ÞVÍLÍKT OG ANNAÐ EINS.

Fyrir leikinn hefði ekki nokkur maður trúað því hversu mikil niðurlæging þetta yrði fyrir Brasilíska landsliðið og það á heimavelli.  Getur það verið að liðið sé svo háð einum manni að leikur þess bara hrynji gjörsamlega við það að hann er ekki með?  Brasilíska landsliðið bara brotnaði algjörlega niður, andlega eftir annað markið og Þýska velsmurða "vélin" var eins og það væru þeir sem væru á heimavelli og færði sér í nyt hversu Brasilíska liðið var "vængstýft" og valtaði yfir þá eins og þeir væru að spila við utandeildarlið áhugamanna.  Þessi leikur verður örugglega  lengi í minnum hafður og sálfræðingar víða um heim eiga sjálfsagt eftir að vitna mikið í hann..............
mbl.is Sögulegur sigur Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

I raun vantaði tvo i byrjunarlið Brasilíu, Neyhmar og Sylva sem spilar i vörninni hann var i leikbanni, en auðvitað atti liðið ekki að hrynja og lita ut fyrir að vera lélegt áhugamannalið að spila við top atvinnumannalið.

En vonandi verður Argentína sem vinnur a sunnudaginn, eg var búinn að spá að þeir kæmust i úrslitaleikinn, þjóðverjar eru sterkir og mjög agaðir. Gæti orðið skemmtilegur lekur a sunnudaginn.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 9.7.2014 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband