Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2020

Föstudagsgrín

Þennan fékk ég frá dyggum lesanda og kann ég honum bestu þakkir fyrir.

 

Kona situr úti í garði og fylgist með tveimur hafnfirskum verkamönnum að störfum.  Annar Gaflarinn grefur holu og hinn fyllir upp í hana með mold.  Þá grefur fyrri Gaflarinn aðra holu og aftur fyllir hinn Gaflarinn hana með mold.  Þetta endurtaka þeir aftur og aftur.  Að lokum gengur konan til  þeirra og spyr: " Af hverju grafið þið holur og fyllið þær aftur "?  "Sko, venjulega er einn annar með okkur, sem setur tré ofan í holuna en hann er veikur í dag" svaraði annar Hafnfirðingurinn.........


NÚ GETUR HÚN, ÁSAMT HINUM ÞREMUR, SJÁLFSAGT KOMIÐ ÚR "VEIKINDALEYFINU"..

En þau eiga kannski svo mikið sumarfrí inni að það VERÐUR eiginlega að taka það út. þannig að þau koma sjálfsagt ekki til vinnu fyrr en um miðjan október.....


mbl.is Alda Hrönn staðið fyrir ýmsum uppákomum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SÍÐAN HVENÆR HEFUR ESB EINHVAÐ UM HVÍTA RÚSSLAND AÐ SEGJA??????

En segir þetta ekki töluvert um ESB og uppbyggingu sambandsins og ekki síst um hvert það stefnir?  Ekki má gleyma framgöngu ESB í Ukrainu, þar sem sambandið stóð fyrir því að steypa afstóli lýðræðiskjörnum forseta landsins með byltingu og í kjölfarið  eyðileggja efnahag landsins og innviði þess.  Nú er Hvíta Rúsland næst á dagskránni hjá ESB og vonandi verður niðurstaðan í Hvíta Rússlandi ekki svipuð og í Ukraínu þó staðan bjóði nú ekki upp á mikla bjartsýni.  Fyrir nokkru síðan tók ég  saman, úr nokkrum Enskum bókum, smá rit um tengsl ESB (áður ESE) við Nasista SJÁ HÉR þarna á sér sama útþenslustefnan og réð ríkjum hjá Nasistum...............


mbl.is ESB viðurkennir ekki kjör Lúkasjenkós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÓ SVO AÐ FJÁRMÁLARÁÐHERRA HAFI TALAÐ UM AÐ COVID-19, VÆRI AÐ KOSTA LANDIÐ MILLJARÐ Á DAG FINNST HONUM ÞÁ ALLT Í LAGI AÐ STYRKJA ICELANDAIR UM TUGI MILLJARÐA????

Og hver eru rök hans fyrir því að styrkja þetta dauðadæmda fyrirtæki með almannafé?  Myndi hann setja sitt eigið fé í þetta fyrirtæki??????????


mbl.is Icelandair fær 16,5 milljarða ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÚN ER NÁTTÚRULEGA "SÉRFRÆÐINGUR" Í ÚTÚRSNÚNINGUM EINS OG MARGIR STJÓRNMÁLAMENN

Þetta er alveg sérstaklega "vinsæll frasi" virðist vera þegar menn/konur vilja afvegaleiða umræðuna, "AÐ LANDINU HAFI ALDREI VERIÐ LOKAÐ".  Hvort landið var lokað eða ekki er ekki aðalmálið, það sem var er ósköp einfalt það var bara ekki um það að ræða að það vær neinar ferðir á milli landa vegna þess að það var engin EFTIRSPURN eftir ferðunum.  En svo ákvað ESB að það "ÆTTI" að vera eftirspurn eftir ferðum innan Schengen-svæðisins eftir 15 júní og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ákvað að "HLÝÐA" ESB veldinu.  Það varð meira um ferðalög á milli landa en reiknað hafði verið með og fljótlega hafðist ekki undan að  taka SÝNI úr þeim farþegum sem komu til landsins og þá var bara ákveðið að FJÖLGA "öruggum löndum" svo fækka mætti sýnatökum.  Ekki vildi forsætisráðherra viðurkenna að gerð hefðu verið mistök, enda veit ég ekki til að stjórnmálamenn séu mikið að viðurkenna mistök......


mbl.is Landið hafi aldrei verið lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HELDUR HANN VIRKILEGA AÐ EINHVER TRÚI ÞVÆLUNNI Í HONUM??????

Menn sem hafa fylgst með vinnubrögðum þessa manns allt frá því að hann byrjaði rekstur Samherja vita, (það er kannski kominn tími til að fólk geri sér grein fyrir því að í upphafi þá KEYPTU þeir frændur Samherja hf., sem þá var útgerðarfyrirtæki á Suðurnesjum og þá í eigu nokkurra sveitarfélaga á Suðurnesjum og Hafnarfirði.  Það fyrirtæki var mjög skuldugt og eina eign þess var togarinn Guðsteinn, sem var búinn að liggja bundinn við bryggju í á annað ár.  þessi togari fékk síðan nafnið Akureyrin og varð upphafið að SAMHERJAVELDINU.  Restina af sögunni þekkja flestir), að það er ekki hægt að treysta eða trúa einu orði, sem frá honum kemur.  Sagt er að hann eins og aðrir "krónískir lygarar" að hann roðni þegar hann segir satt.  Það er víst ástæðan fyrir að hann mætir ekki í nein "alvöru" sjónvarpsviðtöl......


mbl.is Vorum teknir algjörlega af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"RÚSSNESK KOSNING"! ! !

Það er talað mikið um að hinn og þessi þjóðarleiðtoginn hafi fengið "RÚSSNESKA KOSNINGU" hérna á VESTURLÖNDUNUM og fjölmiðlar eru ansi iðnir við að fjalla um þetta og þá sérstaklega í löndum þar sem "lýðræði" fellur ekki alveg að hugmyndum "RÉTTTRÚNAÐARLIÐSINS".  Nú eru nýlega afstaðnar forsetakosningar í Hvíta Rússlandi, þar sem sitjandi forseti fé "RÚSSNESKA KOSNINGU".  Hvort hann eða stuðningsmenn hans hafi haft RANGT VIÐ í kosningunum ætla ég ekki að fjalla um hér, en þegar erlend ríkjasambönd eru farin að blanda sér í málið (ESB hefur gefið það út að sambandið ætli að beita þvingunaraðgerðum og fleiri hafa boðað aðgerðir gegn landinu).  Ég veit ekki betur en að forsetakosningar hafi verið hér á landi í júní síðastliðnum þar sem sitjandi forseti fékk (RÚSSNESKA KOSNINGU) og hafa ýmsir tjáð sig um að ekki hefði verið staðið eðlilega að aðdraganda og framkvæmd kosninganna en fjölmiðla hér á landi fjalla ekkert um það.  Miðað við alla þá sem ég hef verið í sambandi við (nokkur hundruð manns), eru  aðeins örfáir sem viðurkenna að þeir hafi kosið núverandi forseta.  En kannski er "lýðræðið" bara túlkunaratriði hjá "RÉTTTRÚNAÐARLIÐINU" og frekar léttvægt það sem það hefur "HREIÐRAÐ UM SIG"?????


mbl.is Lúkasjenkó ræðir við Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍKLEGA VERÐUR ÞAÐ EINGÖNGU "NIÐUR" ÚR ÞESSU..........

Alveg finnst mér það með ólíkindum ef Íslensk stjórnvöld ætla að fara að setja almannafé í þetta DAUÐADÆMDA félag, þeir myndu alveg örugglega EKKI setja pening í þetta ef um væri að ræða þeirra eigið fjármagn og það sama ´við um LÍFEYRISSJÓÐINA..........


mbl.is „Upp og niður“ í alllangan tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VERIÐ AÐ AFVEGALEIÐA UMRÆÐUNA - SKIPTIR EKKI NOKKRU MÁLI HVORT SKJALIÐ HEITIR SKÝRSLA EÐA EITTVAÐ ANNAÐ.

Samherjamálið og Sjávarútvegurinn í heild sinni:  Að sumu leiti er það ágætt að þetta svokallaða „Samherjamál“ skyldi koma upp.  Það hefur lengi verið opinbert leyndarmál að uppgangur Samherja ætti sér ýmsar dökkar hliðar, sem ekki þyldu dagljósið, það verður ekkert fyrirtæki svona öflugt með 100% heiðarleika.   Aldrei hefur verið hægt að sanna að eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað og meira að segja var forstjóri Samherja svo óforskammaður að heimta það að Seðlabankastjóri yrði saksóttur vegna rannsóknar og húsleitar, sem bankinn framkvæmdi á Samherja og það sem alvarlegra er að Forsætisráðherra blandaði sér í málið með því að senda til lögreglu meintan „leka“ frá Seðlabankanum til RÚV.

En það að þetta Samherjamál kom upp, segir það okkur ekki að það er full ástæða til að rannsaka viðskipti og viðskiptahætti ALLRA stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna á Íslandi? Fyrir daga kvótakerfisins og fyrstu ár þess, voru á markaðnum tveir risar í sölu á fiski á erlenda markaði Þetta voru SÍS (söludeild Sambands Íslenskra Samvinnufélaga) og SH (Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna).  Skiptingin á milli þessara sölusamtaka var nokkuð skýr,  SÍS sá um söluna fyrir kaupfélögin og fyrir þá sem voru „Framsóknarmegin“ í pólitíkinni en SH sá um söluna fyrir þau fyrirtæki sem voru „Sjálfstæðisflokksmegin“ í pólitíkinni.  En þá kom Samherji til sögunnar og riðlaði „öllu sölukerfinu“ með því að stofna sín eigin sölusamtök og eftir það hafa þessi tvö sölusamtök smám saman verið að lognast útaf misjafnlega hratt þó.  En eitt er þó sem ætti að hafa í huga: SAMHERJI HEFUR ALVEG FRÁ UPPHAFI SINNAR ÚTGERÐARSÖGU ALDREI SETT EINN EINASTA SPORÐ Á MARKAÐ.  Og hvers vegna skyldi það vera?  Jú, því er auðsvarað.  Ef þarf að greiða markaðsverð fyrir fiskinn, hagnaður útgerðarinnar eykst og þá verður erfiðara að réttlæta það að áhöfnin taki þátt í að greiða olíuna á fiskiskipin og að dregið sé af launum sjómanna til að taka þátt í nýsmíði fiskiskipaflotans og ekki nokkur leið að réttlæta LÆKKUN veiðigjalda og um leið verður minni hagnaður til að flytja úr landi, í skattaskjól fyrir eigendur fiskvinnslufyrirtækjanna, sem einnig eru með útgerð á sinni könnu.

Eru menn virkilega svo barnalegir að halda að Samherjamenn séu þeir einu sem stunda þetta?  Frá lýðveldisstofnun, sáu þessu tvenn sölusamtök um að selja fiskinn úr landi og að hluta til eftir að kvótakerfið var sett á.  Þetta var til þess að útgerðin fékk skammtað eins skít úr hnefa „afkomu“ sem svo aftur og aftur kallaði á gengisfellingar Íslensku krónunnar, til að rétta hlut útgerðarinnar.  En svo kom Samherji til sögunnar, þeir stofnuðu sitt eigið sölufyrirtæki, þannig gerðu þeir tengslin milli útgerðar og vinnslu mun sterkari en áður hafði verið.  Umskiptin urðu ekki á einni nóttu en smám saman „lognuðust“ þessi tvö sölufyrirtæki útaf og útgerðin varð öflugri.  ÞARNA ER KOMIN SKÝRINGIN Á ÞVÍ HVAÐ VELDUR ÞVÍ AÐ ÚTGERÐIN ER MEÐ SVONA MIKLU BETRI AFKOMU EFTIR AÐ KVÓTAKERFIÐ VAR SETT Á.   Þetta telja stuðningsmenn kvótans, vera sín „sterkustu rök“ fyrir því að viðhalda núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og dæmi nú hver fyrir sig.


mbl.is Trúnaður Verðlagsstofu „stórfurðulegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VERÐI FÉLAGINU VEITT "RÍKISÁBYRGÐ" VERÐUR UM AÐ RÆÐA MESTU SÓUN Á ALMANNAFÉ NOKKRU SINNI....

Því miður virðist þetta félag hafa það sterk ítök að eftir því sem manni hefur skilist er víst þegar búið að ákveða að GEFA þessu dauðvona fyrirtæki allt að 20 milljarða af f´jármunum almennings í formi "láns" sem verður veitt félaginu með "RÍKISÁBYRGÐ".  Eins og flestir vita þá er lán með ríkisábyrgð ekkert annað en svokallað "víkjandi lán", það er að segja að þannig lán er það SÍÐASTA" sem er borgað af útgjöldum félagsins.  Og þar sem ENGAR líkur eru á að rekstrarhorfur fyrirtækisins batni nokkuð í náinni framtíð, þá er nokkuð ljóst að þetta lán falli á ríkið eða réttara sagt skattborgara þessa lands.  Og svo eru allir "fjárfestarnir", sem verða "plataðir" til að taka þátt í þessu "Ponzi svindli"............


mbl.is Icelandair hefur náð samkomulagi við Boeing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband