Bloggfærslur mánaðarins, mars 2019

AÐKOMA RÍKISINS AÐ ÞESSU MÁLI ÆTTI EINFALDLEGA EKKI AÐ KOMA TIL GREINA

Það muna örugglega eftir því þegar Flugfélag Íslands og Loftleiðir "sameinuðust" og ekki var nú aðkoma ríkisstjórnarinnar þar neitt glæsileg og stjórnvöldum til mikils sóma.  Það er um það talað að sú "sameining" hafi verið hrein yfirtaka Flugfélags Íslands á Lofleiðum, með atstoð stjórnvalda.  Er kannski verið að horfa til svipaðra hluta núna?  Ég efast um að það nokkur maður sé meðmæltur svoleiðis aðferðum enda eru tímar ríkisafskipta einkafyrirtækja í samkeppnisrekstri löngu liðnir.........


mbl.is Aðkoma ríkisins ekkert verið rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVONA BYRJAÐI ÞETTA LÍKA HJÁ JÓNI HEITNUM.........

Munurinn er bara sá að hann bjó í félagslegri íbúð í Breiðholtinu og þar af leiðandi þótti engin ástæða til að gera nokkuð í málinu......


mbl.is Kvörtuðu undan óþægindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VITLEYSAN RÍÐUR EKKI VIÐ EINTEYMING..........

Nú er heldur betur kominn tími til skoða vel hlutverk og skyldur þingmanna.  Ég efast stórlega um að þingið hafi eitthvað eftirlitshlutverk með starf lögreglu og fleiri aðila í þjóðfélaginu.  Fyrir mér lýtur þetta þannig út að þingmenn séu að TAKA sér vald, sem þeim er langt frá því heimilt.  Þetta er óheillavænleg þróun og þegar þetta er einu sinni byrjað þá heldur þessi SJÁLFTAKA áfram og enginn veit hvar þetta endar.......


mbl.is Nefndarfundur um aðgerðir lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞESSI MAÐUR HEFUR EKKI MINNSTA SNEFIL AF VIRÐINGU FYRIR ÞJÓÐ SINNI OG ARFLEIFÐ HENNAR

Og það er spurning hvort svona maður á nokkurt einasta erindi á Alþingi Íslendinga?  Og ég get ekki með nokkru einasta móti séð samhengið á milli hreinsun gangstétta og grasflata í þessu tilfelli.  Það er réttur fólks í lýðræðisþjóðfélagi að mótmæla, en það er ekki sama hvernig er mótmælt og hvar,  var til dæmis búið að fá leifi fyrir þessum mótmælum, hjá til þess bærum yfirvöldum?  Ef þingmaðurinn er svo "stropaður" að hann heldur að þessi viðbrögð séu vegna minnimáttarkenndar, tortryggni og hræðslu við  ókunnuga er hann enn meira úti að aka en ég hafði haldið.  Hælisleitendur höfðu ekki undan neinu að kvarta, hvað varðar aðbúnað og þess háttar og ber þá að líta til aðbúnaðar í öðrum löndum.  En kannski ættu stjórnvöld að setja STRANGAR reglur og lög um það að flugfélög og skipafélög, sem flytja skilríkjalaust fólk til landsins, greiði fyrir það háar sektir og beri þannig ábyrgð á þeim farþegum, sem hingað eru fluttir.  HÆLISLEITENDAFLAUMURINN HINGAÐ TIL LANDS ER ALFARIÐ Í BOÐI STJÓRNVALDA.....


mbl.is Hvatti þingmenn til að líta í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STAÐA WOW RÆÐUR HLUTABRÉFAVERÐI Í ICELANDAIR........

Þetta er náttúrulega alveg stórmerkilegt, ef fylgst er með hlutabréfamarkaðnum hér á landi, verðið virðist ekki lúta neinum lögmálum á fjármálamarkaði, heldur er einn lítil "klíka" sem öllu stjórnar hér og svo er eitthvað farið eftir kjaftasögum sem ganga og þessi "klíka" kemur oftast af stað.

Svo er þetta með að Arion banki sé að fara fram á RÍKISÁBYRGÐ Á LÁNI TIL WOW AIR.  Skúli Mogensen vill einfaldlega ekki semja við Indigo Partners, því þá missir hann MEIRIHLUTANN í flugfélaginu og við skoðun á bókhaldinu kemur ýmis "sóðaskapur" í ljós sem er ekkert annað en gróf lögbrot.  Vegna þessa er Skúli Mogensen að leita til Arion banka, því ef félagið fer í þrot kemur þetta sama í ljós.  En eitt hefur ekki verið skoðað EN RÍKISÁBYRGÐ TIL FYRIRTÆKJA ER ÓLÖGLEG SAMKVÆMT EES SAMNINGNUM OG ESA MYNDI DÆMA ÍSLENSKA RÍKIÐ ILLILEGA Í FYRIR SVOLEIÐIS BROT.  En alveg er stórkostlegt að sjá að fjármálelítan hér á landi skuli endalaust halda að það sé hægt að láta almenning taka áhættuna af fjármálabraskinu þeirra................


mbl.is Bréf Icelandair hækka mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BREGÐAST VIÐ?????????

Það hefur verið óborganlega gaman að fylgjast með þessum "sirkus", sem fór af stað eftir þennan dóm mannréttindadómstólsins.  það er bara alveg á hreinu að ALLIR dómara Landsréttar eru ÓLÖGLEGIR.  Niðurstaða dómstólsins var ekki var rétt staðið að því, af hendi ALÞINGIS, að velja dómarana.   Samkvæmt því eru einu réttu viðbrögðin við þessu að endurtaka allt ferlið á nýtt og í þetta skipti að gera hlutina rétt.........


mbl.is Forsætisráðherra fer yfir viðbrögð stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ER GREINILEGA EKKI EINN UM AÐ ÞURFA AÐ FÁ PÁSU

Þessi maður "þarf að fá pásu" frá Alþingi og það ekki seinna en strax.  Það er svo fáránleg vitleysa og rugl sem kemur frá manninum frá morgni til kvölds að það er alveg með ólíkindum hversu mikið rugl getur komið frá einum manni.  Hann ætti kannski að vera ágætur þegar hann sefur, það er að segja ef hann tekur ekki upp á því að tala upp úr svefni en þá væri friðurinn úti.  Að kjósa Pírata í stað Sjálfstæðisflokksins, væri eins og að fara úr öskunni í eldinn.  Ekki get ég séð Helga Hrafn fyrir mér sem Fjármálaráðherra eða Þórhildi Sunnu sem Dómsmálaráðherra....... wink undecided cool laughing cry


mbl.is „Hann verður að fá pásu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KRAKKAGREYIN HALDA AUÐVITAÐ AÐ ÞARNA SÉ UM "SKOTHELD" VÍSINDI AÐ RÆÐA

Sem er ekki skrítið þar sem Forsætisráðherra og Umverfisráðherra taka undir "trúarbrögðin" og eins og sagt er "Umhverfisvernd er BIG BUSINESS" og svo hafa þau horft á "krakka-RÚV" og þar er heldur betur tekið undir áróðurinn og krakkagreyin halda að þarna sé um heilagan sannleik að ræða.  Svo er þetta ágætis ástæða til að skrópa í skólann og segjast hafa verið að berjast fyrir umhverfið.  En fáum virðist detta í hug að sú breyting sem hefur orðið á veðrinu undanfarin ár, sé af þeim orsökum að nú eru "pólskipti" í gangi.  Segulpóllinn er á hraðri leið til Síberíu og er því spáð að hann endi í Indlandshafi.  ÞAÐ ER EKKERT SEM STJÓRNMÁLASTÉTTIN GETUR GERT Í ÞESSU, EN VIÐ GETUM ÖLL FARIÐ AÐ GANGA BETUR UM JÖRÐINA OKKAR............


mbl.is „Drullusama um framtíð krakkanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Tvær vinkonur, Sossa og Systa, voru saman í golfi þegar önnur varð fyrir því óhappi að hitta kúluna illa í upphafshöggi og horfði með skelfingu á eftir kúlunni sem stefndi á hóp karlmanna.
Kúlan lenti inni í miðjum hópnum og einn maðurinn hné til jarðar haldandi
báðum höndum á milli fótanna, greinilega sárþjáður.
Vinkonurnar hlupu til mannanna og þegar þær komu að hópnum hélt maðurinn enn höndunum á milli fótanna.
Sú sem hafði slegið kúlunni baðst afsökunar og bauð fram aðstoð.
Maðurinn vildi ekki að svo stöddu þiggja aðstoð og sagðist jafna sig eftir
smá stund. 
Konan þráaðist við, sagðist vera sjúkraþjálfari og vildi fá að þreifa aðeins
á manninum.
Maðurinn lét tilleiðast og fékk hún hann til að leggjast á bakið, tók hendur
hans frá, renndi buxnaklaufinni niður og byrjaði að nudda hann rólega.
Eftir smástund spurði hún manninn hvernig honum þætti þetta.
Maðurinn svarar "Þetta er mjög gott, en ég er ennþá að drepast í
þumalputtanum!"


ERU BRETAR ENDANLEGA AÐ KLÚÐRA ENDURHEIMTU SJÁLFSTÆÐIS SÍNS???

"Það er ekki ein báran stök í 12 vinstigum".  Það hefur allt farið úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis, í "samningaviðræðum" Theresu May og ESB, vegna úrgöngu Breta úr sambandinu.  Þetta kemur svo sem ekki á óvart því Theresa May var hörð á því að vera áfram í ESB og hverjum dettur í hug að hún hafi í einlægni getað leitt viðræðurnar um úrgöngu Breta úr sambandinu.  Enda er það komið í ljós að henni hefur ekkert orðið ágengt og sumir halda því fram að hún hafi bara fest Breta enn meira inn í ESB en áður var, nema að því leiti að þeir hafi þar engin áhrif lengur. Það er í sjálfu sér "kómískt", að einn helsti ásteytingssteinninn í viðræðum Breta og ESB skuli vera að landamærin milli Norður Írlands og Írlands séu ekki nægilega ÖRUGG OG OF EINFALT AÐ FARA ÞAR UM.  Og ESB sem vill ENGIN landamæri og þar með ENGIN þjóðríki.  Það er bar öllum ljóst, sem vilja sjá það, að gangi Bretar út úr ESB hrynur sambandið og hvað tekur þá við? Samkvæmt könnunum hefur stuðningur almennings við Brexit aukist en meirihluti þingmanna eru sambandssinnar, þannig að það er víðar en á Íslandi þar sem er GJÁ milli þings og þjóðar........


mbl.is Óska eftir frestun Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband