Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015

ÞAÐ MINNSTA SEM HÚN GETUR GERT

Hún hefur nú leyft sér að láta ýmislegt vaða, sem ýmsir (flest allir) hefðu látið ósagt og komist upp með það.  En þessi ummæli fóru heldur betur yfir strikið og sjálfsagt hefur hún reiknað með að þau yrðu látin óátalin eins og annað.


mbl.is Vilja að Birgitta biðjist afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ SJÁLFSÖGÐU ÞURFTI VINSTRI HJÖRÐIN AÐ FINNA AÐ AÐGERÐUM RÍKISSTJÓRNARINNAR, Í TENGSLUM VIÐ KJARASAMNINGANA

En eins og allir vita þá er þessi órói á vinnumarkaði pólitískt hryðjuverk runnið undan rifjum vinstri manna og handbenda þeirra.  Þegar vinstri sjórnin (Ríkisstjórn Fólksins, eins og Heilög Jóhanna sagði) reyndi aldrei á hana í vinnudeilum en þá var notað tækifærið og skattar og gjöld voru hækkuð út í það óendanlega (sjálfsagt að Norrænni fyrirmynd) og svo þegar núverandi ríkisstjórn LÆKKAR þá aftur, talar Gunnarsstaða Móri um að verið sé að aðlaga skattkerfið að FjálshyggunniÞvílíkur bullari sem maðurinn getur verið.


mbl.is Lægsta þrepið verður lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Sverrir var eitt sinn á gangi á Laugaveginum þegar hann sá Berg vin sinn koma akandi á splunkunýjum jeppa. Bergur stoppaði að sjálfsögðu hjá honum og veifaði glottandi til hans. Sverrir gekk upp að bílnum. "Hvar í ósköpunum fékkstu eiginlega þennan jeppa?" spurði hann hissa. "Hún Stína gaf mér hann" svaraði Bergur glaðbeittur. "Gaf hún þér nýjan jeppa?" át Sverrir upp eftir honum. "Hvers vegna í ósköpunum?"

"Ég skal bara segja þér hvað gerðist,"sagði Bergur. "Við vorum í bíltúr um daginn, einhvers staðar uppi sveit . Allt í einu ók Stína út af veginum, setti jeppann í fjórhjóladrifið og keyrði eitthvað langt út í móa. Þegar hún var búinn að skröltast yfir hóla og hæðir stoppaði hún bílinn, fór út og klæddi sig úr öllum fötunum, lagðist á jörðina og sagði: "Beggi minn taktu það sem þú vilt!" "Svo ég tók jeppann." "Þú ert bráðsnjall," sagði Sverrir og kinkaði kolli. "Fötin hefðu hvort sem er aldrei passað á þig.


HVERNIG ER HÆGT AÐ TÚLKA ÞESSA NIÐURSTÖÐU SEM SIGUR?????

Ef menn eru svo "forpokaðir" að túlka refsilækkun sem stórsigur, fer nú frekar lítið fyrir réttlætiskennd umrædds.  Það er réttur hvers manns í lýðræðisríki að mótmæla, en það verður að gerast innan ramma laganna og það er óumdeilt að það var ekki gert í þessu tilfelli og það áréttar Hæstiréttur.


mbl.is Tónn sleginn fyrir náttúruvernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FURÐULEGT "JARM" Í VINSTRI HJÖRÐINNI ALLTAF

 

 

Það er alveg sama hvað ríkisstjórnin gerir alltaf skal þetta vinstra lið koma með neikvæðar athugasemdir og yfirleitt eru þær svo úr takti við allt að furðu sætir.  Þeir hafa eitthvað misskilið hlutverk stjórnarandstöðunnar, Það þarf nefnilega ekki að vera á móti ÖLLU sem stjórnin gerir heldur á að veita sitjandi stjórn aðhald.  Og svo er Gunnarsstaða Móri að gagnrýna það að ríkisstjórnina hafi skort HEIMILD til að ráðstafa fjármagni til lagfæringar á ferðamannastöðum cool wink tongue-out .Nei sumir kunna ekki að skammast sín.... 


mbl.is Forgangsraðað í þágu innviðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG HVERNIG "KJAFTAR" HANN SIG SVO ÚT ÚR ÞESSU????

Það virðist alveg vera sama hvað er, það eru alltaf að koma upp vafasamar og ólögleg athæfi þessa manns.  Síðasta ríkisstjórn varð fræg fyrir aðgerðarleysi og því að taka ekki á málum og það litla sem hún gerði orkaði tvímælis, skorti lagaheimild fyrir eða varð að gera hana afturreka með (samanber Ices(L)ave).  Það er von að vinstri hjörðin vilji fá svona ófögnuð yfir landsmenn aftur....


mbl.is Seldir án lagaheimildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GETUR ORÐIÐ FLÓKIÐ OG HIÐ VERSTA MÁL

Þetta minnir á gamla góða sögu þegar tveir menn hittust og annar sagði við hinn:  "Er ekki alveg ferlega erfitt að vera kvæntur konu, sem á tvíburasystur, þær eru bara eiginlega alveg eins og hvernig í ósköpunum ferðu að því að þekkja þær í sundur"??     -"Iss það er ekkert mál" sagði hinn þá "Konan mín er sú sem fær alltaf höfuðverk á eftir".


mbl.is Svaf „óvart“ hjá tvíburasystur konunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MIKIÐ VAR

En hvað skyldu Liverpool menn vera tilbúnir til að borga mikið með Balotelli til þess að losna við hann?????


mbl.is Hreinsanir framundan hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"AUÐVELT AÐ VERA VITUR EFTIR Á"

En hvernig mátu þeir hlutina SJÁLFIR á þessum tíma? En auðvitað átti Íbúðalánasjóður eða bankarnir að hafa vit fyrir fólkinu og ráðleggja þeim að taka EKKI þessi lán, sem það hafði sótt um sjálfviljugt.  Því miður hefur þetta verið "mórallinn" í landinu, eftir hrunið.  Jú, það varð hrun og margir fóru illa út úr því, en það er hæpið að setja ALLA ábyrgðina yfir á aðra og um leið að fría sjálfan sig alveg, eins og virðist vera lenskan hjá meirihluta fólks í landinu.  En þetta á eftir að fara illa í marga og þá kannski sérstaklega þá sem fóru illa út úr hruninu og kunnu fótum sínum engan vegin forráð og eru enn í bullandi afneitun yfir því hvernig fór og kenna öllum öðrum en sjálfum sér um afleiðingarnar.


mbl.is Sögðu ekki „neitt vit“ í lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"SÁ VÆGIR SEM VITIÐ HEFUR MEIRA"

Og auðvitað var það stjórnarmeirihlutinn sem lét undan málþófsliði vinstri hjarðarinnar.  En minnihlutinn hlýtur að vera "afskaplega stoltur" af framgöngu sinni síðustu daga og vikur.


mbl.is Rammaáætlun af dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband