Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014

NÆSTUM JAFN MIKIL MISTÖK OG ESB INNLIMUNARUMSÓKNIN

Eiga 15 ára krakkar, sem vinna á kassa í stórmörkuðunum, að ganga úr skugga um að fólk sem kaupir áfengi hafi aldur til þess??????Í dag er aðgengi að áfengi með því móti að ALLIR sem vilja geta nálgast það og hver er þá nauðsyn þess að færa áfengisverslun í matvöruverslanir????  Þau rök að fólk eigi að geta keypt sér léttvín með steikinni halda ekki í þessu því í ÖLLUM verslunarkjörnum er áfengisverslun og ef fólk getur ekki lagt það á sig að gera sér ferð þangað eftir léttvínsflöskunni, er því greinilega ekki mikið í mun að fá sér léttvín með steikinni.  Í flestum löndum, þar sem leyft er að selja t.d bjór í matvöruverslunum, eru tímamörk á því hvenær má selja áfenga drykki, eru þannig tímamörk í þessu frumvarpi og hvernig á að framfylgja þeim?????  Það vakna margar spurningar en eru til einhver svör við þeim????
mbl.is „Sjálfsagður hlutur að leyfa þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STÓRU MISTÖKIN VORU, FYRIR ÞAÐ FYRSTA, AÐ SÆKJAST EFTIR INNLIMUN

Og það ætti að vera forgangsverkefni þessarar ríkisstjórnar að afturkalla INNLIMUNARUMSÓKNINA strax og þar með að fara að landsfundarsamþykktum flokkanna, sem standa að ríkisstjórninni..............
mbl.is Yrðu mistök að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞVÍLÍKT OG ANNAÐ EINS.

Fyrir leikinn hefði ekki nokkur maður trúað því hversu mikil niðurlæging þetta yrði fyrir Brasilíska landsliðið og það á heimavelli.  Getur það verið að liðið sé svo háð einum manni að leikur þess bara hrynji gjörsamlega við það að hann er ekki með?  Brasilíska landsliðið bara brotnaði algjörlega niður, andlega eftir annað markið og Þýska velsmurða "vélin" var eins og það væru þeir sem væru á heimavelli og færði sér í nyt hversu Brasilíska liðið var "vængstýft" og valtaði yfir þá eins og þeir væru að spila við utandeildarlið áhugamanna.  Þessi leikur verður örugglega  lengi í minnum hafður og sálfræðingar víða um heim eiga sjálfsagt eftir að vitna mikið í hann..............
mbl.is Sögulegur sigur Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞVÍ MIÐUR ERU ÞETTA DRAUMÓRAR ENN SEM KOMIÐ ER.........

Það er afskaplega hæpið að fjárfestar fáist til að leggja fjármagn í þetta, þegar það skilar sér svona hægt til baka og á meðan ekki er svigrúm til að reka hér heilbrigðiskerfið og menntakerfið , svo nokkur sómi sé að, er vita vonlaust að láta sig dreyma um svona lagað.  Bara það eitt að ekki skuli gert ráð fyrir launakostnaði og launatengdum gjöldum, vegna rekstrarins, rýrir trúverðugleika skýrslunnar mjög mikið.  Miðað við þessar forsendur er engin  von til að fjármagna dæmið í einkaframkvæmd nema kannski að litlum hluta og þá er það með öllu vonlaust að ríkið geti komið að þessu "gæluverkefni".  Þannig að þessum draumi þarf að "loka" í að minnsta kosti nokkur ár...............
mbl.is Stofnkostnaður hraðlestar 100 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞESSI KEPPNI VAR EINHVER SÚ SKEMMTILEGASTA Í LANGAN TÍMA.....

Það eina sem vantaði upp á var slagur milli Rosbergs og Hamiltons en því miður féll Rosberg úr keppni vegna gírkassavandræða og við fengum ekki þennan slag.  Það var svakalegt að sjá óhappið hjá Raikkonen, sem seinkaði keppninni um heilan klukkutíma, en um leið voru viðbrögðin hjá Massa alveg meiriháttar flott og það er nokkuð öruggt að þar kom hann í veg fyrir að þetta óhapp yrði enn verra en það svo varð.  Það var sorglegt að 200 kappakstur Massa skyldi enda með þessum hætti en hann getur gengið stultur frá þessu atviki og vonandi verður Hockenheim kappaksturinn eitthvað fyrir hann.  Það var með ólíkindum slagurinn milli þeirra Alonsos og Vettels um fimmta sætið, sem Vettel vann að lokum, ef tekið er tillit til stöðu þeirra á ráslínu er árangur Alonsos í þessari keppni aðdáunarverður og kannski hægt að segja að það væri hægt að gera þá kröfu á Vettel að hann tæki fimmta sætið.  En maður keppninnar var tvímælalaust Bottas, að fara úr 14 sæti á ráslínu í annað er alveg magnaður árangur og að sjá aksturinn hjá manninum var alveg stórkostlegt og sjá hann fara framúr hverjum bílnum á fætur öðrum, án  þess að menn gætu nokkuð gert, var alveg meiriháttar.  Það er nokkuð víst að þessi maður á eftir að minna hressilega á sig í framtíðinni.  Með þessum sigri sínum jafnaði Hamilton sir Jackie Stewart í sigrum breskra ökuþóra , en ennþá vantar hann tvo sigra til að jafna met Nigells Mansells, sem er með 27 sigra en það er allt útlit fyrir að Hamilton fari framúr Mansell, í fjölda sigra á þessu ári.................


mbl.is 25. sigur Lewis Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYLGDU ÞVÍ ENGAR KVAÐIR ÞEGAR 365 SAMDI UM SÝNINGARÉTT Á FORMÚLUNNI????

Framundan er nokkuð merkileg helgi í sögu formúlu 1 kappakstursins, því á sunnudaginn verður 50 keppni formúlu 1 á Silverstone brautinni.  Í tilefni að því verður margt um að vera og meðal annars munu Jackie Stewart of fleiri aka um á formúlu bílum sem gerðu garðinn frægan á hinum ýmsu tímum.  BBC verður að sjálfsögðu  með beinar útsendingar, bæði á laugardag og sunnudag (á BBC 2) útsending hefst kl 11.55 að Breskum tíma (10.55 að Íslenskum tíma) og kl 12.00 að Breskum tíma (kl 11.00 að Íslenskum tíma) á sunnudeginum.  En á stöð 2 sport verður sýnt frá tímatökunni kl 20.00 á laugardaginn og svo verður útsending frá keppninni á sunnudag (aðfaranótt mánudags) kl 00.40.  Oft hefur mér nú blöskrað virðingarleysið sem 365 hafa sýnt formúlu 1 og aðdáendum hennar en nú keyrir sko alveg um þverbak.  Það eru mörg ár síðan ég hætti alveg að fylgjast með formúlunni á stöð2 og flutti mig alfarið til BBC..................
mbl.is Rosberg ók hraðast á fyrstu æfingu í Silverstone
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Hjón í sumarfríi fóru í bústað á Þingvallavatni. Eiginmanninum fannst best að veiða við sólarupprás. Konunni fannst gaman að lesa. Einn morgun snýr eiginmaðurinn aftur eftir nokkurra klukkustunda veiðar og ákveður að leggja sig. Þó konan þekki ekki vel til á Þingvöllum ákveður hún að fara á bátnum og sigla út á vatnið. Hún siglir stutta vegalengd út á vatnið, setur út akkerið og kemur sér vel fyrir og fer að lesa bók. Stuttu seinna kemur veiðivörður siglandi að henni á bát sínum. "Góðan daginn frú, hvað ert þú að gera?" spyr hann. "Ég er að lesa bók" svarar hún (og hugsar með sér hvort það sé ekki augljóst!). "Þú ert á lokuðu veiðisvæði" segir vörðurinn. "Fyrirgefðu en ég er ekki að veiða, ég er að lesa" segir hún. "Já" svarar hann, "En þú ert með allar græjur, hvað veit ég nema að þú farir að veiða eftir skamma stund. Ég verð að fá þig í land svo ég geti gert skýrslu um þetta". "Ef þú gerir það þá verð ég að kæra þig fyrir nauðgun!" svarar hún þá. "En ég hef ekki snert þig " segir vörðurinn forviða. "Það er rétt en þú hefur allar græjur og hvað veit ég nema að þú byrjir eftir skamma stund". "Hafðu það gott í dag frú" sagði vörðurinn og sigldi á brott.

Boðskapur sögunnar: Aldrei rífast við konu sem les. Það er mjög líklegt að hún geti líka hugsað !


EINUNGIS TÍMASPURSMÁL, HVENÆR ILLA FER..............

Ég hef nokkru sinnum velt fyrir mér hvernig öryggismálum hvalaskoðunarbáta er háttað og hvort vel sé fylgst með hvort þessi mál eru alltaf í lagi og ávallt farið eftir settum reglum.  Stundum þegar ég hef horft á þessa hvalaskoðunarbáta leggja úr höfn alveg "kjaftfulla" af fólki, hefur þeirri hugsun flogið að mér hvort björgunarvesti séu til um borð fyrir allan þennan fjölda, hvernig skyldi þjálfun áhafnarinnar vera háttað, skyldi vera leyfi til að hafa allan þennan fjölda um borð og fleira og fleira?  Eins og flestir vita þá er sjórinn frekar kaldur hér við land og ekki þyrfti að spyrja af afdrifum manna ef þeir lentu í sjónum og þyrftu að vera þar einhvern tíma.  Því væri ekki óeðlilegt að það væru flotgallar um borð fyrir þann fjölda sem báturinn hefur leyfi fyrir + áhöfn.  Stundum hefur það hvarflað að mér að "fróðlegt" gæti verið að telja upp úr þessum bátum þegar þeir koma að landi.  En  sem betur fer þá er oftast gott veður í þessum ferðum og það vissulega minnkar hættuna á alvarlegum óhöppum.  En yfirleitt eru þetta eldri bátar, sem eru í þessu og eftir því sem báturinn er eldri þá eykst hættan á bilunum og svo má ekki gleyma mannlega þættinum................
mbl.is Búið að bjarga fólkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TALANDI UM AÐ KASTA STEINUM ÚR GLERHÚSI............................

Sumir ættu nú ekki að vera að gagnrýna endurkomu hjá öðrum.  Ekki hef ég nú mikla trú á að þeir ætli sér eingöngu að vera með gamalt efni sem allir þekkja þegar þeir koma saman aftur.  Þau eru nú ekki mörg ný lög hjá Rolling Stones, sem hafa komið eftir 1990.............................
mbl.is Mick Jagger fárast yfir gamlingjunum í Monty Python
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband