Færsluflokkur: Bloggar

Hvað gera Bretar núna????

Ætli dugi nokkuð að setja "hryðjuverkalög" á kvikindið, er það ekki eina og helsta "úrræðið" sem Bretar hafa ef einhver ógn steðja að?


mbl.is Draugasnigill ógnar Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flutningar!!!

Verð í flutningum um helgina þannig að það verður lítið um blogg hjá mér.  Það er bara verst að ég missi af formúlunni en ég treysti því að bloggvinir mínir, þeir Hallgrímur og Hafsteinn, fylgist með og segi mér "fjálglega" frá úrslitum.

Var klukkaður.......

 

... af bloggvini mínum Helga Gunnarssyni.  Að sjálfsögðu svara ég kallinu og svara spurningunum eftir bestu getu og legg ég þar við drengskap (stráksskap) að allt verður satt og rétt.

 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Sjómennska, kokkur, háseti, bátsmaður, stýrimaður.

Framkvæmdastjóri

Fjármálastjóri

Kennari

 

Fjórar bíómyndir sem eru í uppáhaldi:

Ég fer afskaplega sjaldan í bíó en ég get nefnt þá mynd sem mér leiddist mest á ef það telur.  Fyrir nokkuð mörgum árum talaði fyrrum konan mín mig inná það að fara með sér á mynd sem hét Sense and Sensability, mér hefur aldrei leiðst eins mikið á nokkurri mynd, en ég man að henni þótti þessi mynd alveg meiriháttar.

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi:

Nýjasta tækni og vísindi Ég veit að það er hætt að sýna þessa þætti fyrir mörgum árum en þeir lifa góðu lífi í minningunni og verða seint "toppaðir".

Formúla 1 kappaksturinn Bæði tímatakan og keppnin

Fréttir á báðum stöðvum ef ég ætti að velja þá eru fréttirnar á ríkissjónvarpinu.

Boston Legal

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Þórshöfn á Langanesi

Hafnarfjörður

Kristiansand

Ísafjörður

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

London

Akureyri

Stuttgart

Luxemburg

 

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

unak.is

mbl.is

hafnarfjordur.is

finanzasforex.com

 

Fernt sem ég held upp á matarkyns:

Grillað Hrefnukjöt einhver albesti matur sem ég hef fengið

Íslenskt lambakjöt Ég lærði að meta Íslenska lambakjötið eftir að hafa búið í Noregi

Maturinn hjá mömmu Ekkert "toppar" matinn hjá mömmu

Sigin grásleppa

 

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Bör Börsson

Símaskráin Það eru nokkuð margir sem koma við sögu í henni en söguþráðurinn er frekar rýr

Stjórnkerfi fiskveiða í nærmynd Eftir Guðbjörn Jónsson

Money for nothingEftir Roger Bootle

 

Fjórir bloggar sem ég ætla að klukka:

Jakob Kristinsson

Hallgrímur Guðmundsson

Guðni Þorbjörnsson

Árni Gunnarsson

 

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:

Bergen

Kristiansand

Vestmannaeyjar

Grímsey


Mótvægisaðgerð náttúrunnar????

Kannski móðir náttúra hafi verið orðin þreytt að bíða eftir móvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar.....Wink
mbl.is Mikill makrílafli í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það að framfylgja lögum "mótvægisaðgerðir"?

Í gær tilkynnti iðnaðarráðherra, það sem hluta af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar, að það ætti að aflétt 1.200 milljón króna skuld af Byggðastofnun, auk þess ætti að leggja 200 milljónir til nýsköpunarverkefna á tveimur árum.  Og til þess að kóróna dæmið var Nýsköpunarmiðstöð opnuð á Ísafirði í gær og var talað um það sem hluta af þessum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar.  Er virkilega ætlast til þess að landmenn gleypi þetta hrátt?  Fyrir það fyrsta þá er ríkisstjórnin bara að framfylgja lögum um Byggðastofnun og gera henni kleyft að starfa samkvæmt því hlutverki sem henni er ætlað samkvæmt lögum, en eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar var orðið það lágt að stofnuninni gat ekki lengur sinnt því hlutverki sem henni er ætlað skv. lögum.  Þessi ráðstöfun gerir Byggðastofnun kleift að sinna því hlutverki sem henni er ætlað.  Auk þess kom fram hjá stjórnarformanni Byggðastofnunar, að stofnunin aðhefst ekkert fyrr en viðskiptabanki fyrirtækisins, sem á í erfiðleikum, "treystir" sér ekki lengur til að aðstoða viðkomandi fyrirtæki.  Nýsköpunarsjóður starfar samkvæmt lögum, sem voru sett um hann á Alþingi  síðastliðinn vetur, þegar Iðntæknistofnun og RB sameinuðust.  Þarna  er saga "mótvægisaðgerðanna" komin.

Tilkynningin um niðurskurðinn á afla næsta fiskveiðiárs kom 06.07.07 en ennþá hefur ekkert bitastætt komið frá stjórnvöldum um það hvernig eigi að bregðast við núna tæpum mánuði eftir að var tilkynnt um þennan mikla niðurskurð.  Ég hef skrifað um það hérna áður á blogginu að ég held að það verði engar svokallaðar "mótvægisaðgerðir" ég hef ekki séð neitt hingað til sem bendir til að þær verði nokkrar og þangað til breytist skoðun mín ekki.


mbl.is Iðnaðarráðherra: 1.200 milljóna kr. skuld Byggðastofnunar verði aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann hefði betur farið á sjóstöng..........

.....frá Súganda eða Bíldudal eða jafnvel Bolungarvík.  Hann má alveg stjórna sjóstangabátunum próflaus en hann verður reyndar að fara svolítið fínt í að vera fullur.
mbl.is Ölvaður og réttindalaus ökumaður í umferðaróhappi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að leggjast lægra??????????

Eitthvað er nú skrýtinn skallinn á mönnum sem gera svona lagað.  Ég hélt að allt sem tilheyrir björgunarsveitum landsins væri nánast "heilagt" og það væri nánast þegjandi samkomulag meðal manna að ekki væri átt við þetta.  Því miður hef ég ekki haft rétt fyrir mér í þessu og vona ég bara að lögreglan verði fljót að upplýsa þetta mál og hart verði tekið á þeim sem þarna voru að verki.
mbl.is Skemmdarverk unnin á björgunarskipi í Sandgerðishöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég var klukkaður.....

.... af bloggvini mínum Ólafi Ragnarssyni, en áður hafði Anna Kristjánsdóttir klukkað mig ég verð að játa að ég var nýr á blogginu þá og hafði ekki nokkra glóru um hvað þetta þýddi, en nú geri ég tilraun til þess að bæta fyrir það sem ég gerði ekki þá.  Ekki man ég eftir neinum sérstökum syndum til að játa upp á mig svo ég segi eitthvað frá mér:

  1. Ég er fæddur í Hafnarfirði 30.05.1959 á Sólvangi.
  2. Var í sveit á sumrin í Melkoti í Stafholtstungum í Borgarfirði 1967-1973
  3. Flutti til Þórshafnar á Langanesi 1961með foreldrum mínum.  Móðir mín var ættuð þaðan.
  4. Byrjaði á sjó sumarið eftir að ég var fermdur þá á handfærum á trillu frá Þórshöfn.  Það er skemmtilegasti veiðiskapur sem ég hef verið á.
  5. Ég fór í mína fyrstu siglingu árið 1977.  Báturinn sem ég var á þá hét Þórkatla ll frá Grindavík.  Við vorum 4 strákar á sama aldri og þótt ekki væri túrinn neitt sérstakur né metsala var tíminn í Cux meiriháttar og gleymist ekki svo glatt. Í Cux var ýmislegt gert sem verður ekki rifjað upp hér enda er það allt fyrnt.  Flutti aftur til Hafnarfjarðar fyrir jól 1977 og hef að mestu búið þar síðan.
  6. Ég fór í stýrimannaskólann og útskrifaðist með fiskimanninn 1981.
  7. Ég kvæntist um áramótin 1983-1984 og eignaðist tvo syni annar er fæddur 1984  og hinn 1991, skildi síðan 1998.  Konan vildi fá mig í land 1986 annars hótaði hún því að fara, naga mig ennþá svolítið í handarbökin yfir að hafa ekki látið reyna á þessar hótanir.
  8. Fór í Tækniskóla Íslands haustið 1986 og útskrifaðist sem Iðnrekstrarfræðingur af markaðssviði 1988
  9. Fór til Kristiansand í Noregi 1989 og útskrifaðist sem rekstrarfræðingur með markaðsfræði sem sérsvið 1991.
  10. Er haldinn veiðidellu á nokkuð háu stigi (skilst að hún sé ólæknandi).  Systir mín, bara ein þeirra, heldur því fram að ég sé með fimmaurabrandara á heilanum (miðað við hvernig gengi krónunnar hefur þróast síðan hún sagði þetta er gengið á þeim ein króna og 27 aurar) og það verði örugglega fimmaurabrandari á legsteininum mínum þegar þar að kemur.

.....Ég gæti haldið áfram að telja upp eitthvað sem er liðið en ég nenni því ekki svo skilst mér að það eigi ekki að vera með einhverja langloku svo ég læt þetta bara duga um mig.

En nú vandast málið ég verð að finna einhverja átta til þess að klukka.  Það verður höfuðverkur.


Verður þetta næst á dagskrá hér á landi hjá "Aðgerðarsinnum"?

Að mínu áliti, hefur svona lagað, ekkert með umhverfisvernd að gera - þetta heitir á almennu og skiljanlegu máli "skemmdarverk".
mbl.is Umhverfissinnar í stríð við eigendur jeppa og lúxusbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er hávxtastefna Seðlabankans sem er að "rústa" Íslensku atvinnulífi....

..og þurfti ekki neinn hagfræðing til að segja okkur að það eru fyrst og fremst háir vextir á Íslandi sem stuðla að því að gengið er svona hátt.  Þetta er það "verkfæri", sem Seðlabankinn hefur yfir að ráða í baráttunni við verðbólguna.  En er það meira virði að Seðlabankinn haldi verðbólgumörkum, innan þeirra marka sem honum eru sett, en afkoma þjóðarbúsins í heild?  Þarf ekki að skoða hlutina í samhengi?
mbl.is Forleikur að þensluskeiði eða upphaf að samdrætti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband