Bloggfærslur mánaðarins, október 2018

ÞETTA ER ÞAÐ SEM MÁLIÐ SNÝST UM OG ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST SUMIR HVERJIR EKKI GETA SKILIÐ ÞAÐ

Fyrir nokkrum áratugum stundaði ég nám í Iðnrekstrafræði við Tækniskóla Íslands (þetta nám fluttist síðar í HR og hefur verið þar síðan).  Nokkrum árum seinna hitti ég bekkjarbróður minn úr þessu námi og sagði hann eftirfarandi:

Þegar ég kom út úr þessu námi vantaði ekkert upp á það að ég kunni allt mögulegt í sambandi við rekstur fyrirtækja, flutningatækni og fleira þess háttar.  En svo byrjaði ég að vinna og þá komst ég að því að um 80% af starfinu sneri að mannlegum samskiptum OG UM ÞAU HAFÐI ÉG EKKI LÆRT NOKKURN SKAPAÐAN HLUT.  Sem betur fer þekkti ég sálfræðing, sem kenndi mér mikið og það varð til þess að ég náði mun fyrr tökum á efnin en annars hefði verið.

Það er orðið það langt síðan þetta var að þetta er ekki nákvæmlega haft eftir honum en þetta er innihald þess sem hann sagði.  Vonandi að þessi saga veki einhvern til umhugsunar um hvort ekki sé stundum ágætt að hafa reynsluna með í för, þegar framkvæmt er?????


mbl.is „Menn þurfa að kunna mannleg samskipti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI NÝTT AÐ SVANDÍS HUNSI LÖG

En það sem er merkilegra er að það er alveg sama hversu mörg lög hún brýtur, að þá virðist enginn innan VG geta tekið að sér ráðherraembætti, þannig að alltaf er "púkkað" upp á hana, þrátt fyrir að hún er með ALLT niður um sig og gerir hverja "bommertuna" á fætur annarri.......


mbl.is Gaf fyrirmæli andstæð lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband