Bloggfærslur mánaðarins, október 2018

ÞÁ ER "BLÓRABÖGGULL" MEIRIHLUTANS FUNDINN

En það er bara of seint. Málið er fyrir löngu síðan komið á flug (meira að segja er farið að sjá fyrir lendingu).  Er ekki einhvers staðar sagt að það sé of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í, eða of seint að fara á klósettið þegar búið er að drulla í buxurnar?  Hrólfur segir í þessari frétt "AÐ GÓÐAR OG GILDAR ÁSTÆÐUR SÉU FYRIR ÞVÍ AÐ KOSTNAÐURINN HAFI ORÐIÐ SVONA MIKILL".  En hann segir ekkert um það hverjar þessar "góðu og gildu" ástæður séu........


mbl.is „Mistök sem ég tek á mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞRÁTT FYRIR BÓKHALDSTRIXIN....

Félagsbústaðir hafa síðan árið 2004 reiknað mismuninn á FASTEIGNAMATI og MARKAÐSVIRÐI íbúða, sem TEKJUR í bókhaldi og svo fóru þeir, árið 2016, að færa mismuninn á verði Félagsbústaða á leigu og markaðsleigu, sem STYRK til leigjenda Félagsbústaða.  Hver skyldi útkoma Félagsbústaða verða ef þar færi fram ALVÖRU endurskoðun á starfseminni???????


mbl.is 330 milljóna framúrkeyrsla Félagsbústaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HEITIR ÞETTA EKKI KENNITÖLUFLAKK???????

Alltaf er verið að tala um að STJÓRNVÖLD eigi að gera eitthvað til að koma í veg fyrir þetta kennitöluflakk en eigum við EKKERT að gera sjálf????  Nú stend ég upp og ER BÚINN AÐ ÁKVEÐA VIÐ HVAÐA FERÐASKRIFSTOFU ÉG VERSLA EKKI Í FRAMTÍÐINNI...


mbl.is Kaupir ferðaskrifstofur Primera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ENN EITT TAPIÐ HJÁ LÍFEYRISSJÓÐUNUM OG EKKI ÞAÐ SÍÐASTA

Það er ekki furða þótt þeir sem sjá um "FJÁRFESTINGAR" fyrir lífeyrissjóðina, séu búnir að fá nafnbótina SPILAFÍKLAR......


mbl.is 720 milljóna þrot Fáfnis Holding
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.

Baldur er mjög graður og veit ekki hvað hann á að gera í þessu. Hann fer í vasa sinn og finnur fimmhundruðkrónaseðil. Hann fer því inn á næsta vændishús. Konan í afgreiðslunni opnar fyrir honum og spyr hvað hún geti gert fyrir hann.

„Ég er mjög graður“ segir Baldur, „En ég á bara 500 kall. Hvað get ég fengið fyrir það?“

Afgreiðslukonan fylgir honum inn í herbergi og þar inni í einu horninu er hæna. Baldur hugsar sig um í dálítinn tíma og hugsar með sér að þetta geti ekki verið svo slæmt. Hann réttir konunni peninginn og hún lokar hurðinni. Baldur klæðir sig úr og tekur hænuna og hefur ekki skemmt sér svona vel í langan tíma.

Einni viku síðar kemur Baldur aftur og er aftur orðinn graður. Núna er hann með 1000 kall á sér og spyr hvað hann geti fengið fyrir hann.

„Við erum með sérstaka sýningu sem kostar einmitt 1000 krónur.“ segir konan og fer með Baldur í sal þar sem fólk situr á bekkjum. Stuttu síðar slökkna ljósin og tjöld fara frá sviði sem er þarna inni. Á sviðinu er spegill og í speglinum sjást tvær konur. Eftir stutta stund byrja þær að afklæða hvor aðra og hefja svo eldheitan ástarleik.

Enn einu sinni finnst Baldri að hann hafi fengið peninganna virði. Hann snýr sér að sessunaut sínum og segir: „Þetta er nú býsna góð sýning fyrir 1000 kall.“

Maðurinn svarar Baldri: „Þetta er nú ekkert. Í síðustu viku sáum við mann sem gerði það með hænu.“


ENN EINN BRANDARINN HJÁ REYKJAVÍKURBORG.....

Borgarstjórnarmeirihlutinn er duglegur að "fjarlægja" eigin "skít" og koma honum frá almannasjónum. Innri endurskoðun borgarinnar gerir bara það sem henni er sagt að gera af meirihlutanum,sem er vinnuveitandinn "ÞAÐ GERIR ÞAÐ ENGINN ÓVITLAUS HUNDUR AÐ BÍTA Í HÖNDINA Á ÞEIM SEM GEFUR HONUM AÐ ÉTA"....


mbl.is „Allt skal upplýst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BER STJÓRN FYRIRTÆKISINS ENGA ÁBYRGÐ??????

Samkvæmt hlutafélagalögum ber stjórn fyrirtækisins að óska eftir gjaldþrotaskiptum EF SKULDIR ERU UMFRAM EIGNIR.  En reyndar er ekki sagt hversu langt umfram eignir skuldir megi fara en þess á ekki að þurfa,fari skuldir eina krónu framyfir eignir, er fyrirtækið tæknilega gjaldþrota.  Þessu átti stjórn fyrirtækisins að fylgjast með og gera viðeigandi ráðstafanir, þegar ljóst var í hvað stefndi.  GERÐI STJÓRNIN ÞAÐ OG SINNTI ÞAR MEÐ SKYLDUM SÍNUM???????


mbl.is Miklu meiri skuldir en eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERS KONAR "RÚSSAFÓBÍA" ER EIGINLEGA Í GANGI??????????

"Kalda stríðið" virðist enn vera í gangi hjá sumum í það minnsta í huga sumra.  Það er mín skoðun að Rússar hafi lítinn sem engan áhuga á kosningaúrslitum á Vesturlöndum. Og það sér það hver heilvita maður, sem vill sjá það, að ef Rússar ætluðu sér að "hakka" sig inn í hin ýmsu tölvukerfi á Vesturlöndum til að hafa áhrif á hitt og þetta, þá þyrfti ekki neitt smáræði af mannskap í það og kunnáttu og tækni og mjög sennilega hafa þeir bara allt annað við fjármagn og tíma að gera en að standa í svoleiðis kjaftæði.  Það er alveg með ólíkindum að það er öllu neikvæðu sem gerist klínt á Rússa.  Skyldu Rússar standa á bak við þetta leiðindaveður sem hefur verið sunnan og vestanlands í sumar??????


mbl.is Engin sönnun fyrir aðild Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER LÝÐRÆÐI Á ÍSLANDI??????????

Það er mikið talað um það á tyllidögum að hér á Íslandi sé lýðræði. EN ER ÞAÐ SVO? Við skulum aðeins skoða fyrirkomulagið á því hvernig "lýðræðið" er framkvæmt hér á landi.  Það eru til tvær leiðir við að VELJA fólk á lista stjórnmálaflokkanna:Annars vegar er "uppstilling" og hins vegar "prófkjör" en þessar tvær leiðir eru svo til alveg eins.  Þessa fullyrðingu skal ég skýra nánar.  Þegar "uppstilling" er notuð af stjórnmálaflokki, þá er það FLOKKSSTJÓRNIN, sem ákveður alfarið uppstillingu listans sem á að vera í boði og röð einstaklingarnir sem verða í boði.  En þegar "prófkjör" er haldið þá ákveða kjósendur flokksins RÖÐ þeirra einstaklinga á listanum,SEM FLOKKSSTJÓRNIN HEFUR ÞEGAR ÁKVEÐIÐ AÐ VERÐI Í BOÐI Í NÆSTU KOSNINGUM.  ÞANNIG ER HÆGT AÐ SEGJA AÐ HÉR Á LANDI SÉ FLOKKSRÆÐI EN EKKI LÝÐRÆÐI....


ERU MENN EKKI ENNÞÁ BÚNIR AÐ SJÁ HVERS KONAR BATTERÍ ESB ER?????

ESB ætlaði að koma orkupakka 3 "hljóðlega" í gegnum Alþingi Íslendinga (þrátt fyrir að orkupakki 3 brjóti í bága við stjórnarskrá Íslands) og hefði tekist það, ef útvarp Saga, hefði ekki tekið málið upp og fjallað nokkuð ítarlega um það.  En þrátt fyrir það er allt útlit fyrir að það eigi að "keyra" þetta í gegnum þingið og þá virðist ekki neinu máli skipta að málið brjóti í bága við stjórnarskrána.  NÚ SVERJA ÞINGMENN EIÐ ÞESS EFNIS VIRÐA STJÓRNARSKRÁ LANDSINS ÞEGAR ÞEIR TAKA SÆTI Á ALÞINGI en sumir þingmenn eru búnir að sitja það lengi á þingi að kannski eru þeir búnir að gleyma þessum EIÐ sínum og þyrftu kannski að rifja hann upp?  Hvernig er það er þessi EIÐUR þingmanna bara eitthvað leikrit sem er bara upp á grín og geta þeir bara gert það sem þeim sýnist eða það sem þeim er sagt?  Þetta er síður en svo eina dæmið um MIÐSTÝRINGARÁRÁTTU ESB.  Nú hafa allir fylgst með þessu BREXIT dæmi, sem nú hefur verið í gangi í hátt í tvö ár.  Nú er orðið ljóst að ESB ætlar að gera Bretum eins erfitt og mögulegt er að yfirgefa sambandið og mögulegt er og ég get ekki betur séð en að ESB ætli að setja fordæmi fyrir önnur ríki, sem eru að hugsa um að yfirgefa sambandið, til að kæfa svona hugmyndir í fæðingu.  KANSKI AÐ TEXTI THE EAGLES Í LAGINU HOTEL CALIFORNIA EIGI VIÐ UM ESB " YOU CAN CHECK OUT ANY TIME YOU WANT BUT YOU CAN NEVER LEAVE".........


mbl.is Meirihlutinn á móti inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband