Færsluflokkur: Bloggar
5.7.2007 | 21:53
Fótbolti fyrir alla...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2007 | 20:23
Hvenær verður mælirinn fullur???
Það er ekki nóg með að Norðmenn hafi verið að "dunda" sér við það, óáreittir síðustu árin og áratugina, að "stela" af okkur Íslendingasögunum og merkum einstaklingum, heldur er það nýjasta að reyna að stela fallegu lagi, sem hefur fyrir löngu komið sér fyrir í hjarta okkar Íslendinga og komið sér þar vel fyrir. Að sjálfsögðu er ég að tala um lagið SÖKNUÐ eftir Jóhann Helgason, en Norski "tónsmiðurinn" Rolv Lövland, hefur eignað sér lagið en er svo óforskammaður að hann gerði á því mjög lítilvægar breytingar, en líklega duga þessar "breytingar" honum ekki fyrir dómstólum. Eins og flestum er kunnugt þá sló þessi breyting í gegn í flutningi Josh Groban og heitir í hans flutningi "You Raise Me Up".Nú hefur Jóhann Helgason stefnt Rolv Lövland (meira en Íslensk stjórnvöld hafa gert í meintri þjófnaðartilraun Norðmanna) og óska ég Jóhanni Helgasyni velfarnaðar í þessu máli.
Í framhaldi af þessu vill fólk kannski vita ástæðuna fyrir því hvers vegna Norðmenn eru svona nískir. Jú forfaðir Norðmanna var Skoti og formóðirin Gyðingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.6.2007 | 09:48
Ný sannindi....

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.6.2007 | 12:58
Hver er utanríkisráðherra?
Í hádegisfréttum á RUV áðan, talaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, um það að það ynni með okkur Íslendingum að standa utan ESB í framboði okkar til að fá sæti í öryggisráðinu. Hún hefur hingað til verið harðasti talsmaður þess að Ísland gangi í ESB, kjósendur hennar hljóta að spyrja hvað sé í gangi? Ætli Sjálfstæðisgengið sé búið að þagga niður í henni að hún viti ekki hvort hún sé að koma eða fara lengur, eða gerir hún bara allt fyrir ráðherrastólinn? Svo hefur hún að sjálfsögðu "góðan" aðstoðarmann þar sem Kristrún Heimisdóttir er, en alltaf þegar ISG, hefur "blaðrað" einhverja vitleysu (sem gerist ansi oft að mínu mat) og er flokksapparatinu ekki að skapi, þá er Kristrún Heimisdóttir kölluð til, til að lágmarka þann skaða sem ISG hefur valdið með ummælum sínum.
Ef þessi ummæli eru skoðuð, þá er ég ekki viss um hver er utanríkisráðherra á Íslandi, Geir Haarde eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.6.2007 | 07:36
Eru engin takmörk?



![]() |
Verðum að aðstoða byggðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.6.2007 | 21:44
Þjóðhagslega hagkvæmt að leggja sjávarbyggðir landsins niður.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2007 | 19:42
Gott að vita ...........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 12:55
Óalandi og óferjandi.....

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 16:57
Óborganlegt úr íþróttafréttum
Allir sem hlusta á lýsingar frá íþróttaviðburðum kannast við "gullkorn" sem hrjóta af vöum viðkomandi íþróttafréttamanns í hita leiksins. Hér á eftir kemur ein slík en þar var hinn frábæri íþróttafréttamaður Samúel Örn Erlingsson að lýsa landsleik Íslendinga og Eista.
Íslendinga voru mun betri aðilinn í leiknum (þetta var áður en Eyjólfur Sverrisson tók að sér þjálfun landsliðsins) og sagði Samúel þá: "Íslendingarnir leika sér að Eistunum".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2007 | 16:46
Söguleg veiðiferð
Þannig er nú mál með vexti að ég fór að veiða á Þingvöllum síðustu nótt sem er ekki í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að þar lenti ég í svolítið skondnu atviki.
Ég var kominn á staðinn og byrjaður að veiða um hálf þrjú og barði smá stund án þess að vera var. Ég var kominn á stað sem kallast Alnbogi þegar ég fékk fyrsta fiskinn. Eftir smá viðureign landaði ég honum, þetta var bleikja rétt tæp tvö pund og mjög fallegur fiskur eins og bleikjan á Þingvöllum er yfirleitt. Þegar ég var búinn að landa henni kom í ljós að ég var ekki með neitt net til að geyma hana í svo ég lagði hana á jörðina við vatnsbakkann (það var búið að segja mér að maður ætti aldrei að leggja frá sér fisk á Þingvöllum) svo óð ég útí vatnið og hélt áfram að veiða, en ég fylgdist með fiskinum mínum. Fljótlega sá ég hvar minkur kemur. Hann horfði á mig smá stund og tók svo silunginn minn og hljóp í burtu. Ég var að veiða þar til klukkan var rúmlega níu í morgun og fékk bara tvo aðra fiska annar var rúm 2 pund og hinn tæp 3 pund hvorttveggja rígvænar bleikjur. En mikið sé ég eftir fiskinum sem helvítis minkurinn tók.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)