fleiri duldum hæfileikum?????


mbl.is Bjarni hnýtti hvíthærða flugu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚ VILL LANDRÁÐAFYLKINGARLIÐIÐ Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM FARA AÐ HLAUPA EFTIR "FRÉTTATILBÚNAÐI" STÖÐVAR 2

Nú er það loksins orðið alveg á tæru hverjir eru svokallaðir "LAUMULANDRÁÐAFYLKINGARMENN" í Sjálfstæðisflokkum og er þá ekki ráð að fara að gera eitthvað í málinu eða á að láta þá stjórna svona á bak við tjöldin eins og þeir hafa verið að reyna í gegnum tíðina.  Væri ekki  hreinlegast að þeir stofnuðu bara sinn stjórnmálaflokk, eins og þeir hafa gefið í skyn að þeir ætli að gera, þá væri flokkurinn laus við þetta lið og gæti einbeitt sér að þarfari málum en að vesenast með að halda þessu liði í skefjum???
mbl.is Finnur aðeins fyrir þrýstingi í hnénu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband