Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016
15.2.2016 | 08:44
ÞAÐ ER STUÐNINGURINN Á ALÞINGI SEM SKIPTIR MESTU MÁLI..........
Þó svo að gott sé að hafa stuðning landsmanna, þá vita menn þó að málið hefur meðbyr meðal þjóðarinnar, sem er mikilvægt og gott fyrir sálartetrið. En "Vinstri Hjörðin" er búin að gefa það út að þau ætli sér að vera á móti þessu þjóðþrifamáli, eins og flestu öðru sem kemur landi og þjóð til góða, þá er eins gott að þeir sem eru með fulla fimm á Þinginu standi saman.
![]() |
Flugvallafrumvarpið lagt fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ef um "skít" er að ræða í þessu tilfelli VERÐUR að rannsaka málið alveg niður í kjölinn og þeir sem eiga þarna hlut að máli verða að sæta fullri ábyrgð. Samkvæmt þessu hefur vantað nokkuð mikið uppá að hlutirnir væru "gagnsæir og uppi á borðum".
![]() |
Þarf að gera þennan tíma upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
12.2.2016 | 08:55
HRÆÐSLUBANDALAG VINSTRI MANNA Í KORTUNUM
Kannski "Vinstri Hjörðin" sjái þetta sem eina möguleikann til þess að komast að stjórn landsins aftur? En getur það verið að hinn almennni kjósandi sé strax búinn að gleyma verkum síðustu ríkisstjórnar?
![]() |
Leggur til kosningabandalag stjórnarandstöðunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
En það er nokkuð margt sem bendir til að þeir, sem eru að sækja á hann, hafi sitthvað til síns máls...
![]() |
Öllu snúið á hvolf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2016 | 15:45
SVO Á AÐ ENDURNÝTA ÞESSI HÚS OG ÞÁ VERÐA ÞAU ALLT Í EINU ORÐIN GÓÐ
Það er alveg ljóst að það á að vera með þetta hús áfram því það var einmitt verið að kvarta undan því að ekki væri gert ráð fyrir kvennadeild í nýju húsnæði. Er virkilega búið að skoða það eitthvað á gagnrýninn hátt hvers konar vitleysu á að ráðast í með staðsetningu nýs Landspítala?
![]() |
Mygla á deild með nýfæddum börnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2016 | 16:17
ÞAÐ ÞARF NÚ EKKI MIKINN SNILLING TIL AÐ SJÁ ÞAÐ AÐ FYRIRTÆKI Í ÞESSUM REKSTRI ÞARF MEIRA EN ÞESSAR TEKJUR TIL AÐ STANDA UNDIR REKSTRI
Að halda því fram að heildar rekstrarkostnaður fyrirtækisins, fyrir utan fjármagnsgjöld, hafi verið 21,8 milljónir, er eins fjarstæðukennt og hægt er að hugsa sér. Það er nokkuð augljóst mál að þarna hefur heldur betur verið "átt við bókhaldið" og kæmi það mér ekki á óvart að starfsmenn skattsins finndu mikla skítalykt, ef þetta færi í skoðun.
![]() |
42 milljóna tekjur hjá Hótel Adam |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2016 | 12:29
FREKAR "ÞUNN" AFSÖKUN FYRIR LÉLEGU GENGI FLOKKSINS
Og svo er það hálf máttlaust að vitna í gengi annars flokks. En maðurinn er með öllu úrræðalaus og þá grípur hann til þess sama og hann hefur alltaf gert KENNIR ÖÐRUM UM ÞAÐ SEM MIÐUR HEFUR FARIÐ.
![]() |
Segist ekki hafa skýrt umboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2016 | 13:08
SVONA DRULLUBÚLLUM Á BARA AÐ LOKA MEÐ ÞAÐ SAMA
Fyrir utan það "að það er verið að selja hreinleika" hér á landi og svona lagað er EKKI beint til þess fallið að ýta undir þá ímynd. Svo er annar flötur á þessu máli, eru ekki starfandi heilbrigðiseftirlit út um allar trissur og einhvern veginn hélt maður að gististaðir þyrftu að uppfylla sérstaklega strangar kröfur. En þarna virðast eftirlitsaðilar algjörlega hafa brugðist.
![]() |
Drekkið ekki úr krananum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2016 | 10:26
SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNUM ER BEST AÐ VERA ALVEG ÓÁBYRGUR
Þrátt fyrir að Píratar séu með öllu stefnulausir, í flestum stærstu málum þjóðarinnar, mælast þeir með lang mest fylgi allra flokka á Alþingi í skoðanakönnunum. Þeir virðast njóta þess að vera það sem er kallað "HREIN MEY" í stjórnmálum. Þegar Píratar fá svona svakalega fínan byr í seglin, sér fyrrverandi kapteinn þeirra Birgitta Jónsdóttir, sér leik á borði að fjölga árunum í "þægilegu innivinnunni" um fjögur, þrátt fyrir að vera marg sinnis búin að gefa það út að sér fyndist algjört hámark af þingmönnum að sitja í tvö kjörtímabil. Píratar ætluðu ALLIR að vera að HÁMARKI EITT KJÖRTÍMABIL. Sá eini þeirra sem stóð við stóru orðin var Jón Þór Ólafsson en Birgitta upplýsti það á Eyjunni hjá Birni Inga Hrafnssyni, að Helgi Hrafn Gunnarsson ætlaði fram aftur og hún héldi að Jón Þór Ólafsson sæi eftir því að hafa hætt. Verða þá önnur "loforð" Pírata með sama sniði?
![]() |
Óábyrgt að fara frá borði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2016 | 14:26
MAÐUR AÐ MEIRI.........
Burtséð frá því hvað fólki finnst um þessi ummæli, þá sýnir Kári stóran og mikinn "karakter" (eins og er svo vinsælt að segja í íþróttunum), með því að biðjast afsökunar á þeim.
![]() |
Þessi skítur er á minni ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)