Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015
31.7.2015 | 12:26
ÞAÐ VIRÐIST EINHVER "NATO-GRÝLA" VERA AÐ HRJÁ VG .....
Þetta lið verður að fara að leita sér hjálpar, annars verður þetta sí og æ að valda þeim hugarangri og að lokum getur farið svo að þessi "grýla" verði þeim bara ofviða.........
Vill funda um aðgerðir Tyrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.7.2015 | 08:30
Föstudagsgrín
Sagan segir af tveim bræðrum, sem fóru út að skemmta sér. Sá eldri vildi kenna þeim yngri eitthvað um unaðssemdir ástarlífsins og sagði honum undan og ofan hvernig standa skildi að málum þegar á hólminn væri komið. Á ballinu gekk allt ágætlega, nema að þeim eldri gekk illa að ná sér í dömu, en hinum tókst ágætlega upp í þeim efnum. Sá eldri ákvað því að fara heim á undan hinum og fylgjast með hvort kennslan hefði borið árangur. Er heim kom faldi hann sig inni í skáp. Á heimleiðinni steig sá yngri ofan í hundaskít. Hann reyndi að hrista skítinn af skónum sínum og þrífa hann eins vel af og hann gat og hélt síðan áfram heim. Þegar hann kom svo loks heim með dömuna settust þau niður og fóru að spjalla saman. Þá varð honum litið undir skóinn sinn og sagði: "Hér er allt fullt af skít" Þá heyrðist úr skápnum: "Snúð ´enni við, snúð ´enni við maður"
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2015 | 19:56
ÞAÐ VANTAR EKKI HROKANN HJÁ STÍGAMÓTAKONUM
Samkvæmt því sem Guðrún Jónsdóttir heldur fram, eru engir á landinu nema Stígamótakonur sem vita eitthvað um kynferðisofbeldismál - og einu aðilarnir sem vita hvað gerist ef fjölmiðlar fá ekki að fjalla að vild um þau. HVAÐA HJÁLP ER Í ÞVÍ FYRIR ÞOLENDUR KYNFERÐISOFBELDIS AÐ FJALLAÐ SÉ UM ÞAU Í FJÖLMIÐLUM, ÁÐUR EN RANNSÓKN MÁLSINS HEFUR FARIÐ FRAM? Kannski Guðrún og fleiri, sem eru hlyntir eru óheftri fjölmiðlaumfjöllun og oft óvæginni, svari því. En svo mátti lesa á milli línanna í yfirlýsingu blaðamannafélagsins Að ef þeir fá ekki upplýsingar um þetta frá lögreglu eða mótshöldurum - búa þeir bara til fréttir.
Ákvörðunin byggi á skilningsleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2015 | 11:31
MENN VIRÐAST EKKI SKILJA FYRR EN "SEKTIRNAR" ERU ORÐNAR ÞAÐ HÁAR AÐ ÞAÐ SVÍÐI VIRKILEGA UNDAN ÞEIM
ALLAR bílaleigur og þeir aðilar, sem leigja út ökutæki, eiga að vera skyldaðir til að vera með reglur um umgengni um landið, í ökutækjunum, þar sem fram kemur að utanvegaakstur sé stranglega bannaðir og við honum séu ströng viðurlög. Í sumum nágrannalöndunum hefur lögreglan heimild til að tekjutengja sektirnar og er þar kominn enn ein ástæðan til að réttlæta birtingu skattaupplýsingar og hefur þetta reynst vel.
Fáránlegt að sjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2015 | 14:06
HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT??????
Þeir sem hæst hafa, varðandi það að þarna sé um einkamál að ræða, hljóta að hafa eitthvað að fela því það er akkúrat EKKERT í skattaupplýsingunum sem ekki er opinbert. Það að álagningaskrár séu opnar veitir öllum aðhald og virkar sem hvatning á aðila til að telja rétt fram, menn geta séð hvaða laun eru í gangi í hinum og þessum atvinnugreinum og fleira er hægt að tína út úr þessum gögnum. Svo geta menn velt fyrir sér hvernig stendur á því að maður með 20 milljónir á mánuði er alltaf í stríði við iðnaðarmenn og svo framvegis. Það skal bent á það að skattskil í Noregi bötnuðu til muna eftir að allar skattaupplýsingar urðu aðgengilegar á netinu. Þetta röfl örfárra afturhaldsseggja, sem vilja viðhalda leynd og klíkuskap, er að verða svolítið þreytandi. Þetta er að verða árvisst eins og frumvarpið um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum.......
Viðkvæmar upplýsingar á glámbekk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2015 | 21:13
ÞVÍ ÆTTI AÐ VEITA HONUM SAKARUPPGJÖF FREKAR EN ÖÐRUM GLÆPAMÖNNUM?????
Maðurinn STAL þeim gögnum, sem hann svo lak til fjölmiðla og þjófum ber að refsa. Hans þjófnaður er ekkert frábrugðinn öðrum......
Snowden fær ekki sakaruppgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.7.2015 | 16:09
ER ÞESSI DÓMUR EKKI GAGNSLAUS EF MAÐURINN KÝS AÐ HALDA OFBELDINU ÁFRAM Á ANNAN HÁTT????
Eða hefur orðið einhver breyting á vinnubrögðunum í þessum málum nýlega????
Nálgunarbann vegna ofríkis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2015 | 09:41
SVALBARÐI Í ÞISTILFIRÐI????????
Nei nú verða þeir Morgunblaðsmenn að fara að endurskoða eitthvað hjá sér landafræðikunnáttuna, í það minnsta staðhætti og nöfn innanlands. Mér vitanlega er ENGINN SVALBARÐI til í Þistilfirði heldur heitir bærinn SVALBARÐ og er Svalbarðsá kennd við bæinn ef bærinn héti Svalbarði héti áin líklega Svalbarðaá, en svo er víst ekki.
Alsæll í sérhannaðri lopapeysu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2015 | 17:03
ÞAÐ ER FLEIRA EN MJÓLKURVÖRUR SEM HÆKKA UMFRAM ALMENNT VERÐLAG Í BÓNUS
Þeir gera meira en að velta nýlegum launahækkunum út í verðlagið. Það virðist vera að tækifærið sé notað til að auka hagnað fyrirtækisins. Auðvitað eru arðgreiðslur ekki slæmar sem slíkar en þær verða að vera í takti við aðra fjárfestingakosti á markaðnum.....
Miklu meiri hækkanir en vænta mátti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2015 | 08:04
ER KÍNVERSKA "BÓLAN" LOKSINS AÐ SPRINGA?????
Menn voru búnir að spá þessu fyrir löngu síðan. Það var hverjum manni ljóst að á annan veg gat þetta ekki farið. Helsti möguleikinn til fjárfestinga þarna er í fasteignum og að sjálfsögðu var sá möguleiki nýttur alveg í botn. Afleiðingin varð sú að upp byggðust margar borgir, með stórum skýjakljúfum, verslanamiðstöðvum og byggingum sem áttu að hýsa margs konar afþreyingu eins og leikhús, kvikmyndahús, líkamsræktarstöðvar og margt fleira. En gallinn var bara sá að fasteignirnar voru á verði sem hinn almenni Kínverji réð engan veginn við og því eru allar þessar borgir AUÐAR og þar býr ekki einn einasti kjaftur. Því var það í rauninni bara tímaspursmál hvenær þessi "spilaborg" myndi hrynja. Eigi hagkerfið í Kína að verða alþjóðlegt verða fjárfestar að geta sett fjármagnið í arðbærar fjárfestingar, bæði innanlands og utan, stjórnmálin VERÐA að aðlagast raunveruleikanum. Það er marg sinnis búið að sanna það að miðstýring GETUR EKKI GENGIÐ í alþjóðlegu umhverfi.....
Mikið fall á kínverskum mörkuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |