Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015
13.11.2015 | 17:48
KAUPMENN ERU LÍKA AÐ UNDIRBÚA ÞAÐ AÐ ÞAÐ VERÐI ENGIN VERÐLÆKKUN
Ekki var annað að sjá við lestur á Fréttatímanum í morgun en að einhverjir kaupmenn gerðu ráð fyrir því að ENGIN verðlækkun verði þegar tollar verða felldir niður um áramót.
Neytendur bíða með kaup á vörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2015 | 23:25
FÓLKI FINNST ÞESSI "AF ÞVÍ BARA RÖK" EKKI NÆGJA TIL BREYTINGA
Jú og líka þau "rök" "Að það sé hægt að fara í matvöruverslanir sums staðar erlendis og kaupa vín". En þó svo að þetta frumvarp sé orðið árvisst hjá "stuttbuxnastrákunum" er það líka orðið árvisst að það sé fellt. En það koma alltaf upp nýjar kynslóðir "stuttbuxnastráka" og allir virðast þeir eiga það sameiginlegt að læra EKKI af fyrri reynslu "stuttbuxnastrákanna" og halda því áfram með sömu þvæluna ár eftir ár.
Vilja ekki áfengi í matvöruverslanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2015 | 15:57
FYRST ER ÞAÐ TRÉ - UPPHITUN ÁÐUR EN HANN FELLIR REYKJAVÍKURFLUGVÖLL
Hann lætur ekki deigan síga í "niðurrifsstarfseminni"..........
Borgarstjórinn felldi Færeyjatréð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2015 | 15:33
ALDREI ANNAÐ STAÐIÐ TIL EN AÐ FARA EINS ILLA MEÐ SKATTFÉ ALMENNINGS OG MÖGULEGT ER
En fyrst þetta er ákveðið, verðum við bara ekki að beygja okkur undir þessa ákvörðun og vona það besta en búa okkur undir það versta......
Endurreisn heilbrigðiskerfisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2015 | 10:27
SÝNIR ÞETTA EKKI AÐ ÞAÐ ER STUTT Í VITLEYSUNA OG ER EKKI BEST AÐ FELA LÖGREGLUNNI RANNSÓKN MÁLANNA OG AÐ VIÐ SÉUM ÁN AFSKIPTA DÓMSTÓLS GÖTUNNAR???
Lögreglan hefur sýnt það hingað til að hún er alveg fullfær um rannsókn mála. Þessi múgæsing i gær minnir óþægilega mikið á "Lúkasar-málið" hérna fyrir nokkrum árum. Mér finnst að það eigi að dæma ALLA þá sem nafngreindu og birtu myndir af þessum tveimur einstaklingum til að greiða viðkomandi háar skaðabætur og jafnvel til einhverrar fangelsisvistar. Þeir gerast sekir um meiðyrði og upplognar sakir og AFTÖKU án dóms og laga og til að ekki verði gert svona lagað aftur, verður að setja hart fordæmi...
Mun reyna á ábyrgð Fréttablaðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
9.11.2015 | 20:09
SVONA VIÐBRÖGÐ ERU ENGUM TIL FRAMDRÁTTAR OG ALLS EKKI BOÐLEGT AÐ EINHVERJIR REIÐIR AÐILAR TAKI LÖGIN Í SÍNAR HENDUR
Við höfum lögreglu í landinu, sem að flestra mati er að vinna mjög gott starf, það er held ég trú flestra að þar á bæ sé unnið eins vel úr málum og unnt er. Ég hef ekki trú á að "dómstóll götunnar" sé að vinna með "betri og áreiðanlegri gögn" en lögreglan og svo er með öllu óskiljanlegt að þegar svona mótmæli eru að það skuli þurfa að vera með einhver skrílslæti eins og að kasta eggjum í lögreglustöðina og púa á lögreglustjóra. Fólk verður að athuga hvað það gerir með því að nafngreina menn sem eru til rannsóknar og að birta myndir af þeim,svona lagað getur verið refsivert og menn verða að muna það að við erum með lögreglu og dómstóla í þessu landi og við höfum ekki þörf fyrir "dómstól götunnar" og svona skrílslæti, eins og voru viðhöfð fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag, eru engum til sóma..........
Púað á lögreglustjórann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2015 | 00:04
Föstudagsgrín
Einn gamall:
Það var ung og falleg stúlka sem var svo niðurdregin og hrygg að hún ákvað að binda endi á þetta allt og fyrirfara sér með því að stökkva í höfnina. Hún stóð á hafnarbakkanum og þegar hún ætlaði að stökkva kemur til hennar ungur sjómaður og spurði hana hvers vegna hún væri að gráta. Hún sagðist ætla að fyrirfara sér. Honum fannst það synd og sagði við hana að hún hefði mikið að lifa fyrir. Skipið mitt siglir til Ameríku á morgun, ef þú vilt skal ég lauma þér með. Hann færði sig nær stúlkunni og tók utan um hana og hvíslaði að henni,"ef þú verður góð við mig verð ég góður við þig". "Já" sagði stúlkan hverju hef ég að tapa. Um nóttina laumaði hann henni um borð í skipið og faldi hana í einum björgunarbátnum. Hann færði henni annað slagið mat og drykk og í hvert skipti elskuðust þau heitt og innilega. Þrem vikum seinna var skipstjórinn á venjulegri eftirlitsferð og fann hana í björgunarbátnum. Hann spurði hana hvað hún væri að gera þarna. Hún sagði honum eins og var að sjómaðurinn væri að lauma henni til Ameríku en í staðinn svæfi hún hjá honum. Þá sagði skipstjórinn "Þú hefur verið plötuð laglega núna þetta er Akraborgin"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2015 | 15:46
FYRIR HVERJA ER PENINGASTEFNUNEFND EIGINLEGA AÐ VINNA?
Nú er það alveg ljóst að þeir aðilar sem sitja í "peningastefnunefnd", eru engan veginn starfi sínu vaxnir. "Rökin" sem eru færð fyrir aukinni stýrivaxtahækkun eru alltaf í einhverjum "véfréttastíl", þannig að engin haldbær rök eru færð fyrir þeim hækkunum á stýrivöxtum sem eru gerðar. Ég hef áður tjáð það mig um þann mun sem er í aðgerðum peningastefnunefndar á Íslandi og svo í Noregi við aukinni hættu á verðbólgu. Á Íslandi eru stýrivextir HÆKKAÐIE en í Noregi eru þeir LÆKKAÐR.
Vaxtahækkun þvert á allar spár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2015 | 10:48
NOKKUÐ SEM HEFÐI MÁTT HUGA AÐ FYRIR LÖNGU SÍÐAN
Ég held að allir læknanemar eigi það sameiginlegt að vera afburða námsmenn og flestir þeirra eru óhemju vel að sér í sinni grein og færir. Enda skilst mér að læknanámið sé ekki á hvers manns færi. En því miður er það mín reynsla og margra annarra, að mannleg samskipti hjá mörgum þeirra séu ekki þeirra sterka hlið og jafnvel er það þannig að engu sé líkara en að sumir forðist samskipti við aðra. Þarna á ég sérstaklega við það hvernig er oft á tíðum staðið að því að tilkynna fólki það þegar það er með alvarlega sjúkdóma. Oft á tíðum virðist það ekki vera sjúklingurinn, sem er veikur og lýsir einkennunum heldur er læknirinn búinn að "ákveða" hvað er að og sjúkdómsgreinir manninn áður en hann er búinn að lýsa einkennunum. Það er hið besta mál ef á að koma mannlegum samskiptum inn í læknanámið og vissulega mætti það koma víðar inn í háskólanáminu.
Kenna læknanemum að hlusta á fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2015 | 10:06
HLUTUR ESB Í VIÐSKIPTUM VIÐ ÍSLAND STÓRLEGA OFMETINN
Til dæmis fer mest allt ál til Rotterdam og þaðan svo til Kína. Eru þá álviðskiptin skráð sem viðskipti við ESB? Það hefur hingað til verið ein af röksemdum INNLIMUNARSINNA fyrir innlimun Íslands í ESB að viðskiptin við ESB séu svo mikil. En samkvæmt þessari frétt hafa þau verið stórlega ofmetin í áratugi og alltaf er að "kvarnast" meira og og meira úr málflutningi INNLIMUNARSINNA og nú er bara orðið ansi lítið eftir og alls ekkert sem mælir með innlimun.
Ákvörðunarland er óþekkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)