Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016

EZE HEIM - Á HANN EKKI HEIMA Í NÍGERÍU?

Hvaða bull er eiginlega í þessu liði, það er ekkert á forræði Íslands að sjá til þess að hann komist til Nígeríu?  Maðurinn kom hingað fyrir fjórum árum hann hefur verið hér án skilríkja, atvinnu - og dvalarleyfis en samt hefur hann unnið og leigir.  Hvers konar vinnu hefur hann eiginlega stundað og hefur hann greitt skatta og aðrar skyldurtil samfélagsins, sem allir eiga að gera?  Ég get alveg verið sammála því að þetta mál hans hefur verið að velkjast allt of lengi í "kerfinu", réttast hefði verið að vísa honum strax úr landi við komuna hingað.


mbl.is Veita Ólöfu frest út skrifstofutíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NENNTI EKKI FYRIR MITT LITLA LÍF AÐ HORFA Á "ELDHÚSDADAGSUMRÆÐURNAR" Í GÆRKVÖLDI.

Fékk þess í stað ágætis samantekt á þeim í seinni fréttum sjónvarps.  Þetta er hvort eð er sama "tuggan" á hverju ári og lítið annað en tímasóun og mannskemmandi að vera að horfa á þetta.  Annars er svo sem gott að við erum loksins að losna við þessi gjaldeyrishöft, sem "Ríkisstjórn Fólksins" sagði á síðasta kjörtímabili, að EKKI VÆRI HÆGT að losa okkur við og yrðum við að búa við þau um ókomna tíð.  Jóhanna Sigurðardóttir sagði líka að EKKI VÆRI HÆGT AÐ GERA MEIRA Í SKULDAVANDA HEIMILANNA er búið var að gera þáEn nú er búið að gera mikið meira EN HÆGT ER en getur verið að við Íslendingar séum svo "út úr heiminum" að okkur detti í hug að kjósa "Vinstri Hjörðina" yfir okkur aftur?


mbl.is Átta ár innan hafta átta of mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ Á AÐ DÆMA ÞÆR TIL ÞYNGSTU REFSINGAR, SEM UNNT ER, AUK ÞESS AÐ SETJA ÞÆR Á "SVARTA LISTANN" HJÁ ÖLLUM FLUGFÉLÖGUM.

Það virðist vera eina leiðin til að fólk geri sér grein fyrir alvarleika þess sem það gerði....


mbl.is Hugsanlega ákærðar fyrir flugrán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EN HVER ER SKYLDA ÍSLANDS GAGNVART ÞESSUM MANNI??????

Það er ekki með nokkru móti hægt að sjá að skylda Ísenskra stjórnvalda sé til staðar.  Svo setja samtökin "No Borders" upp heilmikið leikrit í sambandi við þennan mann og ætlast til að út á það verði hann fluttur aftur til landsins.  Það að maðurinn hafi verið hér á landi í fjögur á, hann sé í vinnu og leigi sér húsnæði.  Þá spyr maður sig; Var hann með atvinnu- og dvalarleyfi og allt annað sem til þurfti, hvers konar vinna var þetta sem hann sinnti? Hafi maðurinn unnið "svart" hérna og ekkki borgað hér neina skatta eða gjöld er afskaplega hæpið og beinlínis rangt að segja að hann hafi ekki kostað samfélagið neitt eins og "No Borders" halda fram.  Hvers vegna var manninum bara ekki vísað úr landi strax í upphafi við komuna hingað?


mbl.is Flúði undan Boko Haram til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER TAPREKSTUR BORGARINNAR EKKI NÆGUR FYRIR??????

Það er svo sem góðra gjalda vert, að reyna að minnka notkun á jarðefnaeldsneyti, en borgin á ekki að taka þátt í svona tilraunum, síst af öllu sem eru  fyrirfram dauðadæmdar og fyrirsjáanlegt að þessi "tilraun" hefur ekkert annað en fjárútlát í för með sér. Annars er það alveg merkilegt, hvað forráðamenn þessa verkefnis eru lagnir við að telja fjárfestum trú um að þetta geti gengið...


mbl.is Borgin fjármagni þróun hraðlestar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.

 

Fyrir nokkuð löngu síðan voru þrjár ungar stúlkur í verklegri kennslu í meinatækni. Ein þeirra hafði orðið sér úti um sæði og ákváðu þær nú að skoða þetta í smásjá. Kennarinn sá að þær voru að fást við eitthvað annað en þær áttu að vera að gera og gekk til þeirra. Hann spurði hvað þær væru að gera, stúlkurnar roðnuðu og ein þeirra stundi upp að þær væru bara að skoða munnvatn. Kennarinn skoðaði í smásjána í smástund en sagði svo við þá sem hafði orðið fyrir svörum: “Þú hefur gleymt að bursta í þér tennurnar í morgun“..........


ÖFGA HLUTANUM AF "GÓÐA FÓLKINU" ER EKKI VIÐBJARGANDI

Þetta lið veit engan vegin hvar takmörkin eru.  Það er búið að vísa fólkinu úr landi og það er gert á forsendum laga og reglna en þetta lið heldur líklega að lög og reglur séu eittvað, sem er bara ofan á brauð og það sé bara ekki nokkur ástæða til að fara eftir þessu, nema eftir hentugleikum þeirra sjálfs. 


mbl.is Handteknar í Icelandair-vél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALVEG HÁRRÉTT - ÞAÐ VAR BARA LÁTIÐ UNDAN HÁVÆRUM HÓPI ÖFGA VINSTRI MANNA

Það sér það hver heilvita maður að það var af tómri "linkind" sem var látið undan litlum háværum hópi "Vinstri öfgamanna", sem stóð fyrir mótmælunum á Austurvelli.  Hafa þau 195.000 sem kusu núverandi stjórnarflokka engan réttSé látið undan kröfu þessa fólks, verður það þá þannig að einhverjir öfgahópar komi til með að stjórna öllu hér á landiEitthvað er hugtakið LÝÐRÆÐI að flækjast fyrir þessu liði.


mbl.is Píratar skjóta á Sigmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚ ÆTLAR "VINSTRI HJÖRÐIN" AÐ GERA EINS MIKIÐ FJAÐRAFOK OG MÖGULEGT ER ÚR "FYRRI EINKAVÆÐINGUNNI" ÁÐUR EN GÖGN OG UMRÆÐA UM "SEINNI EINKAVÆÐINGUNA" KOMA FRAM OG UMRÆÐA HEFST.

Og það er hangið í þeirri von að umræða um "seinni einkavæðinguna" týnist í umræðunni um "fyrri einkavæðinguna". Því mesti skíturinn og svínaríið er í þeirri seinn og það veit Helgi ósköp vel.


mbl.is „Upp komast svik um síðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞAÐ EKKI BARA "RASISMI" AÐ UNNSTEINN MANÚEL STEFÁNSSON ÞURFI AÐ FYLGJA EINHVERJUM REGLUM?

Óskaplega hlýtur blessaður drengurinn að þurfa að lýða fyrir það að vera "Íslendingur".  Viðtalið við hann í helgarblaði Fréttablaðsins bar landsmönnum ekki gott vitni.  Hann hefur þurft að ganga í gegnum heilt helvíti hér á landi og fordómarnir hér eru  alveg yfirgengilegir og svo kórónaði það allt saman að hann gat ekki gert það sem honum sýndist með þennan þátt sinn og var bara kastað út þarna á Arnarholti.  En getur ekki verið að hann hafi fengið aðeins "vægari" meðferð af því að hann var litaður?


mbl.is Gestakomur óheimilar að meginreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband