Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2023
13.1.2023 | 15:50
MIKILL MISSIR FYRIR KVENNALANDSLIÐ...........
Hún er alveg svakalega stór "karakter" og mikill leiðtogi og kom mjög skemmtilega að orði í sjónvarsviðtölum. Ég vil enda þetta á því að færa henni bestu þakkir fyrir hennar ómetanlega framlag til kvennaknattspyrnunnar hér á landi og víðar og er ég viss um að margir taka undir með mér.......
Tilfinning sem ég mun aldrei gleyma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2023 | 21:41
ÞRÁTT FYRIR MÓTVIND ÞÁ HAFÐIST SIGUR..............
Það var alltof mikið um tapaða bolta hjá Íslenska liðinu og þá var fyrri hálfleikur sérstaklega slæmur og bara í fyrri hálfleik fengu Portúgalarnir níu hraðaupphlaupsmörk eftir tapaða bolta hjá okkar strákum. Svo er ekki hægt að horfa framhjá dómgæslunni, sem var alveg stórfurðuleg á köflum........
Sætur sigur á Portúgal í fyrsta leik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér í bæjarfélaginu er ALLT á heljaþröminni; húsnæðiseklan hefur aldrei verið meiri, biðraðirnar fyrir utan fjölskylduhjálpina, þar sem fólkið bíður í marga klukkutíma eftir matargjöfum og fleira og fleira. Ef það kemur einhver og biður sveitarfélagið um aðstoð þá er þeim sama vísað á fjölskylduhjálpina, því fjárhagur sveitarfélagsins er svo slæmur að ekkert er hægt að gera og svo kemur það besta:FJÁRHAGURINN ER SVO SLÆMUR AÐ EKKI ER HÆGT AÐ STYRKJA FJÖLSKYLDUHJÁLPINA UM EINA EINUSTU KRÓNU. En svo er hægt að taka á móti 350 hælisleitendum á árinu????? DÆMIÐ GENGUR EKKI ALVEG UPP Í MÍNUM HUGA OG HJÁ ÞEIM SEM ERU MEÐ ÖRLÍTIÐ MEIRA EN EKKERT Á MILLI EYRNANNA.........
Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2023 | 09:12
ÚRSLITATILRAUN - OG HÚN ER ÞEGAR BÚIN AÐ "MOKA YFIR SIG"???????
Í aðdraganda samninganna var hún með gífuryrði og rauf þá litlu samstöðu sem var innan verkalýðshreyfingarinnar og til að bæta gráu ofan á svart gerði hún lítið úr þeim kjarasamningum, sem Vilhjálmur Birgisson gerði fyrir hönd Starfsgreinasambandsins, sem voru svo samþykktir af yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna Stafsgreinasambandsins. Það veður ekki með nokkru móti séð að það sé nokkur einasti vilji hjá þessari öfgamanneskju til að semja um nokkuð einasta atriði á sæmileg skynsömum nótum. Og eins og staðan er núna má segja að það sé ÓLAN EFLINGAR AÐ HÚN SKULI VERA Í FORYSTU FÉLAGSINS, HÚN HEFUR ÞEGAR VALDIÐ MIKLUM SKAÐA OG Á EFTIR AÐ GERA MEIRA.........
Gera úrslitatilraun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2023 | 08:02
ÍSLENDINGAR VORU NOKKUÐ LANGT FRÁ ÞVÍ AÐ LEIKA SÉR AÐ EISTUNUM - HÖRMUNGIN HELDUR ÁFRAM....
Og enn heldur KSÍ dauðahaldi í þennan þjálfararæfil. Hvenær fá menn eiginlega nóg á þeim bæ?? Það mætti halda að það væri einhver hörgull á mönnum sem geta sinnt þessu starfi af einhverju viti? Getur verið að það vaxi mönnum eitthvað í augum að það þarf yfirleitt að borga þeim almennileg laun, sem standa sig þokkalega í starfi???????????
Ísland nældi í jafntefli gegn Eistlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2023 | 14:02
STÆRSTA VANDAMÁL LANDSPÍTALANS ER EKKI FJÁRMÖGNUNIN HELDUR STJÓRNUNIN OG DREIFING FJÁRMUNA......
Það er sífellt verið að fara út í einhverjar "skítareddingar" til bráðabirgða hér og þar í kerfinu, verið að fara í "holufyllingar" hér og þar sem oft á tíðum gera bara illt verra í stað þess að taka þetta handónýta heilbrigðiskerfi okkar til ALGJÖRRAR ENDURSKOÐUNAR og gera það bara almennilegt í eitt skipti fyrir öll og vera svo með það til endurskoðunar upp frá því.....
Segir rugl að spítalinn sé ekki vanfjármagnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2023 | 08:33
ÞAÐ MYNDI KANNSKI MINNKA SANDBURÐINN Í HÖFNINNI ÖRLÍTIÐ EN ALLS EKKI VERULEGA........
Allt þetta "verkfræðingastóð" og aðrir sérfræðingar, virðast ekki gera sér grein fyrir því allur hafsbotninn undan suðurströndinni er sandur og taka nokkrar milljónir rúmmetra af sandi þarna er eins og að taka eitt lítið krækiber úr tunnu og einu áhrifin sem þetta hefur er að fresta því um nokkur ár að höfnin verði ónothæf..........
Sandurinn fluttur út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2023 | 14:06
ÚKRAINUMENN SAMÞYKKTU EKKI VOPNAHLÉ - ER ÞÁ EITTHVAÐ ÓEÐLILEGT VIÐ ÞAÐ AÐ RÚSSAR HALDI STRÍÐSAÐERÐUM ÁFRAM????
Svona fréttamennska finnst mér ekki alveg boðleg. Það má alveg mín vegna kalla mig "Rússadindil" en mér finnst fréttaflutningurinn af þessum stríðsátökum vera full einhliða. Vissulega var það argasta fúlmennska af Rússum að ráðast inn í Úkraínu. En hvað hafði gengið á FYRIR árásina? Ég hef heyrt af því, nokkuð oft, AÐ ÞETTA SÉ STRÍÐ BANDARÍKJANNA OG ESB VIÐ RÚSSA, SEM SÉ HÁÐ Í ÚKRAÍNU. HVERNIG STENDUR Á AÐ ÞAÐ ER ALDREI FJALLAÐ UM ÞETTA OG ÞESSI MÁL "KRUFIN" ALMENNILEGA??????????
Byrjað að sprengja á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2023 | 16:10
ER EKKERT EINASTA LÁT Á VITLEYSUNNI - HVAÐ KEMUR NÆST???????
Verður farið út í að ráðast" á og breyta hefðbundnum starfsheitum á sjónum, hvaða orðskrípi ætli verði sett í stað stýrimanns, það verðu fróðlegt að vita hvaða starfsheiti bátsmaðurinn fær eða matsveinn, verður kokkur látinn kannski duga, verður vélstjóri látinn duga, skipstjóri kannski, ekki verður lengur talað um "KALLINN" býst ég við? En ég verð að segja að ég er hættur á sjó og er feginn að taka ekki þátt í þessu kjaftæði.....
Sjómenn segja fiskara út í hött | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2023 | 13:00
HEFUR "RÉTTARKERFIÐ" HÉR Á LANDI VERIÐ "STJÓRNMÁLAVÆTT"?????
Rétt eins og margir samlandar mínir, fór mikill tími milli jóla og nýárs í lestur. Ein bók greip huga minn alveg sérstaklega og vakti bókin mig til umhugsunar um það á hvaða vegferðréttarkerfið er hér á landi. ÞESSI BÓK ER "UPPGJÖR BANKAMANNS" eftir Lárus Welding. Þarna kemur fram nokkuð mikil og ég fæ ekki betur séð en að sú gagnrýni eigi fullan rétt á sér, á vinnubrögð SÉRSTAKS SAKSÓKNAR (sem nú heitir víst HÉRAÐSSAKSÓKNARI, hverju sem það á svo að breyta) og DÓMSTÓLA. Bókin er afskaplega vel skrifuð og vel uppsett, Lárus Welding forðast að vera að deil á vissa menn en það má lesa út ú þessu að tengslin milli Dómstóla, Sérstaks saksóknara og Stjórnmálakerfisins virðast vera MJÖG mikil og það sem er MJÖG ALVARLEGT að ENGIN vafaatriði sem gætu leitt til refsilækkunar og gætu komið hinum ákærðu til refsilækkunar voru tekin til greina og það sem alvarlegra er að gögn sem voru ákærða til hagsbóta, VORU LÁTIN HVERFA OG VORU EKKI HÖFÐ MEÐ MÁLSGÖGNUM. DÓMARA DÆMDU EKKI EFTIR LÖGUNUM, Í MÁLUM BANKASTJÓRUM FÖLLNU BANKANNA, EINS OG ÞEIM BER AÐ GERA, HELDUR ALMENNINGSÁLITINU Á ÞEIM TÍMA OG EFTIR ÞRÝSTINGI FRÁ PÓLITÍKINNI (þetta eru mín orð og þetta les ég á milli línanna í bókinni en Lárus Welding fer afskaplega varlega í að ásaka einn eða neinn). Eins og ég hef sagt áður þá er þessi bók mjög vel skrifuð og vel uppsett og hvet ég alla til að kynna sér hana, í það minnsta fékk ég það aldrei á tilfinninguna að hann væri neitt að gera minna úr sínum málum en efni stóðu til og að mínu áliti óx maðurinn mikið við það að senda þessa bók frá sér.
Að þessu tilefni er rétt að skoða stjórnskipan landsins. Eins og kunnugt er þá er stjórnskipan landsins samansett af þremur einingum; LÖGGJAFARVALDI, FRAMKVÆMDAVALDI OG DÓMSVALDI. Ég get ekki séð að LÝÐRÆÐIÐ sé neitt í hávegum haft í stjórnskipan landsins. Almenningur fær að hafa "örlítil áhrif" á skipan LÖGGJAFARVALDSINS með að kjósa það á fjögurra ára fresti en almenningur hefur ENGIN áhrif á FRAMKVÆMDAVALDIÐ eða DÓMSVALDIÐ. Almenningur hefur ekkert um það að segja hverjir verða ráðherrar og svo til að bíta hausinn af skömminni þá er það ráðherra (Dómsmálaráðherra og Forseti), sem skipa dómara og dómarar eru algjörlega háðir FRAMKVÆMDAVALDINU í störfum sínum........